Björgunarsveitir önnum kafnar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 21. október 2014 11:56 Vísir / Atli Páll Hafsteinsson Umferð á landinu öllu hefur gengið afar hægt fyrir sig í dag og mikið hefur verið um umferðarteppur. Þá eru miklar annir hjá björgunarsveitum víða um land vegna óveðurs sem gengur nú yfir landið. Umferðin gekk hvað verst í Kópavogi í morgun og eitthvað var um minniháttar árekstra. Að sögn lögreglu var fólk víða í vandræðum í brekkum og fáförnum götum enda flestir enn á vanbúnum bílum. Dæmi eru um að fólk verið um tvær klukkustundir að komast leiðar sinnar víða í bæjarfélaginu en mokstur hófst ekki fyrr en um klukkan hálf átta í morgun. Nú er unnið er að mokstri á stofnbrautum og í brekkum en mokstur í íbúðagötum hefst síðar í dag. Þá urðu einhverjar tafir á Sæbraut eftir að reykur kom upp í hjólabúnaði strætisvagns við Skútuvog og var slökkvilið kallað á staðinn. Þá var slökkvilið jafnframt kallað út eftir að eldur kviknaði í bifreið við Höfðabakka um klukkan hálf átta í morgun. Að sögn lögreglu stóð bíllinn í ljósum logum en engin slys urðu á fólki. Slökkvistarf gekk vel fyrir sig.mynd/g.ingi jónssonVeðrið sem gengur nú yfir landið er einna verst á Austfjörðum en þrjár björgunarsveitir hafa verið kallaðar út á svæðinu í morgun. Björgunarsveitin Hérað á Egilsstöðum ferjaði um 30 manns til Egilsstaða eftir að rúta með starfsfólki Alcoa fór útaf í Fagradal. Engin meiðsl urðu á fólki en mikil hálka er á veginum um dalinn. Á Seyðisfirði fauk hluti af gafli húss í bænum og var björgunarsveit kölluð út og festi það sem eftir var af gaflinum og lokaði gatinu sem þar hafði myndast. Hálka og hálkublettir eru víðast hvar á landinu en greiðfært er á suðausturlandi. Ófært er á Víkurskarði og hafa björgunarsveitir verið þar að störfum í morgun eftir að rúta og póstbíll fóru út af veginum. Lokað er fyrir umferð um víkurskarð og unnið er að því að opna fyrir umferð. Þá er þungfært og skafrenningur á Breiðdalsheiði en Öxi er ófær. Veðurhorfur á landinu: Norðvestan 18-25 m/s og snjókoma eða él á N- og A-landi, hvassast á annesjum, en annars yfirleitt mun hægari og dálítil él. Dregur smám saman úr vindi og ofankomu í dag. Norðvestan 10-15 og él NA-til í kvöld, en annars hæg breytileg átt og bjart með köflum. Vaxandi austanátt og þykknar upp í nótt, 8-15 og slydda eða rigning S-lands undir morgun. Austan 8-15 og slydda eða snjókoma norðantil á landinu eftir hádegi á morgun, en hægari vindur og rigning með köflum fyrir sunnan. Hiti víða kringum frostmark, en hiti 1 til 6 stig við suður- og suðvestur ströndina á morgun.vísir/vilhelmFyrsti snjór vetrarins féll í nótt í Garðabæ eins og víðar á landinu. Nemendur Sjálandsskóla í Garðabæ kunnu vel að meta það og var mikið fjör og gleði í frímínútum.vísir/óskar birgisson Veður Tengdar fréttir Umferðin gekk hægt í Kórahverfinu í morgun „Já, ég ákvað að ganga með drenginn í leikskólann og spraði mér alveg hellings tíma," segir íbúi í Kórahverfinu í Kópavogi. 21. október 2014 10:50 Snjór og hálka á götum Reykjavíkur Hálka, snjóþekja og óveður er víðast hvar á norðausturströndinni. Ökumenn eru hvattir til að fara ekki í umferðina á lélegum dekkjum. 21. október 2014 07:51 Gafl fauk af húsi á Seyðisfirði Þrjár björgunarsveitir hafa verið kallaðar út á Austfjörðum í dag. 21. október 2014 11:23 Miklar tafir á umferð á höfuðborgarsvæðinu Eldur kviknaði í tveimur bílum á höfuðborgarsvæðinu. 21. október 2014 10:31 Bíll við bíl við bíl á Vatnsenda Myndband sem tekið var í Vatnsendahverfinu í Kópavogi í morgun sýnir hversu hægt umferðin hreyfist. 21. október 2014 10:20 Björgunarsveitir að störfum í Víkurskarði Skarðinu var lokað í morgun vegna veðurs og er enn lokað en bílar lentu þar utan vegar. 21. október 2014 10:21 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Sjá meira
Umferð á landinu öllu hefur gengið afar hægt fyrir sig í dag og mikið hefur verið um umferðarteppur. Þá eru miklar annir hjá björgunarsveitum víða um land vegna óveðurs sem gengur nú yfir landið. Umferðin gekk hvað verst í Kópavogi í morgun og eitthvað var um minniháttar árekstra. Að sögn lögreglu var fólk víða í vandræðum í brekkum og fáförnum götum enda flestir enn á vanbúnum bílum. Dæmi eru um að fólk verið um tvær klukkustundir að komast leiðar sinnar víða í bæjarfélaginu en mokstur hófst ekki fyrr en um klukkan hálf átta í morgun. Nú er unnið er að mokstri á stofnbrautum og í brekkum en mokstur í íbúðagötum hefst síðar í dag. Þá urðu einhverjar tafir á Sæbraut eftir að reykur kom upp í hjólabúnaði strætisvagns við Skútuvog og var slökkvilið kallað á staðinn. Þá var slökkvilið jafnframt kallað út eftir að eldur kviknaði í bifreið við Höfðabakka um klukkan hálf átta í morgun. Að sögn lögreglu stóð bíllinn í ljósum logum en engin slys urðu á fólki. Slökkvistarf gekk vel fyrir sig.mynd/g.ingi jónssonVeðrið sem gengur nú yfir landið er einna verst á Austfjörðum en þrjár björgunarsveitir hafa verið kallaðar út á svæðinu í morgun. Björgunarsveitin Hérað á Egilsstöðum ferjaði um 30 manns til Egilsstaða eftir að rúta með starfsfólki Alcoa fór útaf í Fagradal. Engin meiðsl urðu á fólki en mikil hálka er á veginum um dalinn. Á Seyðisfirði fauk hluti af gafli húss í bænum og var björgunarsveit kölluð út og festi það sem eftir var af gaflinum og lokaði gatinu sem þar hafði myndast. Hálka og hálkublettir eru víðast hvar á landinu en greiðfært er á suðausturlandi. Ófært er á Víkurskarði og hafa björgunarsveitir verið þar að störfum í morgun eftir að rúta og póstbíll fóru út af veginum. Lokað er fyrir umferð um víkurskarð og unnið er að því að opna fyrir umferð. Þá er þungfært og skafrenningur á Breiðdalsheiði en Öxi er ófær. Veðurhorfur á landinu: Norðvestan 18-25 m/s og snjókoma eða él á N- og A-landi, hvassast á annesjum, en annars yfirleitt mun hægari og dálítil él. Dregur smám saman úr vindi og ofankomu í dag. Norðvestan 10-15 og él NA-til í kvöld, en annars hæg breytileg átt og bjart með köflum. Vaxandi austanátt og þykknar upp í nótt, 8-15 og slydda eða rigning S-lands undir morgun. Austan 8-15 og slydda eða snjókoma norðantil á landinu eftir hádegi á morgun, en hægari vindur og rigning með köflum fyrir sunnan. Hiti víða kringum frostmark, en hiti 1 til 6 stig við suður- og suðvestur ströndina á morgun.vísir/vilhelmFyrsti snjór vetrarins féll í nótt í Garðabæ eins og víðar á landinu. Nemendur Sjálandsskóla í Garðabæ kunnu vel að meta það og var mikið fjör og gleði í frímínútum.vísir/óskar birgisson
Veður Tengdar fréttir Umferðin gekk hægt í Kórahverfinu í morgun „Já, ég ákvað að ganga með drenginn í leikskólann og spraði mér alveg hellings tíma," segir íbúi í Kórahverfinu í Kópavogi. 21. október 2014 10:50 Snjór og hálka á götum Reykjavíkur Hálka, snjóþekja og óveður er víðast hvar á norðausturströndinni. Ökumenn eru hvattir til að fara ekki í umferðina á lélegum dekkjum. 21. október 2014 07:51 Gafl fauk af húsi á Seyðisfirði Þrjár björgunarsveitir hafa verið kallaðar út á Austfjörðum í dag. 21. október 2014 11:23 Miklar tafir á umferð á höfuðborgarsvæðinu Eldur kviknaði í tveimur bílum á höfuðborgarsvæðinu. 21. október 2014 10:31 Bíll við bíl við bíl á Vatnsenda Myndband sem tekið var í Vatnsendahverfinu í Kópavogi í morgun sýnir hversu hægt umferðin hreyfist. 21. október 2014 10:20 Björgunarsveitir að störfum í Víkurskarði Skarðinu var lokað í morgun vegna veðurs og er enn lokað en bílar lentu þar utan vegar. 21. október 2014 10:21 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Sjá meira
Umferðin gekk hægt í Kórahverfinu í morgun „Já, ég ákvað að ganga með drenginn í leikskólann og spraði mér alveg hellings tíma," segir íbúi í Kórahverfinu í Kópavogi. 21. október 2014 10:50
Snjór og hálka á götum Reykjavíkur Hálka, snjóþekja og óveður er víðast hvar á norðausturströndinni. Ökumenn eru hvattir til að fara ekki í umferðina á lélegum dekkjum. 21. október 2014 07:51
Gafl fauk af húsi á Seyðisfirði Þrjár björgunarsveitir hafa verið kallaðar út á Austfjörðum í dag. 21. október 2014 11:23
Miklar tafir á umferð á höfuðborgarsvæðinu Eldur kviknaði í tveimur bílum á höfuðborgarsvæðinu. 21. október 2014 10:31
Bíll við bíl við bíl á Vatnsenda Myndband sem tekið var í Vatnsendahverfinu í Kópavogi í morgun sýnir hversu hægt umferðin hreyfist. 21. október 2014 10:20
Björgunarsveitir að störfum í Víkurskarði Skarðinu var lokað í morgun vegna veðurs og er enn lokað en bílar lentu þar utan vegar. 21. október 2014 10:21
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent