Toyota greiðir konu 1.500 milljónir vegna ófullnægjandi öryggisbeltis Finnur Thorlacius skrifar 23. október 2014 10:00 Toyota 4Runner. Í þessari viku var kveðinn upp sá dómur í Kaliforníu að Toyota skuli gert að greiða 22 ára konu 1.500 milljónir króna í skaðabætur vegna ófullnægjandi öryggisbeltis í bíl sem hún var farþegi í. Konan er nú lömuð fyrir neðan mitti, en hún var farþegi í bílnum sem lenti á tré á um 50 kílómetra ferð. Það athygliverða við þenna dóm er að konan valdi það sjálfviljug að setjast uppí bíl hjá drukknum ökumanni, en hún var 17 ára þegar slysið varð árið 2010. Í bílnum var öryggisbelti í aftursætinu sem aðeins strengist yfir mitti farþega og þegar bíllinn endaði á tré kastaðist efri hluti líkama konunnar fram með þeim afleiðingum að hún hlaut mænuskaða og lamaðist. Dómarinn í málinu taldi að þessháttar öryggisbelti væri ófullnægjandi og beltið ætti að ná yfir axlir farþega eins og flest öryggisbelti bíla eru. Bílgerðin var Toyota 4Runner af árgerð 1996. Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent
Í þessari viku var kveðinn upp sá dómur í Kaliforníu að Toyota skuli gert að greiða 22 ára konu 1.500 milljónir króna í skaðabætur vegna ófullnægjandi öryggisbeltis í bíl sem hún var farþegi í. Konan er nú lömuð fyrir neðan mitti, en hún var farþegi í bílnum sem lenti á tré á um 50 kílómetra ferð. Það athygliverða við þenna dóm er að konan valdi það sjálfviljug að setjast uppí bíl hjá drukknum ökumanni, en hún var 17 ára þegar slysið varð árið 2010. Í bílnum var öryggisbelti í aftursætinu sem aðeins strengist yfir mitti farþega og þegar bíllinn endaði á tré kastaðist efri hluti líkama konunnar fram með þeim afleiðingum að hún hlaut mænuskaða og lamaðist. Dómarinn í málinu taldi að þessháttar öryggisbelti væri ófullnægjandi og beltið ætti að ná yfir axlir farþega eins og flest öryggisbelti bíla eru. Bílgerðin var Toyota 4Runner af árgerð 1996.
Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent