Emil horfði til föður síns á himnum er hann fagnaði 26. október 2014 21:46 Emil öskrar til himins. Markið hans var einstaklega glæsilegt. vísir/getty Emil Hallfreðsson trylltist af gleði og virtist hreinlega tárast er hann skoraði eftir aðeins 25 sekúndur í leik í dag. Hann kom þá liði sínu, Hellas Verona, yfir gegn Napoli í ítalska boltanum. Því miður fyrir Emil og félaga hans þá reyndist glæsimark Emils vera skammgóður vermir því Verona tapaði leiknum, 6-2. Emil missti föður sinn á dögunum og tileinkaði honum augljóslega markið. Emil öskraði, horfði og benti til himins. „Kannski hefur pabbi verið með mér hérna í síðustu leikjum. Mig langaði að spila fyrir hann. Eftir hvern einasta leik finn ég fyrir nærveru hans í hjarta mínu,“ sagði hálfklökkur Emil Hallfreðsson við blaðamann Vísis að loknum fræknum sigri á Hollandi. Þá átti hann frábæran leik rétt eins og gegn Lettlandi. Hann skilaði sínu og rúmlega það fyrir landsliðið er hann gekk í gegnum erfiða tíma.Gleðin leyndi sér ekki.vísir/gettyEmil hefur verið mjög opinskár og einlægur við fjölmiðla eftir að faðir hans féll frá. Þetta sagði hann fyrir leikinn gegn Lettum. „Það var erfitt að þurfa að kveðja hann sem föður og minn besta vin í lífinu. Ég mun halda minningu hans á lofti en um leið halda áfram að lifa lífinu. Það hefði hann viljað. „Ég vissi ekki við hverju ég átti að búast en viðbrögð félagsins fannst mér ótrúleg. Félagið sendi frá sér afar fallega kveðju og leikmenn spiluðu með sorgarbönd fyrir pabba,“ segir Emil en stuðningsmannasveit landsliðsins, Tólfan, heiðraði einnig minningu Hallfreðs með gjöf. „Það þótti mér einstakt líka. Allt þetta var fallegt og styrkjandi og veitti mér bæði huggun og gleði.“ Emil sneri aftur til Ítalíu fyrir leik Hellas Verona gegn Cagliari á laugardaginn. Hann kom inn á sem varamaður og lagði upp sigurmarkið í 1-0 sigri. „Þegar ég labbaði út af eftir leikinn kölluðu allir stuðningsmennirnir nafnið mitt. Þá báru tilfinningarnar mig ofurliði og ég brast í grát,“ segir Emil. „Mér kom margt til hugar eftir leikinn enda hafði ég það að vana að hringja alltaf í kallinn eftir leik til að gera hann upp. Það var því ekkert símtal að þessu sinni.“vísir/getty Ítalski boltinn Tengdar fréttir Emil skoraði fyrsta markið í átta marka leik Emil Hallfreðsson skoraði fyrsta markið þegar Hellas Verona tapaði 6-2 fyrir Napoli á útivelli í ítölsku A-deildinni í fótbolta í kvöld. 26. október 2014 18:59 Emil: Fyrir mér er Guð enn raunverulegri en áður Vðbrögð knattspyrnuheimsins við fráfalli föður hans komu Emil Hallfreðssyni á óvart. Hann brast í grát þegar áhorfendur á Ítalíu kölluðu nafn hans. 9. október 2014 07:00 Mun spila af öllu hjarta fyrir pabba Tólfan færði landsliðsmanninum Emil Hallfreðssyni treyju til minningar um föður hans. 7. október 2014 22:45 Hjartnæm skilaboð Emils Emil Hallfreðsson segir að samúðarkveðjurnar hafi hjálpað til. 6. október 2014 11:09 Emil: Finn fyrir nærveru pabba í hjarta mínu eftir hvern leik "Kannski hefur pabbi verið með mér hérna í síðustu leikjum. Mig langaði að spila fyrir hann,“ sagði hálfklökkur Emil Hallfreðsson við blaðamann Vísis. 13. október 2014 21:34 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Sjá meira
Emil Hallfreðsson trylltist af gleði og virtist hreinlega tárast er hann skoraði eftir aðeins 25 sekúndur í leik í dag. Hann kom þá liði sínu, Hellas Verona, yfir gegn Napoli í ítalska boltanum. Því miður fyrir Emil og félaga hans þá reyndist glæsimark Emils vera skammgóður vermir því Verona tapaði leiknum, 6-2. Emil missti föður sinn á dögunum og tileinkaði honum augljóslega markið. Emil öskraði, horfði og benti til himins. „Kannski hefur pabbi verið með mér hérna í síðustu leikjum. Mig langaði að spila fyrir hann. Eftir hvern einasta leik finn ég fyrir nærveru hans í hjarta mínu,“ sagði hálfklökkur Emil Hallfreðsson við blaðamann Vísis að loknum fræknum sigri á Hollandi. Þá átti hann frábæran leik rétt eins og gegn Lettlandi. Hann skilaði sínu og rúmlega það fyrir landsliðið er hann gekk í gegnum erfiða tíma.Gleðin leyndi sér ekki.vísir/gettyEmil hefur verið mjög opinskár og einlægur við fjölmiðla eftir að faðir hans féll frá. Þetta sagði hann fyrir leikinn gegn Lettum. „Það var erfitt að þurfa að kveðja hann sem föður og minn besta vin í lífinu. Ég mun halda minningu hans á lofti en um leið halda áfram að lifa lífinu. Það hefði hann viljað. „Ég vissi ekki við hverju ég átti að búast en viðbrögð félagsins fannst mér ótrúleg. Félagið sendi frá sér afar fallega kveðju og leikmenn spiluðu með sorgarbönd fyrir pabba,“ segir Emil en stuðningsmannasveit landsliðsins, Tólfan, heiðraði einnig minningu Hallfreðs með gjöf. „Það þótti mér einstakt líka. Allt þetta var fallegt og styrkjandi og veitti mér bæði huggun og gleði.“ Emil sneri aftur til Ítalíu fyrir leik Hellas Verona gegn Cagliari á laugardaginn. Hann kom inn á sem varamaður og lagði upp sigurmarkið í 1-0 sigri. „Þegar ég labbaði út af eftir leikinn kölluðu allir stuðningsmennirnir nafnið mitt. Þá báru tilfinningarnar mig ofurliði og ég brast í grát,“ segir Emil. „Mér kom margt til hugar eftir leikinn enda hafði ég það að vana að hringja alltaf í kallinn eftir leik til að gera hann upp. Það var því ekkert símtal að þessu sinni.“vísir/getty
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Emil skoraði fyrsta markið í átta marka leik Emil Hallfreðsson skoraði fyrsta markið þegar Hellas Verona tapaði 6-2 fyrir Napoli á útivelli í ítölsku A-deildinni í fótbolta í kvöld. 26. október 2014 18:59 Emil: Fyrir mér er Guð enn raunverulegri en áður Vðbrögð knattspyrnuheimsins við fráfalli föður hans komu Emil Hallfreðssyni á óvart. Hann brast í grát þegar áhorfendur á Ítalíu kölluðu nafn hans. 9. október 2014 07:00 Mun spila af öllu hjarta fyrir pabba Tólfan færði landsliðsmanninum Emil Hallfreðssyni treyju til minningar um föður hans. 7. október 2014 22:45 Hjartnæm skilaboð Emils Emil Hallfreðsson segir að samúðarkveðjurnar hafi hjálpað til. 6. október 2014 11:09 Emil: Finn fyrir nærveru pabba í hjarta mínu eftir hvern leik "Kannski hefur pabbi verið með mér hérna í síðustu leikjum. Mig langaði að spila fyrir hann,“ sagði hálfklökkur Emil Hallfreðsson við blaðamann Vísis. 13. október 2014 21:34 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Sjá meira
Emil skoraði fyrsta markið í átta marka leik Emil Hallfreðsson skoraði fyrsta markið þegar Hellas Verona tapaði 6-2 fyrir Napoli á útivelli í ítölsku A-deildinni í fótbolta í kvöld. 26. október 2014 18:59
Emil: Fyrir mér er Guð enn raunverulegri en áður Vðbrögð knattspyrnuheimsins við fráfalli föður hans komu Emil Hallfreðssyni á óvart. Hann brast í grát þegar áhorfendur á Ítalíu kölluðu nafn hans. 9. október 2014 07:00
Mun spila af öllu hjarta fyrir pabba Tólfan færði landsliðsmanninum Emil Hallfreðssyni treyju til minningar um föður hans. 7. október 2014 22:45
Hjartnæm skilaboð Emils Emil Hallfreðsson segir að samúðarkveðjurnar hafi hjálpað til. 6. október 2014 11:09
Emil: Finn fyrir nærveru pabba í hjarta mínu eftir hvern leik "Kannski hefur pabbi verið með mér hérna í síðustu leikjum. Mig langaði að spila fyrir hann,“ sagði hálfklökkur Emil Hallfreðsson við blaðamann Vísis. 13. október 2014 21:34