Guðjón Valur talar hreint út: Var með óbragð í munninum allt sumarfríið Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. október 2014 14:15 Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í handbolta hefja leik í undankeppni EM 2016 á miðvikudagskvöldið þegar þeir mæta Ísrael í Laugardalshöllinni. Okkar menn fá frí sem þeir hafa engan áhuga á í janúar í næsta ári þegar HM í Katar verður spilað, en íslenska liðinu mistókst að komast þangað eins og frægt er orðið. Ísland tapaði í umspilsleikjum fyrir Bosníu og Hersegóvínu í júní, en fyrir leikina var íslenska liðið talið mun sigurstranglegra. Okkar menn spiluðu hreinlega ekki vel og þurftu að bíta í það súra epli að komast ekki á HM.Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður Stöðvar 2, hitti landsliðsfyrirliðann Guðjón Val Sigurðsson fyrir utan hegningarhúsið á Skólavörðustígnum í dag og spurði hvað eiginlega gerðist í sumar og hvert menn stefna nú. „Ég veit að þetta hefur orðið vakning fyrir okkur eins og sést á því hvernig flestir okkar eru að spila. Það gengur vel hjá flestum okkar og ég vona að það komi ákveðinn trukkur í gegnum sambandið núna og við náum að lyfta þessu aftur upp á þann stall sem okkur finnst handboltinn eigi að vera á. Þar sem hann var fyrir tveimur árum síðan,“ segir Guðjón Valur. „Það er margt sem spilaði þarna inn í. Það byrjaði þannig að það var ýmislegt með leikinn úti og framkvæmd hans sem fór mjög í skapið á mér. Svo með leikinn hérna heima, þá hefðum við kannski þurft að tapa stærra úti til að vera klárari í seinni leikinn.“ Guðjón Valur er mjög hreinskilinn þegar hann ræðir um hvað var að í hópnum og hvernig strákarnir komu stemmdir til leiks. „Það var ákveðið vanmat í okkur og ákveðið kæruleysi. Ég fann fyrir mikilli andlegri þreytu í hópnum. Við vorum þungir og ólíkir því sem við höfum oft verið.“ „Eftir að hafa talað við marga af strákunum upp á síðkastið þá finnst mér menn koma hungraðir inn í þetta aftur núna. Það var kannski eitthvað sem vantaði. Þetta var svona stærsti hlutinn, því miður, en þetta er eitthvað sem flest lið ganga í gegnum,“ segir hann. „Við gengum í gegnum þetta 2008 þegar við töpuðum fyrir Makedóníu og komumst ekki á HM 2009. Þetta var óþarfi en kannski þarfur vegur fyrir okkur að ganga.“ Guðjón býst ekki við auðveldum leikjum gegn Ísrael og Svartfjallalandi. „Það er orðið þannig í handboltanum að maður labbar yfir voðalega fáar þjóðir núorðið. Tyrkir eru allt í einu byrjaðir að geta spilað handbolta og Ísraelsmenn eru betri en þeir. Svartfellingar eru með ungt og efnilegt lið þannig við þurfum að sjá hvaða lið þeir mæta með.“ „Við búum okkur undir mikilvæga leiki, en í augnablikinu þurfum við ekki að horfa á andstæðinginn heldur holninguna á okkur. Við þurfum að trekkja okkur upp í alvöru viðureignir og alvöru leiki. Eftir að hafa talað við strákana finnst mér við vera klárir,“ segir Guðjón Valur sem hugsaði lengi um tapið gegn Bosníu. „Ég var með óbragð í munninum allt sumarfríið eftir að tapa þessum leikjum,“ segir fyrirliðinn. „Við ætlum að vinna þennan riðil. Það er okkar markmið. Þetta er svona. Það eru gerðar kröfur til okkar sem er gott. Fólk má ekki gleyma því að við gerum kröfur til okkar sjálfra.“ Allt viðtalið, þar sem Guðjón Valur ræðir einnig um lífið í Barcelona, má sjá í spilaranum hér að ofan. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Ísrael tapaði síðasta æfingaleiknum fyrir Íslandsför Fyrstu mótherjar Íslands í undankeppni EM 2016 töpuðu gegn Finnlandi. 27. október 2014 13:15 Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira
Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í handbolta hefja leik í undankeppni EM 2016 á miðvikudagskvöldið þegar þeir mæta Ísrael í Laugardalshöllinni. Okkar menn fá frí sem þeir hafa engan áhuga á í janúar í næsta ári þegar HM í Katar verður spilað, en íslenska liðinu mistókst að komast þangað eins og frægt er orðið. Ísland tapaði í umspilsleikjum fyrir Bosníu og Hersegóvínu í júní, en fyrir leikina var íslenska liðið talið mun sigurstranglegra. Okkar menn spiluðu hreinlega ekki vel og þurftu að bíta í það súra epli að komast ekki á HM.Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður Stöðvar 2, hitti landsliðsfyrirliðann Guðjón Val Sigurðsson fyrir utan hegningarhúsið á Skólavörðustígnum í dag og spurði hvað eiginlega gerðist í sumar og hvert menn stefna nú. „Ég veit að þetta hefur orðið vakning fyrir okkur eins og sést á því hvernig flestir okkar eru að spila. Það gengur vel hjá flestum okkar og ég vona að það komi ákveðinn trukkur í gegnum sambandið núna og við náum að lyfta þessu aftur upp á þann stall sem okkur finnst handboltinn eigi að vera á. Þar sem hann var fyrir tveimur árum síðan,“ segir Guðjón Valur. „Það er margt sem spilaði þarna inn í. Það byrjaði þannig að það var ýmislegt með leikinn úti og framkvæmd hans sem fór mjög í skapið á mér. Svo með leikinn hérna heima, þá hefðum við kannski þurft að tapa stærra úti til að vera klárari í seinni leikinn.“ Guðjón Valur er mjög hreinskilinn þegar hann ræðir um hvað var að í hópnum og hvernig strákarnir komu stemmdir til leiks. „Það var ákveðið vanmat í okkur og ákveðið kæruleysi. Ég fann fyrir mikilli andlegri þreytu í hópnum. Við vorum þungir og ólíkir því sem við höfum oft verið.“ „Eftir að hafa talað við marga af strákunum upp á síðkastið þá finnst mér menn koma hungraðir inn í þetta aftur núna. Það var kannski eitthvað sem vantaði. Þetta var svona stærsti hlutinn, því miður, en þetta er eitthvað sem flest lið ganga í gegnum,“ segir hann. „Við gengum í gegnum þetta 2008 þegar við töpuðum fyrir Makedóníu og komumst ekki á HM 2009. Þetta var óþarfi en kannski þarfur vegur fyrir okkur að ganga.“ Guðjón býst ekki við auðveldum leikjum gegn Ísrael og Svartfjallalandi. „Það er orðið þannig í handboltanum að maður labbar yfir voðalega fáar þjóðir núorðið. Tyrkir eru allt í einu byrjaðir að geta spilað handbolta og Ísraelsmenn eru betri en þeir. Svartfellingar eru með ungt og efnilegt lið þannig við þurfum að sjá hvaða lið þeir mæta með.“ „Við búum okkur undir mikilvæga leiki, en í augnablikinu þurfum við ekki að horfa á andstæðinginn heldur holninguna á okkur. Við þurfum að trekkja okkur upp í alvöru viðureignir og alvöru leiki. Eftir að hafa talað við strákana finnst mér við vera klárir,“ segir Guðjón Valur sem hugsaði lengi um tapið gegn Bosníu. „Ég var með óbragð í munninum allt sumarfríið eftir að tapa þessum leikjum,“ segir fyrirliðinn. „Við ætlum að vinna þennan riðil. Það er okkar markmið. Þetta er svona. Það eru gerðar kröfur til okkar sem er gott. Fólk má ekki gleyma því að við gerum kröfur til okkar sjálfra.“ Allt viðtalið, þar sem Guðjón Valur ræðir einnig um lífið í Barcelona, má sjá í spilaranum hér að ofan.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Ísrael tapaði síðasta æfingaleiknum fyrir Íslandsför Fyrstu mótherjar Íslands í undankeppni EM 2016 töpuðu gegn Finnlandi. 27. október 2014 13:15 Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira
Ísrael tapaði síðasta æfingaleiknum fyrir Íslandsför Fyrstu mótherjar Íslands í undankeppni EM 2016 töpuðu gegn Finnlandi. 27. október 2014 13:15