Bjarni: Legg allt sem ég á undir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. október 2014 18:17 Bjarni Guðjónsson, nýr þjálfari KR. Vísir/Vilhelm Bjarni Eggerts Guðjónsson var í dag ráðinn nýr aðalþjálfari KR en hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið. Guðmundur Benediktsson verður aðstoðarþjálfari hans og Óskar Hrafn Þorvaldsson, nýr þjálfari 2. flokks KR, verður einnig hluti af þjálfarateyminu. Bjarni gekk í raðir KR sem leikmaður um mitt tímabil 2008 og lék með liðinu þar til hann lagði skóna á hilluna haustið 2013. Hans síðasta verk með KR var að lyfta Íslandsmeistarabikarnum sem fyrirliði liðsins. Hann yfirgaf KR og gerðist þjálfari Fram sem kunnugt er. Undir hans stjórn féll liðið úr Pepsi-deild karla og hann hætti að tímabilinu loknu. Bjarni, sem er aðeins 35 ára gamall, óttaðist þó ekki að hann væri að taka að sér of stórt verkefni svo snemma á þjálfaraferlinum. „Alls ekki. Annars stæði ég ekki hér,“ sagði Bjarni eftir að hann var kynntur til sögunnar á blaðamannafundi í kvöld. „Ég vona bara að þetta er upphafið á farsælu samstarfi okkar hér í vesturbænum.“ „Ég er stoltur af því að hafa fengið þetta tækifæri og ég geri mér fulla grein fyrir stærð verkefnisins. Ég kem til með að leggja allt sem ég á undir og fara af fullum krafti í þetta. Ég er líka með góða menn með mér - Gumma og Óskar Hrafn. Þar að auki er gott fólk í baklandinu í KR og hér leggjast allir á eitt í því að hér verði gott lið sem getur náð árangri.“ Hann segist ekki hafa staldrað við þegar hann fékk tilboð um að gerast þjálfari KR. „Þegar það kom í ljós að Rúnar ætlaði að hætta þá fannst mér bara einn maður koma til greina í starfið,“ sagði hann og játti því að þar ætti hann við sig sjálfan. Það gekk á ýmsu hjá Fram í sumar en liðið varð að sætta sig að lokum við fall. „Hjá Fram fékk ég fyrst og fremst reynslu af því að eiga við leikmannahóp og þjálfa lið. Það er reynsla sem maður þarf á að halda,“ segir hann og bætir við: „Annars tel ég að það sé ekki sanngjarnt að líkja því saman að þjálfa Fram annars vegar og KR hins vegar. En tíminn mun einn leiða í ljós hvað verður en ég trúi því að þetta muni ganga vel.“ Sem fyrr segir er ekki langt síðan að Bjarni spilaði sjálfur með mörgum þeirra leikmanna sem hann mun nú þjálfa. Hann óttast ekki að það muni valda einhverjum árekstrum. „Alls ekki. Nánast allir leikmenn KR eru mjög góðir leikmenn, hæfileikaríkir og með skýr markmið. Þeir eru í KR til að ná árangri og gera sér grein fyrir hvað þarf til þess. Titlarnir sem liðið hefur unnið síðustu fjögur árin sanna það.“ Hann á von á því að einhverjar breytingar verði á leikmannahópi KR. „Guðmundur Reynir [Gunnarsson] er hættur og Kjartan Henry [Finnbogason] fór út. Það er svo ekki útséð með það hvort að fleiri leikmenn fái tækifæri úti en ljóst er að einhverjar breytingar verða og við munum taka á því þegar við vitum meira.“ Bjarni segir að sér líði vel í vesturbænum - eins og að hann sé kominn heim. „Hér hefur mér alltaf liðið mjög vel og það er frábært að koma aftur. Ég er stoltur og ánægður.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Bjarni Guðjónsson ráðinn þjálfari KR Guðmundur Benediktsson aðstoðarþjálfari. Tvær hetjur snúa heim í Vesturbæinn. 28. október 2014 17:15 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Sjá meira
Bjarni Eggerts Guðjónsson var í dag ráðinn nýr aðalþjálfari KR en hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið. Guðmundur Benediktsson verður aðstoðarþjálfari hans og Óskar Hrafn Þorvaldsson, nýr þjálfari 2. flokks KR, verður einnig hluti af þjálfarateyminu. Bjarni gekk í raðir KR sem leikmaður um mitt tímabil 2008 og lék með liðinu þar til hann lagði skóna á hilluna haustið 2013. Hans síðasta verk með KR var að lyfta Íslandsmeistarabikarnum sem fyrirliði liðsins. Hann yfirgaf KR og gerðist þjálfari Fram sem kunnugt er. Undir hans stjórn féll liðið úr Pepsi-deild karla og hann hætti að tímabilinu loknu. Bjarni, sem er aðeins 35 ára gamall, óttaðist þó ekki að hann væri að taka að sér of stórt verkefni svo snemma á þjálfaraferlinum. „Alls ekki. Annars stæði ég ekki hér,“ sagði Bjarni eftir að hann var kynntur til sögunnar á blaðamannafundi í kvöld. „Ég vona bara að þetta er upphafið á farsælu samstarfi okkar hér í vesturbænum.“ „Ég er stoltur af því að hafa fengið þetta tækifæri og ég geri mér fulla grein fyrir stærð verkefnisins. Ég kem til með að leggja allt sem ég á undir og fara af fullum krafti í þetta. Ég er líka með góða menn með mér - Gumma og Óskar Hrafn. Þar að auki er gott fólk í baklandinu í KR og hér leggjast allir á eitt í því að hér verði gott lið sem getur náð árangri.“ Hann segist ekki hafa staldrað við þegar hann fékk tilboð um að gerast þjálfari KR. „Þegar það kom í ljós að Rúnar ætlaði að hætta þá fannst mér bara einn maður koma til greina í starfið,“ sagði hann og játti því að þar ætti hann við sig sjálfan. Það gekk á ýmsu hjá Fram í sumar en liðið varð að sætta sig að lokum við fall. „Hjá Fram fékk ég fyrst og fremst reynslu af því að eiga við leikmannahóp og þjálfa lið. Það er reynsla sem maður þarf á að halda,“ segir hann og bætir við: „Annars tel ég að það sé ekki sanngjarnt að líkja því saman að þjálfa Fram annars vegar og KR hins vegar. En tíminn mun einn leiða í ljós hvað verður en ég trúi því að þetta muni ganga vel.“ Sem fyrr segir er ekki langt síðan að Bjarni spilaði sjálfur með mörgum þeirra leikmanna sem hann mun nú þjálfa. Hann óttast ekki að það muni valda einhverjum árekstrum. „Alls ekki. Nánast allir leikmenn KR eru mjög góðir leikmenn, hæfileikaríkir og með skýr markmið. Þeir eru í KR til að ná árangri og gera sér grein fyrir hvað þarf til þess. Titlarnir sem liðið hefur unnið síðustu fjögur árin sanna það.“ Hann á von á því að einhverjar breytingar verði á leikmannahópi KR. „Guðmundur Reynir [Gunnarsson] er hættur og Kjartan Henry [Finnbogason] fór út. Það er svo ekki útséð með það hvort að fleiri leikmenn fái tækifæri úti en ljóst er að einhverjar breytingar verða og við munum taka á því þegar við vitum meira.“ Bjarni segir að sér líði vel í vesturbænum - eins og að hann sé kominn heim. „Hér hefur mér alltaf liðið mjög vel og það er frábært að koma aftur. Ég er stoltur og ánægður.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Bjarni Guðjónsson ráðinn þjálfari KR Guðmundur Benediktsson aðstoðarþjálfari. Tvær hetjur snúa heim í Vesturbæinn. 28. október 2014 17:15 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Sjá meira
Bjarni Guðjónsson ráðinn þjálfari KR Guðmundur Benediktsson aðstoðarþjálfari. Tvær hetjur snúa heim í Vesturbæinn. 28. október 2014 17:15