Handbolti

Guðmundur pirraður þar sem hann fær lítið myndefni

Guðmundur vill geta legið yfir myndböndum.
Guðmundur vill geta legið yfir myndböndum. vísir/getty
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Danmerkur, er þekktur vinnuþjarkur sem vill vita allt um andstæðinga sína. Það vita Íslendingar vel.

Hans fyrsti alvöru leikur með Dani er gegn Litháum á morgun og okkar maður er pirraður yfir því hversu lítið myndefni hann hefur af væntanlegum andstæðingum.

„Ég hef aðeins getað greint einn leik með liðinu sem var gegn Rússum. Ég hef því ekki nógu góða mynd af liðinu og ég er ekki hrifinn af því. Við verðum því að vera einbeittir og klárir í leikinn," sagði Guðmundur við danska fjölmiðla. Litháar spiluðu 5/1 vörn í leiknum og við því er Guðmundur að búast.

Guðmundur hefur aldrei litið á neitt verkefni sem auðvelt. Hann ber alltaf virðingu fyrir andstæðingnum. Sama hver hann er. Mörgum hefur fundist hann tala slaka andstæðinga á stundum of mikið upp.

„Ég lærði mjög ungur að vanmeta aldrei andstæðinginn. Ég geri það heldur ekki núna og Litháen kann að spila handbolta. Það sést ekki oft í Evrópuboltanum í dag að það sé valtað yfir andstæðing. Þeir dagar eru á enda."


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×