Rolls Royce fjórfaldast á 10 árum Finnur Thorlacius skrifar 10. október 2014 11:45 Rolls Royce bílar. Fyrir um 10 árum síðan framleiddi breski bílaframleiðandinn Rolls Royce aðeins um 1.000 bíla á ári, en á næsta ári er gert ráð fyrir ríflega 4.000 bíla sölu. Í ár stefnir í 3.500 bíla sölu en með tilkomu nýrrar gerðar, Rolls Royce Wraith verður fjögur þúsund bíla markinu vafalaust náð á næsta ári. Í heimi bílaframleiðenda eru það ekki margir bílar sem Rolls Royce framleiðir og meira að segja bliknar framleiðsla Rolls Royce við hlið aðalkeppinautarins Bentley sem selur um 10.000 bíla á ári. Bílar fyrirtækjanna eru þó það dýrir að velta þeirra beggja er umtalsverð og hagnaðurinn ágætur. Hagnaður af rekstri Rolls Royce er það mikill að fyrirtækið þarf ekki lengur að seilast í vasa eigandi síns, BMW, til að fjármagna þróun á nýjum bílgerðum. Rolls Royce selur nú bílgerðirnar Phantom, Phantom Coupe, Ghost og Wraith og til stendur að bæta stórum lúxusjeppa í flóruna og stendur þróun þess bíls nú yfir. Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Erlent
Fyrir um 10 árum síðan framleiddi breski bílaframleiðandinn Rolls Royce aðeins um 1.000 bíla á ári, en á næsta ári er gert ráð fyrir ríflega 4.000 bíla sölu. Í ár stefnir í 3.500 bíla sölu en með tilkomu nýrrar gerðar, Rolls Royce Wraith verður fjögur þúsund bíla markinu vafalaust náð á næsta ári. Í heimi bílaframleiðenda eru það ekki margir bílar sem Rolls Royce framleiðir og meira að segja bliknar framleiðsla Rolls Royce við hlið aðalkeppinautarins Bentley sem selur um 10.000 bíla á ári. Bílar fyrirtækjanna eru þó það dýrir að velta þeirra beggja er umtalsverð og hagnaðurinn ágætur. Hagnaður af rekstri Rolls Royce er það mikill að fyrirtækið þarf ekki lengur að seilast í vasa eigandi síns, BMW, til að fjármagna þróun á nýjum bílgerðum. Rolls Royce selur nú bílgerðirnar Phantom, Phantom Coupe, Ghost og Wraith og til stendur að bæta stórum lúxusjeppa í flóruna og stendur þróun þess bíls nú yfir.
Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Erlent