„Uppskriftirnar eru misflóknar og er hver fyrir sig merkt með erfiðleikastuðli frá 1 og upp í 5. Bókinni er skipt upp í sjö kafla, einn fyrir hvern dag vikunnar. Þannig höfum við kjötlausa mánudaga, létta þriðjudaga, græna miðvikudaga, fimmtudagsfiskrétti, fjölskylduföstudaga, skemmtilega laugardaga og svo að lokum sunnudagssteik í lok vikunnar. Það er því auðvelt að nota bókina til að setja saman skemmtilegan matseðil fyrir vikuna - nú eða allan mánuðinn.“
Bókin er skreytt fallegum ljósmyndum af réttunum auk þess sem nánari skýringarmyndir birtast við suma réttina. Persónum Frozen bregður fyrir á hverri opnu og tengjast þannig hverjum rétti fyrir sig.
„Nú geta fjölskyldumeðlimir til dæmis eldað saman ofurmorgunverð Önnu, kjúklingavefjur vinanna í Arendell, heimalöguðu kjötbollurnar hans Ólafs, lambalæri Elsu og jarðaberja rísottó drottningarinnar.“

Frozen matreiðslubókina er hægt að fá í öllum helstu bókaverslunum landsins, þar með talið ýmsum stórmörkuðum. Einnig er hægt að kaupa hana í vefverslun útgefanda á edda.is.