Stony: „Netið er klikkað“ Stefán Árni Pálsson skrifar 11. október 2014 10:57 Stony ásamt Telmu Eir Aðalsteinsdóttur, verkefnastjóra Já og einum af skipuleggjendum ráðstefnunnar Sko. mynd/aðsend Á ráðstefnunni Sko, sem haldin var í Hörpu á fimmtudag, var sýnt nýtt heimildarmyndband þar sem Þorsteinn Sindri Baldvinsson, betur þekktur sem Stony, rekur hvernig netið skaut honum upp á stjörnuhimin á örskömmum tíma og kom honum í samband við alþjóðleg fyrirtæki og stórstjörnur. Um 400 manns sóttu ráðstefnuna sem fjallaði um markaðsmál á netinu og hvernig íslensk fyrirtæki geti nýtt netið betur í markaðsstarfi sínu. Það voru fyrirtækin Já og Góð samskipti sem stóðu að Sko. Stony var viðstaddur ráðstefnuna og hlaut dynjandi lófaklapp ráðstefnugesta eftir sýningu myndbandsins sem framkallaði gæsahúð margra viðstaddra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsvarsmönnum ráðstefnunnar. Í heimildarmyndbandinu segir Þorsteinn Sindri Baldvinsson frá því hvernig hann lærði að nota samfélagsmiðla á borð við Facebook, Twitter og YouTube, til að koma sér á framfæri. Hann deildi myndböndum af sér vera að tromma en sá fljótlega að hann yrði að gera eitthvað öðruvísi til þess að skera sig úr öðrum áþekkum myndböndum á netinu. Allt breyttist þegar hann gerði sína eigin útgáfu af þekktu lagi Macklemore, Can‘t Hold Us, þar sem hann notaði m.a. bílhurð, glös og örbylgjuofn til að búa til hljóðin og myndbandið sló í gegn. Stony lýsti því svo hvernig honum leið þegar hann fékk skilaboð nokkrum dögum síðar frá sjónvarpsmanninum Ryan Seacrest og var flogið út með dags fyrirvara á fund með forsvarsmönnum Pepsi í New York þar sem myndbandið hans var leikið upp á stórum skjá. Eins og allir vita lék Stony síðan í auglýsingu fyrir Pepsi með fremstu fótboltamönnum heims. Allt vegna myndbands sem hann gerði á tveimur klukkustundum heima á Akureyri. Stony lauk máli sínu á að segja að þetta sýndi einfaldlega hvað „netið er klikkað“. Þó að Stony hafi verið yngstur fyrirlesara á ráðstefnunni þá virtust menn á því að þessi orð ættu vel við og vitnuðu nokkrir fyrirlesaranna í orð Stony, um hvað netið væri nú einmitt dálítið klikkað. Aðrir sem tóku til máls á ráðstefnunni voru Pollyanna Vincent, stjórnandi hjá TripAdvisor, Arnt Eriksen, stofnandi Rethink, Sigríður Margrét Oddsdóttir, forstjóri Já, Andrés Jónsson almannatengill og Magnús Hafliðason, rekstrarstjóri Domino‘s í Noregi. Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Á ráðstefnunni Sko, sem haldin var í Hörpu á fimmtudag, var sýnt nýtt heimildarmyndband þar sem Þorsteinn Sindri Baldvinsson, betur þekktur sem Stony, rekur hvernig netið skaut honum upp á stjörnuhimin á örskömmum tíma og kom honum í samband við alþjóðleg fyrirtæki og stórstjörnur. Um 400 manns sóttu ráðstefnuna sem fjallaði um markaðsmál á netinu og hvernig íslensk fyrirtæki geti nýtt netið betur í markaðsstarfi sínu. Það voru fyrirtækin Já og Góð samskipti sem stóðu að Sko. Stony var viðstaddur ráðstefnuna og hlaut dynjandi lófaklapp ráðstefnugesta eftir sýningu myndbandsins sem framkallaði gæsahúð margra viðstaddra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsvarsmönnum ráðstefnunnar. Í heimildarmyndbandinu segir Þorsteinn Sindri Baldvinsson frá því hvernig hann lærði að nota samfélagsmiðla á borð við Facebook, Twitter og YouTube, til að koma sér á framfæri. Hann deildi myndböndum af sér vera að tromma en sá fljótlega að hann yrði að gera eitthvað öðruvísi til þess að skera sig úr öðrum áþekkum myndböndum á netinu. Allt breyttist þegar hann gerði sína eigin útgáfu af þekktu lagi Macklemore, Can‘t Hold Us, þar sem hann notaði m.a. bílhurð, glös og örbylgjuofn til að búa til hljóðin og myndbandið sló í gegn. Stony lýsti því svo hvernig honum leið þegar hann fékk skilaboð nokkrum dögum síðar frá sjónvarpsmanninum Ryan Seacrest og var flogið út með dags fyrirvara á fund með forsvarsmönnum Pepsi í New York þar sem myndbandið hans var leikið upp á stórum skjá. Eins og allir vita lék Stony síðan í auglýsingu fyrir Pepsi með fremstu fótboltamönnum heims. Allt vegna myndbands sem hann gerði á tveimur klukkustundum heima á Akureyri. Stony lauk máli sínu á að segja að þetta sýndi einfaldlega hvað „netið er klikkað“. Þó að Stony hafi verið yngstur fyrirlesara á ráðstefnunni þá virtust menn á því að þessi orð ættu vel við og vitnuðu nokkrir fyrirlesaranna í orð Stony, um hvað netið væri nú einmitt dálítið klikkað. Aðrir sem tóku til máls á ráðstefnunni voru Pollyanna Vincent, stjórnandi hjá TripAdvisor, Arnt Eriksen, stofnandi Rethink, Sigríður Margrét Oddsdóttir, forstjóri Já, Andrés Jónsson almannatengill og Magnús Hafliðason, rekstrarstjóri Domino‘s í Noregi.
Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira