Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - HK 34-22 | Eyjamenn völtuðu yfir HK-inga Guðmundur Tómas Sigfússon í Eyjum skrifar 13. október 2014 09:12 Theodór Sigurbjörnsson og Andri Heimir Friðriksson, leikmenn ÍBV, fagna marki. Vísir/Andri Marinó Eyjamenn unnu HK-inga auðveldlega 34-22 í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja í kvöld. HK-ingar sáu aldrei til sólar og voru yfirleitt nokkrum skrefum á eftir ÍBV. Eyjamenn eru enn að spila án Sindra Haraldssonar, en hann var aðstoðarþjálfari liðsins í dag. Magnús Stefánsson spilaði í hjarta varnarinnar í staðinn fyrir Sindra og gekk það mjög vel. Í upphafi leiks hreinlega keyrðu heimamenn yfir HK-inga. Sjö af fyrstu átta mörkunum voru Eyjamanna. HK-ingar áttuðu sig síðan á því að þeir þyrftu að gera eitthvað ef ekki ætti að fara illa. Liðin skiptust þá á að skora mörkin og komst ákveðið jafnvægi á leikinn eftir það. Theodór Sigurbjörnsson var eins og vanalega í banastuði en hann skoraði fjögur mörk í fyrri hálfleiknum. Eyjamenn tóku annað góðan kafla undir lok fyrri hálfleiksins og leiddu með níu mörkum í hálfleik, 17-8. Í fyrri hálfleiknum spiluðu HK-ingar mjög slaka vörn og þurftu oft að hlusta á Lárus Helga Ólafsson í markinu, láta þá heyra það. Lárus varði alls sautján skot í leiknum og mörg hver úr algjörum dauðafærum. Oft þegar lið leiða með miklum mun í fyrri hálleik gefa liðin eftir í þeim síðari, það gerðist alls ekki í þessum leik. Eyjamenn vildu ekki hvíla byrjunarliðsmenn of mikið en leyfðu þó nokkrum varamönnum að spreyta sig. Þorgrímur Smári Ólafsson, fyrrum skytta Valsmanna, byrjaði leikinn illa fyrir HK-inga en sótti í sig veðrið þegar leið á leikinn. Hann skoraði þrjú mörk í röð um miðbik síðari hálfleiksins, þá var komið að kafla Andra Þórs Helgasonar. Andri skoraði sex af seinustu níu mörkum HK-inga en hann fékk ekki að byrja leikinn. Varnir liðanna voru gjörsamlega ekki til staðar í síðari hálfleik og sigldu Eyjamenn því þægilegum sigri í höfn en lokatölur eins og áður segir 34-22.Gunnar Magnússon: Viljum bæta okkur á milli leikja „Við mættum klárir í leikinn, við vorum klárir og gáfum tóninn strax í vörninni. Vörnin var fín og markvarslan mjög góð, sóknarlega tóku allir ábyrgð og mörkin dreifðust vel á alla,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Eyjamanna, eftir tólf marka sigur þeirra á HK-ingum. Eyjamenn hafa nú unnið þrjá leiki í röð eftir mjög slaka byrjun. „Við erum að reyna að bæta okkur milli leikja og í hverri viku. Það er hluti af pakkanum að vera betri í hverri viku og verða góðir í vor þegar að úrslitakeppnin kemur. Ég vona að það sé að virka.“ „Þeir eru orðnir árinu eldri, fengu smjörþefinn í fyrra. Það sýndi sig núna og hefur sýnt sig í síðustu leikjum að þessir strákar geta komið inn á og skilað sínu, það er bara frábært. Sumir af þessum strákum voru uppi í stúku í fyrra í stuðningsmannasveitinni og eru núna komnir á gólfið og farnir að standa sig,“ sagði Gunnar Magnússon um ungu leikmennina í liði Eyjamanna.Bjarki Sigurðsson: Skildum allt eftir heima „Mér fannst við hafa skilið allt eftir heima og held ég að það sé aðalmálið. Ég hélt að menn hefðu lært af reynslunni í síðasta leik en það var ekki í dag,“ sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari HK-inga, eftir fullstórt tap í Vestmannaeyjum. „Ég veit ekki hversu mörg hraðaupphlaup ÍBV fá, þau eru vel á annan tuginn. Varnarlega vorum við svosem ekki slæmir en sóknin er fyrst og fremst að fella okkur. Við vorum búnir að fara vel yfir vörn ÍBV og gera ákveðið plan með, menn brutu sig út úr því plani.“ „Það er enginn sáttur með tvö stig, ég hefði viljað hafa 4-6 stig út úr þessum sex leikjum,“ sagði Bjarki Sigurðsson að lokum en hann segist alls ekki sáttur með byrjun sinna manna og segir þá hafa langa og stranga vinnu framundan. Olís-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira
Eyjamenn unnu HK-inga auðveldlega 34-22 í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja í kvöld. HK-ingar sáu aldrei til sólar og voru yfirleitt nokkrum skrefum á eftir ÍBV. Eyjamenn eru enn að spila án Sindra Haraldssonar, en hann var aðstoðarþjálfari liðsins í dag. Magnús Stefánsson spilaði í hjarta varnarinnar í staðinn fyrir Sindra og gekk það mjög vel. Í upphafi leiks hreinlega keyrðu heimamenn yfir HK-inga. Sjö af fyrstu átta mörkunum voru Eyjamanna. HK-ingar áttuðu sig síðan á því að þeir þyrftu að gera eitthvað ef ekki ætti að fara illa. Liðin skiptust þá á að skora mörkin og komst ákveðið jafnvægi á leikinn eftir það. Theodór Sigurbjörnsson var eins og vanalega í banastuði en hann skoraði fjögur mörk í fyrri hálfleiknum. Eyjamenn tóku annað góðan kafla undir lok fyrri hálfleiksins og leiddu með níu mörkum í hálfleik, 17-8. Í fyrri hálfleiknum spiluðu HK-ingar mjög slaka vörn og þurftu oft að hlusta á Lárus Helga Ólafsson í markinu, láta þá heyra það. Lárus varði alls sautján skot í leiknum og mörg hver úr algjörum dauðafærum. Oft þegar lið leiða með miklum mun í fyrri hálleik gefa liðin eftir í þeim síðari, það gerðist alls ekki í þessum leik. Eyjamenn vildu ekki hvíla byrjunarliðsmenn of mikið en leyfðu þó nokkrum varamönnum að spreyta sig. Þorgrímur Smári Ólafsson, fyrrum skytta Valsmanna, byrjaði leikinn illa fyrir HK-inga en sótti í sig veðrið þegar leið á leikinn. Hann skoraði þrjú mörk í röð um miðbik síðari hálfleiksins, þá var komið að kafla Andra Þórs Helgasonar. Andri skoraði sex af seinustu níu mörkum HK-inga en hann fékk ekki að byrja leikinn. Varnir liðanna voru gjörsamlega ekki til staðar í síðari hálfleik og sigldu Eyjamenn því þægilegum sigri í höfn en lokatölur eins og áður segir 34-22.Gunnar Magnússon: Viljum bæta okkur á milli leikja „Við mættum klárir í leikinn, við vorum klárir og gáfum tóninn strax í vörninni. Vörnin var fín og markvarslan mjög góð, sóknarlega tóku allir ábyrgð og mörkin dreifðust vel á alla,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Eyjamanna, eftir tólf marka sigur þeirra á HK-ingum. Eyjamenn hafa nú unnið þrjá leiki í röð eftir mjög slaka byrjun. „Við erum að reyna að bæta okkur milli leikja og í hverri viku. Það er hluti af pakkanum að vera betri í hverri viku og verða góðir í vor þegar að úrslitakeppnin kemur. Ég vona að það sé að virka.“ „Þeir eru orðnir árinu eldri, fengu smjörþefinn í fyrra. Það sýndi sig núna og hefur sýnt sig í síðustu leikjum að þessir strákar geta komið inn á og skilað sínu, það er bara frábært. Sumir af þessum strákum voru uppi í stúku í fyrra í stuðningsmannasveitinni og eru núna komnir á gólfið og farnir að standa sig,“ sagði Gunnar Magnússon um ungu leikmennina í liði Eyjamanna.Bjarki Sigurðsson: Skildum allt eftir heima „Mér fannst við hafa skilið allt eftir heima og held ég að það sé aðalmálið. Ég hélt að menn hefðu lært af reynslunni í síðasta leik en það var ekki í dag,“ sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari HK-inga, eftir fullstórt tap í Vestmannaeyjum. „Ég veit ekki hversu mörg hraðaupphlaup ÍBV fá, þau eru vel á annan tuginn. Varnarlega vorum við svosem ekki slæmir en sóknin er fyrst og fremst að fella okkur. Við vorum búnir að fara vel yfir vörn ÍBV og gera ákveðið plan með, menn brutu sig út úr því plani.“ „Það er enginn sáttur með tvö stig, ég hefði viljað hafa 4-6 stig út úr þessum sex leikjum,“ sagði Bjarki Sigurðsson að lokum en hann segist alls ekki sáttur með byrjun sinna manna og segir þá hafa langa og stranga vinnu framundan.
Olís-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira