Ford ætlar að selja 9,4 milljónir bíla árið 2020 Finnur Thorlacius skrifar 13. október 2014 09:52 Ford F-150 mun eiga stóran hluta af sölu Ford bíla. Markmið Ford um sölu bíla á næstu árum er metnaðarfull, en Ford ætlar að auka sölu sína um 52% til ársins 2020. Ef það gengur eftir mun Ford selja 9,4 milljónir bíla árið 2020. Mest aukningin á að koma frá Kína og öðrum löndum Asíu. Ford áætlar að selja 3,5 milljónir bíla í Bandaríkjunum árið 2020, en salan í fyrra var 2,9 milljónir bíla. Yrði það aukning um 21%. Hagnaður af rekstri Ford í Bandaríkjunum verður minni í ár en til stóð. Tíðar afturkallanir bíla Ford hefur, líkt og öðrum bílaframleiðendum, reynst afar dýr.Áfram tap í Evrópu Tap verður á rekstri Ford í Evrópu í ár líkt og undanfarin ár og einnig er spáð tapi á næsta ári þó það eigi að minnka. Sama á við rekstur Ford í S-Ameríku og er tapið þar 9 sinnum meira en spáð var í upphafi árs. Þá er einnig tap á sölu í Rússlandi, en fáum bílaframleiðendum tekst að kreista fram hagnað þar í ár. Góð sala bíla í Kína og öðrum Asíulöndum og mikil framlegð af sölu þar, að viðbættum þokkalegum hagnaði í Bandaríkjunum gera það þó að verkum að hagnaður verður af rekstri Ford á árinu. Búist er við því að hann nemi um 6 milljörðum bandaríkjadala, eða um 720 milljarðar króna.Meira ál og fleiri Lincoln bílar Á næsta ári spáir Ford 8,5-9,5 milljarða dala hagnaði. Ford ætlar að auka mjög notkun áls í smíði bíla sinna, en ný kynslóð Ford F-150 pallbílsins er nú framleiddur að mestu úr áli. Það sama verður gert með Super Duty pallbíla Ford sem eru stærri en F-150. Ford ætlar einnig að fjölga bílgerðum Lincoln um að minnsta kosti tvo bíla og fylgja eftir góðri sölu Lincoln í Kína. Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent
Markmið Ford um sölu bíla á næstu árum er metnaðarfull, en Ford ætlar að auka sölu sína um 52% til ársins 2020. Ef það gengur eftir mun Ford selja 9,4 milljónir bíla árið 2020. Mest aukningin á að koma frá Kína og öðrum löndum Asíu. Ford áætlar að selja 3,5 milljónir bíla í Bandaríkjunum árið 2020, en salan í fyrra var 2,9 milljónir bíla. Yrði það aukning um 21%. Hagnaður af rekstri Ford í Bandaríkjunum verður minni í ár en til stóð. Tíðar afturkallanir bíla Ford hefur, líkt og öðrum bílaframleiðendum, reynst afar dýr.Áfram tap í Evrópu Tap verður á rekstri Ford í Evrópu í ár líkt og undanfarin ár og einnig er spáð tapi á næsta ári þó það eigi að minnka. Sama á við rekstur Ford í S-Ameríku og er tapið þar 9 sinnum meira en spáð var í upphafi árs. Þá er einnig tap á sölu í Rússlandi, en fáum bílaframleiðendum tekst að kreista fram hagnað þar í ár. Góð sala bíla í Kína og öðrum Asíulöndum og mikil framlegð af sölu þar, að viðbættum þokkalegum hagnaði í Bandaríkjunum gera það þó að verkum að hagnaður verður af rekstri Ford á árinu. Búist er við því að hann nemi um 6 milljörðum bandaríkjadala, eða um 720 milljarðar króna.Meira ál og fleiri Lincoln bílar Á næsta ári spáir Ford 8,5-9,5 milljarða dala hagnaði. Ford ætlar að auka mjög notkun áls í smíði bíla sinna, en ný kynslóð Ford F-150 pallbílsins er nú framleiddur að mestu úr áli. Það sama verður gert með Super Duty pallbíla Ford sem eru stærri en F-150. Ford ætlar einnig að fjölga bílgerðum Lincoln um að minnsta kosti tvo bíla og fylgja eftir góðri sölu Lincoln í Kína.
Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent