Fótbolti

Huntelaar á bekknum í kvöld | Afellay tæpur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hiddink og Afellay labba inn á Laugardalsvöll í gær.
Hiddink og Afellay labba inn á Laugardalsvöll í gær. Vísir/Getty
Hollenskir fjölmiðlar telja líklegt að byrjunarlið Hollands gegn Íslandi í kvöld verði eins skipað og í leik liðsins gegn Kasakstan á föstudagskvöld.

Eina spurningamerkið er hvort að Ibrahim Afellay geti spilað í kvöld en hann er tæpur fyrir leikinn eftir að hafa meiðst í sigrinum á Kasakstan.

Reiknað er með því að Guus Hiddink, þjálfari Hollands, stilli upp fjögurra manna varnarlínu og með Nigel De Jong sem varnarsinnaðan miðjumann.

Wesley Sneijder og Afellay verði svo á miðjunni og þeir Arjen Robben og Jeremain Lens, leikmaður Dynamo Kiev, á köntunum. Robbin van Persie verður svo fremsti maður.

Það þýðir að Klaas-Jan Huntelaar verði áfram á bekknum en hann kom inn á sem varamaður gegn Kasakstan og skoraði fyrsta mark Hollands í 3-1 sigri en þeir hollensku lentu óvænt undir í leiknum.

Ef Afellay spilar ekki í kvöld vegna meiðsla er talið að annað hvort Davy Klaassen eða Leroy Fer taki stöðu hans á miðjunni.

Líklegt byrjunarlið Hollands: Cillessen, Van der Wiel, De Vrij, Martins Indi, Blind, De jong, Afellay, Sneijder, Robben, Lens, Van Persie.

Leikurinn hefst klukkan 18.45 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×