Handbolti

Guðmundur búinn að velja hópinn fyrir leikina gegn Litháen og Bosníu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hans Lindberg er á sínum stað í danska hópnum.
Hans Lindberg er á sínum stað í danska hópnum. Vísir/AFP
Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins í handbolta, er búinn að velja hópinn fyrir leikina gegn Litháen og Bosníu í undankeppni EM 2016.

Nítján leikmenn eru í hópnum en Guðmundur mun fækka um þrjá fyrir fyrri leikinn gegn Litháum í Brøndbyhallen 30. október.

Athygli vekur að Guðmundur velur hinn 39 ára gamla varnarmann Kasper Nielsen í hópinn, en hann gekk nýverið í raðir Füchse Berlin.

Leikstjórnandinn Morten Olsen, samherji Arnórs Atlasonar hjá St Raphael í Frakklandi, er einnig í hópnum sem og Michael Damgaard, markahæsti leikmaður Team Tvis Holstebro á tímabilinu.

Fjórtán leikmenn sem eru í hópnum hjá Guðmundi voru með á EM í Danmörku í byrjun árs.

Hópurinn er þannig skipaður:

Markverðir:

Niklas Landin, Rhein-Neckar Löwen

Jannick Green, SC Magdeburg

Hornamenn:

Lasse Svan Hansen, SG Flensburg-Handewitt

Hans Lindberg, HSV Hamburg

Casper U. Mortensen, SønderjyskE

Anders Eggert, SG Flensburg-Handewitt

Línumenn:

Rene Toft Hansen, THW Kiel

Henrik Toft Hansen, HSV Hamburg

Jesper Nøddesbo, FC Barcelona

Leikstjórnendur:

Bo Spellerberg, KIF Kolding København

Mads Mensah Larsen, Rhein-Neckar Löwen

Morten Olsen, St. Raphael Var

Skyttur:

Mikkel Hansen, PSG Handball Paris

Nikolaj Markussen, Skjern Håndbold

Michael Damgaard, Team Tvis Holstebro

Henrik Møllgaard, Skjern Håndbold

Mads Christiansen, Bjerringbro-Silkeborg

Kasper Søndergaard, Skjern Håndbold

Varnarmaður:

Kasper Nielsen, Füchse Berlin




Fleiri fréttir

Sjá meira


×