Af hverju ekki neitt? Stjórnarmaðurinn skrifar 15. október 2014 10:00 Í síðustu viku voru liðin sex ár frá því að Geir Haarde bað Guð að blessa Ísland. Óhætt er að segja að á þeim sex árum sem síðan komu hafi ýmislegt gerst. Ríkisstjórnir hafa komið og farið, Ísland er land í höftum og iPadar og snjallúr eru nú, eða verða brátt, í almenningseign. Breytingar eru þó ekki örar á öllum sviðum, en erlent eignasafn gamla Kaupþings hefur breyst hægar en menn hefðu ef til vill spáð á haustdögum 2008. Ef eignir félagsins í Bretlandi eru skoðaðar er erfitt að draga aðra ályktun en að setja megi slitastjórnina í hóp langtímafjárfesta. Það verður að teljast nokkuð kyndugt í tilviki banka í slitameðferð, þar sem markmiðið ætti að vera að hámarka eignir búsins og ljúka skiptum á tilhlýðilegum tíma. Nokkuð erfitt er að nálgast heildstæðar upplýsingar um eignir gamla Kaupþings. Stjórnarmaðurinn getur þó talið eftir minni; tískuverslanakeðjurnar Karen Millen, Coast, Oasis og Warehouse, Asquith-leikskólana, tapaskeðjuna La Tasca, Stonegate-pöbbakeðjuna og Stanhope-fasteignafélagið. Allar þessar eignir og fleiri hafa verið a.m.k. að hluta í eigu gamla Kaupþings frá hruni. Stjórnarmanninn rekur ekki minni til þess að Kaupþing hafi selt margar eignir sem telja má verulegar, frá sölunni á All Saints vorið 2011. Vera kann að smærri einingum hafi verið komið í verð síðan, og vissulega var bankinn neyddur til að losa sig við danska FIH-bankann. Að öðru leyti hefur verið nokkuð tíðindalaust úr herbúðum gamla Kaupþings. Nokkuð aðra sögu er að segja af hinum stóru bönkunum tveimur. Þannig hafa þeir í samfloti selt tvær af sínum verðmætustu eignum – matvælakeðjuna Iceland og House of Fraser-verslanirnar. Erfitt er að staðhæfa af hverju þessi sölutregða Kaupþings stafar. Ljóst er að það er ekki vegna áhugaleysis á þeim eignum sem að ofan eru taldar, en stjórnarmaðurinn þekkir til a.m.k. nokkurra tilvika þar sem viljugir kaupendur hafa verið fyrir hendi. Við þetta má bæta þeirri staðreynd að ytri aðstæður eru nú hagstæðar í bresku hagkerfi, og virðast ætla að vera áfram. Í kringum skipti á íslensku bönkunum hefur orðið til einhvers konar iðnaður sem margir sækja lífsviðurværi sitt í. Sala á þessum erlendu eignum myndi þýða að margir þessara aðila, bæði innlendir og erlendir, töpuðu tilgangi sínum. Er það nema von að tregða sé innbyggð í störf manna sem að endingu hafa það að markmiði að gera sjálfa sig óþarfa?Tweets by @stjornarmadur Stjórnarmaðurinn Tengdar fréttir Banabiti bóksölu? Fjárlagafrumvarpið hefur verið í umræðunni nýverið, og sitt sýnist hverjum. Helstu neikvæðniraddirnar snúa að hækkun lægra þreps virðisaukaskatts úr 7% í 12%. Bændasamtökin, VR og ASÍ voru meðal þeirra sem vöruðu við áhrifum hækkana á matvöru. Þau rök hafa að mestu verið hrakin og verða því ekki gerð að umræðuefni hér. Hækkun lægra þrepsins hefur þó ekki aðeins áhrif á matvöru, heldur einnig á t.d. bóksölu. 8. október 2014 08:59 Vondir útlendingar Forvitnilegt hefur verið að fylgjast með útboðsferli Isavia í tengslum við verslunarrými á Keflavíkurflugvelli. Kaffitár er eitt þeirra fyrirtækja sem hafa verið með aðstöðu í Leifsstöð, og raunar er það fastur liður hjá stjórnarmanninum að stoppa í einn tvöfaldan áður en hann fer í morgunflug. 1. október 2014 15:00 Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Sjá meira
Í síðustu viku voru liðin sex ár frá því að Geir Haarde bað Guð að blessa Ísland. Óhætt er að segja að á þeim sex árum sem síðan komu hafi ýmislegt gerst. Ríkisstjórnir hafa komið og farið, Ísland er land í höftum og iPadar og snjallúr eru nú, eða verða brátt, í almenningseign. Breytingar eru þó ekki örar á öllum sviðum, en erlent eignasafn gamla Kaupþings hefur breyst hægar en menn hefðu ef til vill spáð á haustdögum 2008. Ef eignir félagsins í Bretlandi eru skoðaðar er erfitt að draga aðra ályktun en að setja megi slitastjórnina í hóp langtímafjárfesta. Það verður að teljast nokkuð kyndugt í tilviki banka í slitameðferð, þar sem markmiðið ætti að vera að hámarka eignir búsins og ljúka skiptum á tilhlýðilegum tíma. Nokkuð erfitt er að nálgast heildstæðar upplýsingar um eignir gamla Kaupþings. Stjórnarmaðurinn getur þó talið eftir minni; tískuverslanakeðjurnar Karen Millen, Coast, Oasis og Warehouse, Asquith-leikskólana, tapaskeðjuna La Tasca, Stonegate-pöbbakeðjuna og Stanhope-fasteignafélagið. Allar þessar eignir og fleiri hafa verið a.m.k. að hluta í eigu gamla Kaupþings frá hruni. Stjórnarmanninn rekur ekki minni til þess að Kaupþing hafi selt margar eignir sem telja má verulegar, frá sölunni á All Saints vorið 2011. Vera kann að smærri einingum hafi verið komið í verð síðan, og vissulega var bankinn neyddur til að losa sig við danska FIH-bankann. Að öðru leyti hefur verið nokkuð tíðindalaust úr herbúðum gamla Kaupþings. Nokkuð aðra sögu er að segja af hinum stóru bönkunum tveimur. Þannig hafa þeir í samfloti selt tvær af sínum verðmætustu eignum – matvælakeðjuna Iceland og House of Fraser-verslanirnar. Erfitt er að staðhæfa af hverju þessi sölutregða Kaupþings stafar. Ljóst er að það er ekki vegna áhugaleysis á þeim eignum sem að ofan eru taldar, en stjórnarmaðurinn þekkir til a.m.k. nokkurra tilvika þar sem viljugir kaupendur hafa verið fyrir hendi. Við þetta má bæta þeirri staðreynd að ytri aðstæður eru nú hagstæðar í bresku hagkerfi, og virðast ætla að vera áfram. Í kringum skipti á íslensku bönkunum hefur orðið til einhvers konar iðnaður sem margir sækja lífsviðurværi sitt í. Sala á þessum erlendu eignum myndi þýða að margir þessara aðila, bæði innlendir og erlendir, töpuðu tilgangi sínum. Er það nema von að tregða sé innbyggð í störf manna sem að endingu hafa það að markmiði að gera sjálfa sig óþarfa?Tweets by @stjornarmadur
Stjórnarmaðurinn Tengdar fréttir Banabiti bóksölu? Fjárlagafrumvarpið hefur verið í umræðunni nýverið, og sitt sýnist hverjum. Helstu neikvæðniraddirnar snúa að hækkun lægra þreps virðisaukaskatts úr 7% í 12%. Bændasamtökin, VR og ASÍ voru meðal þeirra sem vöruðu við áhrifum hækkana á matvöru. Þau rök hafa að mestu verið hrakin og verða því ekki gerð að umræðuefni hér. Hækkun lægra þrepsins hefur þó ekki aðeins áhrif á matvöru, heldur einnig á t.d. bóksölu. 8. október 2014 08:59 Vondir útlendingar Forvitnilegt hefur verið að fylgjast með útboðsferli Isavia í tengslum við verslunarrými á Keflavíkurflugvelli. Kaffitár er eitt þeirra fyrirtækja sem hafa verið með aðstöðu í Leifsstöð, og raunar er það fastur liður hjá stjórnarmanninum að stoppa í einn tvöfaldan áður en hann fer í morgunflug. 1. október 2014 15:00 Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Sjá meira
Banabiti bóksölu? Fjárlagafrumvarpið hefur verið í umræðunni nýverið, og sitt sýnist hverjum. Helstu neikvæðniraddirnar snúa að hækkun lægra þreps virðisaukaskatts úr 7% í 12%. Bændasamtökin, VR og ASÍ voru meðal þeirra sem vöruðu við áhrifum hækkana á matvöru. Þau rök hafa að mestu verið hrakin og verða því ekki gerð að umræðuefni hér. Hækkun lægra þrepsins hefur þó ekki aðeins áhrif á matvöru, heldur einnig á t.d. bóksölu. 8. október 2014 08:59
Vondir útlendingar Forvitnilegt hefur verið að fylgjast með útboðsferli Isavia í tengslum við verslunarrými á Keflavíkurflugvelli. Kaffitár er eitt þeirra fyrirtækja sem hafa verið með aðstöðu í Leifsstöð, og raunar er það fastur liður hjá stjórnarmanninum að stoppa í einn tvöfaldan áður en hann fer í morgunflug. 1. október 2014 15:00