Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram - Afturelding 22-27 | Afturelding enn með fullt hús stiga Guðmundur Marinó Ingvarsson í Safamýrinni skrifar 2. október 2014 15:29 Vísir/Andir Marinó Afturelding lagði Fram 27-22 í Olísdeild karla í handbolta í kvöld í Safamýrinni. Afturelding var yfir allan leikinn en staðan í hálfleik var 13-12. Afturelding kom til leiks með mikið sjálfstraust og það var augljóst á leik liðsins í upphafi leiks. Liðið varðist fimlega og áður en heimamenn vissu sitt rjúkandi ráð var Afturelding búin að skora sex af sjö fyrstu mörkum leiksins. Heimamenn voru þó ekki mættir til leiks til að láta fara illa með sig og með mikilli baráttu náði liðið hægt en örugglega að vinna sig inn í leikinn en liðið náði þó aldrei að jafna fyrir leikhlé en staðan í hálfleik var 13-12 gestunum úr Mosfellsbæ í vil. Afturelding náði aftur að auka forskot sitt í upphafi seinni hálfleiks og lagði í raun grunninn að sigrinum því Fram náði einu sinni að minnka muninn í tvö mörk áður en Afturelding jók aftur forskotið. Það er mikil gleði í leik Aftureldingar og sóknarleiknum stýrt af mikilli röggsemi af leikstjórnandanum unga Elvari Ásgeirssyni. Vörn Aftureldingar er mjög sterk og skipti engu hvort Davíð Svansson eða Pálmar Pétursson var í markinu. Markvarslan var góð. Fram sýndi á köflum það sem býr í liðinu en í kvöld var andstæðingurinn einfaldlega of sterkur. Fram náði aldrei að jafna leikinn og átti liðið í raun minni og minni möguleika er leið á leikinn. Afturelding er á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir fjóra leiki en Fram er í neðri hlutanum með 2 stig. Elvar: Vitum að við getum unnið alla„Þegar þetta gengur svona vel er ekki ástæða til annars en að vera sáttur með sig,“ sagði sigurreifur Elvar Ásgeirsson leikstjórnandi Aftureldingar. „Við höfum unnið að því að leika með ákveðni og geðveiki og ef við höfum það með okkur þá erum við mjög sterkir. „Við vitum alveg að maður vinnur ekkert stórt hér í Safamýrinni. Þeir eru ólseigir. Við vissum að það kæmu góðir kaflar og slæmir kaflar en við kláruðum þetta í lokin eins og við ætluðum að gera. „Við leggjum upp með baráttu, gleði og sigurvilja. Það er miklu skemmtilegra að gera þetta svona,“ sagði Elvar sem lætur sér hvergi bregða þó liðið sé eitt með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir. „Við settum okkur ekki nein markmið í rauninni. Við vitum að við getum unnið alla og við vitum að við getum líka tapað fyrir öllum ef við eigum ekki okkar leik. Við mætum alltaf til leiks til að vinna og höfum átt fjóra góða leiki.“ Kristófer: Þeir voru númeri of stórir í kvöld„Þeir eru virkilega erfiðir að eiga við og eru með mjög gott lið eins og við vissum en við erum aftur að lenda í því sama. Við erum að vinna upp forskot en virðumst ekki ná að halda því eða byggja ofan á,“ sagði Kristófer Fannar Guðmundsson markvörður Fram. „Við erum auðvitað ánægðir með vinnuframlagið og gefumst aldrei upp en þeir voru númeri of stórir fyrir okkur í kvöld. „Mér finnst þetta vera fyrstu fimm mínúturnar í fyrri hálfleik og aftur í seinni hálfleik þar sem við missum þetta niður. Það er erfitt að eiga við þetta þegar við erum alltaf að elta. „Við getum verið sáttir við heildina. Við erum að spila ágætlega og þegar við erum að elta þá náum við að minnka muninn en það er hundleiðinlegt að tapa,“ sagði Kristófer sem segir muninn á liðunum í lokin ekki gefa rétta mynd af leiknum. „Þetta er búið gerast í síðustu tveimur leikjum hjá okkur þar sem síðustu fimm til tíu mínúturnar séu bara hraðaupphlaup, hraðaupphlaup, hraðaupphlaup, aftur og aftur. Þá er munurinn ekki í samræmi við það hvernig leikurinn spilaðist. „Auðvitað viljum við vinna alla leiki en fyrir mót hefðum við kannski sætt okkur við tvö stig eftir fyrstu leikina. Þetta hafa allt verið hörkulið. Afturelding er búið að sýna og sanna að það er topplið og þeir verða þarna í toppbaráttunni í vetur. Við verðum að rífa okkur upp fyrir mánudaginn á móti HK úti,“ sagði Kristófer. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - ÍR 24-28 | Fyrsta tap FH ÍR-ingar eru komnir með sjö stig í Olís-deild karla í handbolta eftir góðan fjögurra marka sigur á FH í Kaplakrika. Lokatölur 24-28. 2. október 2014 15:09 Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - Valur 27-30 | Geir og Guðmundur öflugir Frændurnir og Akureyringarnir Geir Guðmundsson og Guðmundur Hólmar Helgason voru öflugir í sigri Vals á Akureyri í kvöld. 2. október 2014 15:19 Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira
Afturelding lagði Fram 27-22 í Olísdeild karla í handbolta í kvöld í Safamýrinni. Afturelding var yfir allan leikinn en staðan í hálfleik var 13-12. Afturelding kom til leiks með mikið sjálfstraust og það var augljóst á leik liðsins í upphafi leiks. Liðið varðist fimlega og áður en heimamenn vissu sitt rjúkandi ráð var Afturelding búin að skora sex af sjö fyrstu mörkum leiksins. Heimamenn voru þó ekki mættir til leiks til að láta fara illa með sig og með mikilli baráttu náði liðið hægt en örugglega að vinna sig inn í leikinn en liðið náði þó aldrei að jafna fyrir leikhlé en staðan í hálfleik var 13-12 gestunum úr Mosfellsbæ í vil. Afturelding náði aftur að auka forskot sitt í upphafi seinni hálfleiks og lagði í raun grunninn að sigrinum því Fram náði einu sinni að minnka muninn í tvö mörk áður en Afturelding jók aftur forskotið. Það er mikil gleði í leik Aftureldingar og sóknarleiknum stýrt af mikilli röggsemi af leikstjórnandanum unga Elvari Ásgeirssyni. Vörn Aftureldingar er mjög sterk og skipti engu hvort Davíð Svansson eða Pálmar Pétursson var í markinu. Markvarslan var góð. Fram sýndi á köflum það sem býr í liðinu en í kvöld var andstæðingurinn einfaldlega of sterkur. Fram náði aldrei að jafna leikinn og átti liðið í raun minni og minni möguleika er leið á leikinn. Afturelding er á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir fjóra leiki en Fram er í neðri hlutanum með 2 stig. Elvar: Vitum að við getum unnið alla„Þegar þetta gengur svona vel er ekki ástæða til annars en að vera sáttur með sig,“ sagði sigurreifur Elvar Ásgeirsson leikstjórnandi Aftureldingar. „Við höfum unnið að því að leika með ákveðni og geðveiki og ef við höfum það með okkur þá erum við mjög sterkir. „Við vitum alveg að maður vinnur ekkert stórt hér í Safamýrinni. Þeir eru ólseigir. Við vissum að það kæmu góðir kaflar og slæmir kaflar en við kláruðum þetta í lokin eins og við ætluðum að gera. „Við leggjum upp með baráttu, gleði og sigurvilja. Það er miklu skemmtilegra að gera þetta svona,“ sagði Elvar sem lætur sér hvergi bregða þó liðið sé eitt með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir. „Við settum okkur ekki nein markmið í rauninni. Við vitum að við getum unnið alla og við vitum að við getum líka tapað fyrir öllum ef við eigum ekki okkar leik. Við mætum alltaf til leiks til að vinna og höfum átt fjóra góða leiki.“ Kristófer: Þeir voru númeri of stórir í kvöld„Þeir eru virkilega erfiðir að eiga við og eru með mjög gott lið eins og við vissum en við erum aftur að lenda í því sama. Við erum að vinna upp forskot en virðumst ekki ná að halda því eða byggja ofan á,“ sagði Kristófer Fannar Guðmundsson markvörður Fram. „Við erum auðvitað ánægðir með vinnuframlagið og gefumst aldrei upp en þeir voru númeri of stórir fyrir okkur í kvöld. „Mér finnst þetta vera fyrstu fimm mínúturnar í fyrri hálfleik og aftur í seinni hálfleik þar sem við missum þetta niður. Það er erfitt að eiga við þetta þegar við erum alltaf að elta. „Við getum verið sáttir við heildina. Við erum að spila ágætlega og þegar við erum að elta þá náum við að minnka muninn en það er hundleiðinlegt að tapa,“ sagði Kristófer sem segir muninn á liðunum í lokin ekki gefa rétta mynd af leiknum. „Þetta er búið gerast í síðustu tveimur leikjum hjá okkur þar sem síðustu fimm til tíu mínúturnar séu bara hraðaupphlaup, hraðaupphlaup, hraðaupphlaup, aftur og aftur. Þá er munurinn ekki í samræmi við það hvernig leikurinn spilaðist. „Auðvitað viljum við vinna alla leiki en fyrir mót hefðum við kannski sætt okkur við tvö stig eftir fyrstu leikina. Þetta hafa allt verið hörkulið. Afturelding er búið að sýna og sanna að það er topplið og þeir verða þarna í toppbaráttunni í vetur. Við verðum að rífa okkur upp fyrir mánudaginn á móti HK úti,“ sagði Kristófer.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - ÍR 24-28 | Fyrsta tap FH ÍR-ingar eru komnir með sjö stig í Olís-deild karla í handbolta eftir góðan fjögurra marka sigur á FH í Kaplakrika. Lokatölur 24-28. 2. október 2014 15:09 Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - Valur 27-30 | Geir og Guðmundur öflugir Frændurnir og Akureyringarnir Geir Guðmundsson og Guðmundur Hólmar Helgason voru öflugir í sigri Vals á Akureyri í kvöld. 2. október 2014 15:19 Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - ÍR 24-28 | Fyrsta tap FH ÍR-ingar eru komnir með sjö stig í Olís-deild karla í handbolta eftir góðan fjögurra marka sigur á FH í Kaplakrika. Lokatölur 24-28. 2. október 2014 15:09
Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - Valur 27-30 | Geir og Guðmundur öflugir Frændurnir og Akureyringarnir Geir Guðmundsson og Guðmundur Hólmar Helgason voru öflugir í sigri Vals á Akureyri í kvöld. 2. október 2014 15:19