Búist er við rigningu og hvassviðri víða í nótt og fram á morgun en tekur að hlýna víðast hvar á morgun. Hiti um 1 til 9 stig, mildast við austurströndina.
Hálkublettir eru á Hellisheiði og Þrengslum og mjög víða á vegum í uppsveitum Suðurlands. Þá eru hálkublettir í kring um Vík í Mýrdal, á Holtavörðuheiði og Svínadal. Hálka er á Hrafnseyrarheiði og Steingrímsfjarðarheiði en hálkublettir á Þröskuldum og Dynjandisheiði og á milli Bjarnafjarðar og Gjögurs. Á Norðurlandi er hálka í Ólafsfirði en hálkublettir á Þverárfjalli, Héðinsfirði, Vatnsskarði, Öxnadalsheiði, á Hófaskarði og Hálsum.
Veðurspá næstu daga er eftirfarandi:
Á mánudag:
Norðaustan og austan 13-20 m/s með rigningu, einkum um landið S- og A-vert, en lengst af hægari N-lands. Hiti 4 til 11 stig, hlýjast V-lands.
Á þriðjudag:
Austan og norðaustan 8-15. Sums staðar dálítil væta, en talsverð rigning A- og SA-lands. Þurrt SV-til. Hiti breyist lítið.
Á miðvikudag og fimmtudag:
Norðaustan 5-13 m/s skýjað og lengst af þurrt um landið N- og A-vert, annars bjart að mestu. Hiti 2 til 9 stig, mildast með S-ströndinni.
Hvassviðri næsta sólarhring
