Innlent

Búist við stormi suðaustan lands

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Hvassast verður í dag suðaustan til á landinu.
Hvassast verður í dag suðaustan til á landinu. Vísir/Stefán
Í dag nálgast lægð landið úr suðri og varar Veðurstofan við stormi suðaustan til á landinu. Talið er að hviður geti þar farið allt upp í 40 m/s og búist er við rigningu.

Veðurhorfur á landinu:

Austan- og norðaustan 13-20 m/s, hvassast suðaustan til með rigningu. Talsverð rigning sunnan- og suðaustan lands. Norðaustan 15-23 m/s með suðurströndinni og suðaustan til í  kringum hádegi og rigning með köflum í dag, einkum fyrir sunnan og austan. Austan og norðaustan 5-13 m/s á morgun, en 10-18 m/s suðaustan til. Rigning með köflum sunnan og austan til, en annars þurrt að mestu. Hiti 5 til 12 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×