Ísland og Súrinam kalla karla til fundar um jafnréttismál Heimir Már Pétursson skrifar 30. september 2014 19:30 Utanríkisráðherra boðar að Ísland muni ásamt Súrinam standa fyrir ráðstefnu á vettvangi Sameinuðu þjóðanna á næsta ári, þar sem karlar komi saman til að ræða jafnrétti kynjanna með sérstakri áherslu á ofbeldi gegn konum. Hann segir ekki síður karla en kvenna að ræða ofbeldi gegn konum um allan heim. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra gerði grein fyrir utanríkisstefnu Íslands á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í gær og ítrekaði þar m.a. stefnu Íslendinga gagnvart átökunum í Palestínu, hvað varðar matvælaöryggi, hryðjuverkaógn og fleira. „Ísland og Súrinam munu standa fyrir rakarastofu ráðstefnu í janúar 2015 þar sem karlmenn munu ræða kynjajafnrétti við aðra karlmenn með sérstakri áherslu á að taka á ofbeldi gegn konum,“ sagði utanríkisráðherra m.a. í ávarpi sínu á allsherjarþinginu í gær.Þessi hluti af ræðu utanríkisráðherra hjá Sameinuðu þjóðunum í gær hefur vakið nokkra athygli erlendra fjölmiðla. Og spurning er því hvers vegna eigi að standa fyrir svona ráðstefnu með Súrinam? „Súrinam hefur sýnt mikinn áhuga á þessu máli; ofbeldi gegn konum og þannig lágu leiðir okkar saman. Það sem við ætlum að gera er að halda ráðstefnu dagana 14. og 15. janúar þar sem við munum leiða saman karla, á sérstökum hluta ráðstefnunar sem verður bara fyrir karla, þar sem þeir koma saman og ræða jafnréttismál og ofbeldi gegn konum,“ sagði Gunnar Bragi eftir komuna til landsins í dag. En á næsta ári efna Sameinuðu þjóðirnar til alls kyns viðburða í tilefni þess að 20 ár verða þá liðin frá kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Peking. Utanríkisráðherra segir það ekki síður karlmanna en kvenna að ræða stöðu kvenna og ofbeldi gegn þeim. „Það er held ég sjaldgæft að karlar sitji saman við borð eða hittist á rakarastofunni til að ræða jafnréttismál með þeim hætti. Þetta er kjörið tækifæri til þess. Ég held að það sé algengara að konur komi saman til að ræða jafnréttismál, jafnvel þá án karla eða í blönduðum hópi. Þannig að þetta er tilraun sem við viljum gjarnan gera og hefur greinilega fengið mikla athygli og margir sýnt áhuga á þessu máli,“ segir Gunnar Bragi. Þessi fyrirhugaði rakarastofuráðstefna rími mjög vel við Hann fyrir hana herferð Sameinuðu þjóðana sem kvikmyndaleikkonan Emma Watson fer fyrir og vakið hefur mikla athygli, en um 7 % íslenskra karlmanna eldri en 15 ára hafa skráð sig á heimasíðu þess átaks. „Og við höfum einmitt tekið undir með henni og ég held að Íslendingar standi sig mjög vel, karlmenn sérstaklega, í að skrá sig á þann vef sem er uppi varðandi þetta mál,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson. Súrínam Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Utanríkisráðherra boðar að Ísland muni ásamt Súrinam standa fyrir ráðstefnu á vettvangi Sameinuðu þjóðanna á næsta ári, þar sem karlar komi saman til að ræða jafnrétti kynjanna með sérstakri áherslu á ofbeldi gegn konum. Hann segir ekki síður karla en kvenna að ræða ofbeldi gegn konum um allan heim. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra gerði grein fyrir utanríkisstefnu Íslands á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í gær og ítrekaði þar m.a. stefnu Íslendinga gagnvart átökunum í Palestínu, hvað varðar matvælaöryggi, hryðjuverkaógn og fleira. „Ísland og Súrinam munu standa fyrir rakarastofu ráðstefnu í janúar 2015 þar sem karlmenn munu ræða kynjajafnrétti við aðra karlmenn með sérstakri áherslu á að taka á ofbeldi gegn konum,“ sagði utanríkisráðherra m.a. í ávarpi sínu á allsherjarþinginu í gær.Þessi hluti af ræðu utanríkisráðherra hjá Sameinuðu þjóðunum í gær hefur vakið nokkra athygli erlendra fjölmiðla. Og spurning er því hvers vegna eigi að standa fyrir svona ráðstefnu með Súrinam? „Súrinam hefur sýnt mikinn áhuga á þessu máli; ofbeldi gegn konum og þannig lágu leiðir okkar saman. Það sem við ætlum að gera er að halda ráðstefnu dagana 14. og 15. janúar þar sem við munum leiða saman karla, á sérstökum hluta ráðstefnunar sem verður bara fyrir karla, þar sem þeir koma saman og ræða jafnréttismál og ofbeldi gegn konum,“ sagði Gunnar Bragi eftir komuna til landsins í dag. En á næsta ári efna Sameinuðu þjóðirnar til alls kyns viðburða í tilefni þess að 20 ár verða þá liðin frá kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Peking. Utanríkisráðherra segir það ekki síður karlmanna en kvenna að ræða stöðu kvenna og ofbeldi gegn þeim. „Það er held ég sjaldgæft að karlar sitji saman við borð eða hittist á rakarastofunni til að ræða jafnréttismál með þeim hætti. Þetta er kjörið tækifæri til þess. Ég held að það sé algengara að konur komi saman til að ræða jafnréttismál, jafnvel þá án karla eða í blönduðum hópi. Þannig að þetta er tilraun sem við viljum gjarnan gera og hefur greinilega fengið mikla athygli og margir sýnt áhuga á þessu máli,“ segir Gunnar Bragi. Þessi fyrirhugaði rakarastofuráðstefna rími mjög vel við Hann fyrir hana herferð Sameinuðu þjóðana sem kvikmyndaleikkonan Emma Watson fer fyrir og vakið hefur mikla athygli, en um 7 % íslenskra karlmanna eldri en 15 ára hafa skráð sig á heimasíðu þess átaks. „Og við höfum einmitt tekið undir með henni og ég held að Íslendingar standi sig mjög vel, karlmenn sérstaklega, í að skrá sig á þann vef sem er uppi varðandi þetta mál,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson.
Súrínam Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira