Ert þú búin að fá þér bleiku slaufuna? Rikka skrifar 1. október 2014 09:00 Mynd/skjáskot Í dag hefst hið árlega fjáröflunar- og árvekniátak Krabbameinsfélagsins sem kennt er við Bleiku slaufuna en hún er tákn félagsins í baráttunni gegn krabbameini hjá konum. Átakið stendur yfir í allan október og er að þessu sinni lögð sérstök áhersla á að hvetja ungar konur til að fara í leghálskrabbameinsleit. Í fréttatilkynningu frá Krabbameinsfélaginu kemur fram að um 45% kvenna sem boðið er að mæta til leitar hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins mæti ekki innan tilskilins tíma og að þó svo að margar skili sér seint og um síðir séu alltof margar sem ekki mæti reglulega. Áður fyrr hafi hinsvegar 84% kvenna á aldrinum 23 ára til 65 ára farið reglulega í slíka leit en nú hafi sú tala lækkað niður í 64% sem sé mikið áhyggjuefni. Þetta er 15. árið í röð sem að átakið er sett af stað og ríkir jafnan eftirvænting þegar slaufan sjálf er frumsýnd. Að þessu sinni var það Stefán Bogi Stefánsson, gullsmiður hjá Metal design sem hannaði slaufuna. Slaufuna í ár sem og fyrri ár má nálgast á heimasíðu Krabbameinsfélagsins sem og öðrum útsölustöðum. Styðjum baráttuna gegn krabbameinum og höfum slaufuna sýnilega í október. Heilsa Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið
Í dag hefst hið árlega fjáröflunar- og árvekniátak Krabbameinsfélagsins sem kennt er við Bleiku slaufuna en hún er tákn félagsins í baráttunni gegn krabbameini hjá konum. Átakið stendur yfir í allan október og er að þessu sinni lögð sérstök áhersla á að hvetja ungar konur til að fara í leghálskrabbameinsleit. Í fréttatilkynningu frá Krabbameinsfélaginu kemur fram að um 45% kvenna sem boðið er að mæta til leitar hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins mæti ekki innan tilskilins tíma og að þó svo að margar skili sér seint og um síðir séu alltof margar sem ekki mæti reglulega. Áður fyrr hafi hinsvegar 84% kvenna á aldrinum 23 ára til 65 ára farið reglulega í slíka leit en nú hafi sú tala lækkað niður í 64% sem sé mikið áhyggjuefni. Þetta er 15. árið í röð sem að átakið er sett af stað og ríkir jafnan eftirvænting þegar slaufan sjálf er frumsýnd. Að þessu sinni var það Stefán Bogi Stefánsson, gullsmiður hjá Metal design sem hannaði slaufuna. Slaufuna í ár sem og fyrri ár má nálgast á heimasíðu Krabbameinsfélagsins sem og öðrum útsölustöðum. Styðjum baráttuna gegn krabbameinum og höfum slaufuna sýnilega í október.
Heilsa Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið