Toyota kynnir smáan jeppling í París Finnur Thorlacius skrifar 22. september 2014 09:43 Toyota C-HR, sportlegur og flottur. Toyota, sem segja má að hafi búið til jepplingaflokkinn með RAV4 bíl sínum fyrir 20 árum, mun kynna nýjan og smáan jeppling á bílsýningunni í París sem hefst 2. október. Toyota segir að þessi bíll gefi tóninn varðandi hönnun bíla þeirra á næstunni. Bíllinn er á stærð við Nissan Juke og hefur, líkt og hann, fengið djarft útlit og hvassar línur. Hann er með sportlegt útlit, fremur lágur til þaksins en samt háfættur. Þessi nýi bíll Toyota ber stafina C-HR, enn sem komið er, hvað svo sem hann mun heita ef að framleiðslu hans kemur. Toyota C-HR er tvinnbíll, en ekki er meira en það ljóst varðandi drifrás hans. Smáir jepplingar er sá flokkur bíla sem vex hvað mest í sölu þessa dagana og allir bílaframleiðendur vilja eiga væna sneið í þeirri sölu og það kemur ekki á óvart að stærsti bílaframleiðandi í heimi, þ.e. Toyota, vilji sína sneið. Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent
Toyota, sem segja má að hafi búið til jepplingaflokkinn með RAV4 bíl sínum fyrir 20 árum, mun kynna nýjan og smáan jeppling á bílsýningunni í París sem hefst 2. október. Toyota segir að þessi bíll gefi tóninn varðandi hönnun bíla þeirra á næstunni. Bíllinn er á stærð við Nissan Juke og hefur, líkt og hann, fengið djarft útlit og hvassar línur. Hann er með sportlegt útlit, fremur lágur til þaksins en samt háfættur. Þessi nýi bíll Toyota ber stafina C-HR, enn sem komið er, hvað svo sem hann mun heita ef að framleiðslu hans kemur. Toyota C-HR er tvinnbíll, en ekki er meira en það ljóst varðandi drifrás hans. Smáir jepplingar er sá flokkur bíla sem vex hvað mest í sölu þessa dagana og allir bílaframleiðendur vilja eiga væna sneið í þeirri sölu og það kemur ekki á óvart að stærsti bílaframleiðandi í heimi, þ.e. Toyota, vilji sína sneið.
Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent