Nýtt útlit Mitsubishi Outlander PHEV í París Finnur Thorlacius skrifar 23. september 2014 10:44 Nýtt útlit Mitsubishi Outlander PHEV. Mitsubishi mun kynna nýtt útlit tvinnbílsins Outlander PHEV á bílasýningunni í París sem hefst eftir rúma viku. Mitsubishi ætlar Outlander PHEV stórt hlutverk þrátt fyrir að hann sé tiltölulega nýr bíll og er nú þegar búið að breyta útliti hans og það sannarlega til hins betra. Framenda bílsins hefur verið gerbreytt með straumlínulöguðum ljósum, miklu krómi á gerbreyttu grillinu og flottum línum sem leika um neðri hluta framendans. Afturendinn hefur einnig breyst mikið og er allur sportlegri og fágaðri með stórum afturljósum sem teygja sig fram í hliðar bílsins. Að innan eru enn meiri breytingar og heilmikill íburður. Þar eru nú viðarinnleggingar og stöguð leðurklædd sæti. Auk þessa bíls munu 11 aðrar gerðir Mitsubishi bíla standa í sýningarsbás fyrirtækisins í París og þar á meðal Outlander PHEV rallýbíll sem atti keppni í Asia Cross Country Rally keppninni í ár. Laglegur að aftan líka. Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent
Mitsubishi mun kynna nýtt útlit tvinnbílsins Outlander PHEV á bílasýningunni í París sem hefst eftir rúma viku. Mitsubishi ætlar Outlander PHEV stórt hlutverk þrátt fyrir að hann sé tiltölulega nýr bíll og er nú þegar búið að breyta útliti hans og það sannarlega til hins betra. Framenda bílsins hefur verið gerbreytt með straumlínulöguðum ljósum, miklu krómi á gerbreyttu grillinu og flottum línum sem leika um neðri hluta framendans. Afturendinn hefur einnig breyst mikið og er allur sportlegri og fágaðri með stórum afturljósum sem teygja sig fram í hliðar bílsins. Að innan eru enn meiri breytingar og heilmikill íburður. Þar eru nú viðarinnleggingar og stöguð leðurklædd sæti. Auk þessa bíls munu 11 aðrar gerðir Mitsubishi bíla standa í sýningarsbás fyrirtækisins í París og þar á meðal Outlander PHEV rallýbíll sem atti keppni í Asia Cross Country Rally keppninni í ár. Laglegur að aftan líka.
Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent