Samkeppnisbrot Mjólkursamsölunnar kalli á endurskoðun búvörulaga Höskuldur Kári Schram skrifar 23. september 2014 12:57 Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir að samkeppnislagabrot Mjólkursamsölunnar kalli á tafarlausa endurskoðun búvörulaga. Hann segir ljóst að neytendur hafi orðið fyrir miklu tjóni vegna þessa og segir nauðsynlegt að Mjólkursamsölunni verði gert að keppa á sömu forsendum og aðrir. Samkeppniseftirlitið sektaði Mjólkursamsöluna í gær um 370 milljónir fyrir brot á samkeppnislögum. Mjólkurbúið KÚ, sem kvartaði til eftirlitsins, þurfti að greiða 17 prósent hærra verð fyrir hrámjólk en fyrirtæki sem eru tengd Mjólkursamsölunni. Í niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins segir að brot Mjólkursamsölunnar hafi verið alvarlegt og til þess fallið að skaða hagsmuni neytenda. Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir að niðurstaða Samkeppniseftirlitsins kalli á tafarlausa endurskoðun búvörulaga. „Við gerum þá kröfu að þetta ákvæði búvörulaga sem að undanþiggur mjólkuriðnaðinn og Mjólkursamsöluna frá mikilvægum ákvæðum samkeppnislaga verði afnumið hið snarasta,“ segir Andrés. „Sektin er mjög há sem endurspeglar alvarleika brotsins. Brot MS sannar að það eru engin rök sem segja að þessi atvinnugrein, ein atvinnugreina á Íslandi, sé undanþegin ákvæðum samkeppnislaga.“ Andrés segir ljóst að neytendur hafi orði fyrir tjóni vegna þess og skorar á stjórnvöld og þá stjórnmálamenn sem vilja rétta hag hinna tekjulægstu að beita sér í málinu. „Hér er komið mjög gott tilefni fyrir þá sem hæst láta á þingi. Þá sem hæst tala um matarskatt og þvíumlíkt. Vilja þeir beita sér fyrir því að mjólkuriðnaðurinn verði undirsettur ákvæðum samkeppnislaga? Það er alvegt klárt að það mun koma neytendum í þessu landi til góða,“ segir Andrés. Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir að samkeppnislagabrot Mjólkursamsölunnar kalli á tafarlausa endurskoðun búvörulaga. Hann segir ljóst að neytendur hafi orðið fyrir miklu tjóni vegna þessa og segir nauðsynlegt að Mjólkursamsölunni verði gert að keppa á sömu forsendum og aðrir. Samkeppniseftirlitið sektaði Mjólkursamsöluna í gær um 370 milljónir fyrir brot á samkeppnislögum. Mjólkurbúið KÚ, sem kvartaði til eftirlitsins, þurfti að greiða 17 prósent hærra verð fyrir hrámjólk en fyrirtæki sem eru tengd Mjólkursamsölunni. Í niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins segir að brot Mjólkursamsölunnar hafi verið alvarlegt og til þess fallið að skaða hagsmuni neytenda. Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir að niðurstaða Samkeppniseftirlitsins kalli á tafarlausa endurskoðun búvörulaga. „Við gerum þá kröfu að þetta ákvæði búvörulaga sem að undanþiggur mjólkuriðnaðinn og Mjólkursamsöluna frá mikilvægum ákvæðum samkeppnislaga verði afnumið hið snarasta,“ segir Andrés. „Sektin er mjög há sem endurspeglar alvarleika brotsins. Brot MS sannar að það eru engin rök sem segja að þessi atvinnugrein, ein atvinnugreina á Íslandi, sé undanþegin ákvæðum samkeppnislaga.“ Andrés segir ljóst að neytendur hafi orði fyrir tjóni vegna þess og skorar á stjórnvöld og þá stjórnmálamenn sem vilja rétta hag hinna tekjulægstu að beita sér í málinu. „Hér er komið mjög gott tilefni fyrir þá sem hæst láta á þingi. Þá sem hæst tala um matarskatt og þvíumlíkt. Vilja þeir beita sér fyrir því að mjólkuriðnaðurinn verði undirsettur ákvæðum samkeppnislaga? Það er alvegt klárt að það mun koma neytendum í þessu landi til góða,“ segir Andrés.
Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira