Nýr Volkswagen Polo GTI í París Finnur Thorlacius skrifar 23. september 2014 17:26 Nýr Volkswagen Polo GTI með aragrúa af hestöflum í afar smáum bíl. Bílaframleiðendur eru nú hver að öðrum að svifta hulunni af þeim nýjungum sem þeir munu kynna gestum bílasýningarinnar í París sem hefst í næstu viku. Stærsti bílaframleiðandi í Evrópu lætur sitt náttúrulega ekki eftir liggja, þ.e. Volkswagen. Volkswagen ætlar þar að sýna nýja gerð Polo GTI. Þessi kraftaútgáfa smábílsins Polo er nú kominn með enn kraftmeiri vél og úr 1,8 lítra sprengirými hans koma nú 189 hestöfl, en voru fyrr 177. Það skilar honum í hundraðið á 6,7 skúndum, eða 0,2 sekúndum fyrr en í fyrri gerð bílsins. Polo GTI var áður aðeins fáanlegur með 7 gíra sjálfskiptingu en nú er eins og Volkswagen hafi bænheyrt grjótharða bílaáhugamenn og býður einnig 6 gíra beinskiptingu í bílnum. Útlitsbreytingar eru aðallega að framan og aftan og nýir stuðarar beggja megin. Einhverjar breytingar eru einnig á innréttingu bílsins og fær hann rauðstöguð sæti og nýtt stýri. Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent
Bílaframleiðendur eru nú hver að öðrum að svifta hulunni af þeim nýjungum sem þeir munu kynna gestum bílasýningarinnar í París sem hefst í næstu viku. Stærsti bílaframleiðandi í Evrópu lætur sitt náttúrulega ekki eftir liggja, þ.e. Volkswagen. Volkswagen ætlar þar að sýna nýja gerð Polo GTI. Þessi kraftaútgáfa smábílsins Polo er nú kominn með enn kraftmeiri vél og úr 1,8 lítra sprengirými hans koma nú 189 hestöfl, en voru fyrr 177. Það skilar honum í hundraðið á 6,7 skúndum, eða 0,2 sekúndum fyrr en í fyrri gerð bílsins. Polo GTI var áður aðeins fáanlegur með 7 gíra sjálfskiptingu en nú er eins og Volkswagen hafi bænheyrt grjótharða bílaáhugamenn og býður einnig 6 gíra beinskiptingu í bílnum. Útlitsbreytingar eru aðallega að framan og aftan og nýir stuðarar beggja megin. Einhverjar breytingar eru einnig á innréttingu bílsins og fær hann rauðstöguð sæti og nýtt stýri.
Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent