Fortíðarbjalla á lægra verði Finnur Thorlacius skrifar 24. september 2014 10:22 Volkswagen Beetle Classic minnir óneytanlega á eldri gerð bjöllunnar. Sú bjalla sem Volkswagen framleiðir nú er talsvert langt frá útliti bjöllunnar gömlu sem sigraði heiminn á árum áður og margir sakna enn útlits hennar. Því ætlar Volkswagen að svara með nýrri gerð bjöllunnar sem er miklu nær gamla útlitinu, eins og á myndinni sést. Fær hann nafnið Beetle Classic. Bjallan var upphaflega framleidd sem bíll sem almúginn hafði efni á. Til að vera enn trúr þeirri grunnhugsun verður þessi fortíðargerð bjöllunnar á lægra verði en aðrar framleiðslugerðir hennar nú. Í Bandaríkjunum mun hún kosta 21.015 dollara, eða 2,5 milljónir króna. Einnig verður hægt að fá blæjugerð hennar á um 3,2 milljónir króna þar. Fortíðarbjallan mun einungis fást með einni gerð vélar, þ.e. 1,8 lítra forþjöppudrinnar bensínvélar sem er 170 hestöfl. Felgur bílsins vitna mjög til fortíðar, eru 17 tommur og minna mjög á eldri gerðir bjöllunnar. Sætin eru að sama skapi hönnuð til að minna á eldri gerðir, tvílit með hvítum og brúnum lit og úr gervileðri. Aðeins verða í boði þrír litir á bílnum, ef liti skildi kalla, þ.e. hvítur, svartur og silfurlitaður. Vafalaust muni margir sakna litanna sem í boði voru í eldri gerðum bjöllunnar, svo sem gulum og grænum. Fortíðarhyggjan nær einnig inn í bílinn. Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent
Sú bjalla sem Volkswagen framleiðir nú er talsvert langt frá útliti bjöllunnar gömlu sem sigraði heiminn á árum áður og margir sakna enn útlits hennar. Því ætlar Volkswagen að svara með nýrri gerð bjöllunnar sem er miklu nær gamla útlitinu, eins og á myndinni sést. Fær hann nafnið Beetle Classic. Bjallan var upphaflega framleidd sem bíll sem almúginn hafði efni á. Til að vera enn trúr þeirri grunnhugsun verður þessi fortíðargerð bjöllunnar á lægra verði en aðrar framleiðslugerðir hennar nú. Í Bandaríkjunum mun hún kosta 21.015 dollara, eða 2,5 milljónir króna. Einnig verður hægt að fá blæjugerð hennar á um 3,2 milljónir króna þar. Fortíðarbjallan mun einungis fást með einni gerð vélar, þ.e. 1,8 lítra forþjöppudrinnar bensínvélar sem er 170 hestöfl. Felgur bílsins vitna mjög til fortíðar, eru 17 tommur og minna mjög á eldri gerðir bjöllunnar. Sætin eru að sama skapi hönnuð til að minna á eldri gerðir, tvílit með hvítum og brúnum lit og úr gervileðri. Aðeins verða í boði þrír litir á bílnum, ef liti skildi kalla, þ.e. hvítur, svartur og silfurlitaður. Vafalaust muni margir sakna litanna sem í boði voru í eldri gerðum bjöllunnar, svo sem gulum og grænum. Fortíðarhyggjan nær einnig inn í bílinn.
Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent