Varð af 60 milljónum vegna rigningar Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. september 2014 09:45 Phil Hughes á alveg fyrir salti í grautinn. vísir/getty Phil Hughes, kastari hafnaboltaliðs Minnesota Twins í bandarísku MLB-deildinni, varð af 60 milljónum króna í gærkvöldi þegar það byrjaði að rigna undir lok leiks liðsins gegn Arizona Diamondbacks. Hughes, sem gekk í raðir Minnesota frá stórveldinu New York Yankees fyrir tímabilið, var búinn að kasta í 201,2 lotum á tímabilinu, en hann átti að fá 500.000 dala bónus (60 milljónir króna) ef hann næði 210 lotum sem þykir mjög mikið fyrir kastara í MLB-deildinni. Hann þurfti því bara að kasta í átta lotum og ná einum manni út í þeirri níundu til að fá bónusinn. Hughes kastaði vissulega í átta lotur, en þá byrjaði að rigna og var hlé gert á leiknum. Þegar leikurinn hélt svo áfram fékk Hughes ekki að halda áfram. Kastarar í MLB-deildinni spila bara á fimm daga fresti (hvert lið spilar sex leiki á viku) en aðeins eru fjórir dagar eftir af tímabilinu. Hughes er því í raun kominn í vetrarfrí því Minnesota er ekki nálægt því að komast í úrslitakeppnina.Ron Gardenhire, þjálfari Twins-liðsins, sagði eftir leikinn að Hughes muni ekki koma inn á sem varamaður um helgina til að ná þessum eina manni úr leik sem hann vantar til að fá bónusinn. „Ég vissi alveg að svo færi. Sumir hlutir eiga bara ekki að gerast,“ sagði Phil Hughes eftir leikinn. Þó Hughes finnist rigningin vafalítið ekki góð þessa dagana þá þarf enginn að vorkenna honum. Hann gerði þriggja ára samning við Minnesota í nóvember í fyrra sem skila honum 24 milljónum dala. Þá er hann búinn að fá tvo bónusa á tímabilinu upp á 250.000 dali hvorn eða í heildina 60 milljónir króna aukalega fyrir að ná að kasta fyrst í 180 lotum og svo 195 lotum. Besti árangur hans áður var 191,1 lota tímabilið 2012. Íþróttir Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Sjá meira
Phil Hughes, kastari hafnaboltaliðs Minnesota Twins í bandarísku MLB-deildinni, varð af 60 milljónum króna í gærkvöldi þegar það byrjaði að rigna undir lok leiks liðsins gegn Arizona Diamondbacks. Hughes, sem gekk í raðir Minnesota frá stórveldinu New York Yankees fyrir tímabilið, var búinn að kasta í 201,2 lotum á tímabilinu, en hann átti að fá 500.000 dala bónus (60 milljónir króna) ef hann næði 210 lotum sem þykir mjög mikið fyrir kastara í MLB-deildinni. Hann þurfti því bara að kasta í átta lotum og ná einum manni út í þeirri níundu til að fá bónusinn. Hughes kastaði vissulega í átta lotur, en þá byrjaði að rigna og var hlé gert á leiknum. Þegar leikurinn hélt svo áfram fékk Hughes ekki að halda áfram. Kastarar í MLB-deildinni spila bara á fimm daga fresti (hvert lið spilar sex leiki á viku) en aðeins eru fjórir dagar eftir af tímabilinu. Hughes er því í raun kominn í vetrarfrí því Minnesota er ekki nálægt því að komast í úrslitakeppnina.Ron Gardenhire, þjálfari Twins-liðsins, sagði eftir leikinn að Hughes muni ekki koma inn á sem varamaður um helgina til að ná þessum eina manni úr leik sem hann vantar til að fá bónusinn. „Ég vissi alveg að svo færi. Sumir hlutir eiga bara ekki að gerast,“ sagði Phil Hughes eftir leikinn. Þó Hughes finnist rigningin vafalítið ekki góð þessa dagana þá þarf enginn að vorkenna honum. Hann gerði þriggja ára samning við Minnesota í nóvember í fyrra sem skila honum 24 milljónum dala. Þá er hann búinn að fá tvo bónusa á tímabilinu upp á 250.000 dali hvorn eða í heildina 60 milljónir króna aukalega fyrir að ná að kasta fyrst í 180 lotum og svo 195 lotum. Besti árangur hans áður var 191,1 lota tímabilið 2012.
Íþróttir Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Sjá meira