Umfjöllun og viðtöl: FH - Haukar 25-24 | Montrétturinn er FH-inga Henry Birgir Gunnarsson í Kaplakrika skrifar 25. september 2014 09:04 Vísir/Valli Það var hart barist í Hafnarfjarðarslagnum í kvöld en FH vann að lokum sanngjarnan sigur. Það hefur oft verið mætt betur á leik þessara liða en þeir sem þó mættu létu hraustlega í sér heyra. Fínasta stemning í kofanum þegar leikurinn hófst. FH-ingar voru sterkari strax frá upphafi. Gáfu tóninn með gríðarlega sterkum varnarleik og Haukarnir komust ekki á blað í leiknum fyrr en eftir fimm mínútur. Varnarleikur Hauka var einnig ágætur en það var ekki eftir að þeir höfðu tekið leikhlé sem þeir komust aftur inn í leikinn og náðu að jafna, 6-6. Þá tóku FH-ingar leikhlé og rétt eins og hjá Haukunum þá skilaði það sínu. Þeir tóku frumkvæðið í leiknum á ný og leiddu með þrem mörkum í leikhléi, 13-10. FH byrjaði síðari hálfleikinn vel og náði mest fjögurra marka forskoti, 15-11. Þá kom mikill kippur hjá Haukum. Þeir keyrðu upp hraðann og komust yfir í fyrsta skipti, 17-18, þegar rúmur stundarfjórðungur var til leiksloka. Það fór að hitna í kolunum á síðustu tíu mínútum leiksins. Þó fyrr hefði verið líka. Það er enginn Hafnarfjarðarslagur nema það sé smá hiti. Annað eru hrein og klár vörusvik. FH leiddi með tveim mörkum, 22-20, þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum. Þá forystu neituðu FH-ingar að gefa eftir. Hornamaðurinn Benedikt Reynir fór hamförum fyrir FH á lokakaflanum og hreinlega kláraði leikinn fyrir þá. Félagar hans opnuðu vel fyrir hann og Benni brást ekki. Haukar jöfnuðu reyndar leikinn í eitt mark á lokamínútunni en Ásbjörn skoraði skömmu síðar og sá til þess að montrétturinn er FH-inga. Í bili að minnsta kosti. Benedikt og Ásbjörn öflugastir í liði FH og tóku af skarið er á þurfti að halda. Ísak frábær í vörninni ásamt fleirum og liðið komst upp með slaka markvörslu. Einar Ólafur átti flotta innkomu í markið hjá Haukum en fín frammistaða hans dugði ekki til.Ásbjörn: Benni frábær í lokin "Leikirnir eru oft svona á milli FH og Hauka og mikið er það sætt þegar það fellur okkar megin," sagði Ásbjörn Friðriksson, leikmaður FH, eftir eins marks sigur FH-inga á erkifjendum sínum í Haukum. "Þetta var mjög svipaður leikur og á móti Fram. Mér fannst þetta samt jafnvel heilsteyptara en á móti Fram. Við vorum þremur mörkum yfir í hálfleik en við náðum ekki upp sama varnarleik fyrstu 10 mínúturnar í síðari hálfleik og við vorum að spila í fyrri. Þá skora þeir sjö mörk á fyrstu tíu og þetta er fljótt að fara." Ásbjörn hrósaði félaga sínum í horninu, Benedikt Reyni, sérstaklega. "Benni (Benedikt Reynir Kristinsson) var frábær í lokin og við spiluðum skynsamlega síðustu 10-15 mínúturnar. Og það voru allir að spila vel, ekki bara þeir sem skora. Menn voru að draga menn til sín, losa boltann og við spiluðum þetta sem heild. Það skóp sigurinn," sagði Ásbjörn. FH er enn taplaust í deildinni en FH fær ÍR í heimsókn í næstu umferð. "Nú er það bara næsti leikur. Við förum í hann með eitthvað plan til að ná í tvö stig og það er bara vonandi að það gangi upp," sagði sigurreifur Ásbjörn að lokum.Árni: Ég tók heimskulegt skot Árni Steinn Steinþórsson var að vonum hundsvekktur með eins marks tap Hauka gegn FH. "Við mætum í raun ekki til leiks fyrr en í seinni hálfleik. Í fyrri hálfleik erum við staðir og látum þá þrýsta okkur lengst út á völl. En seinni hálfleikur var í sjálfu sér fínn og þetta hefði getað dottið hvoru megin sem var. En við getum miklu betur." Haukar komi öflugir til leiks í síðasti hálfleik en að lokum voru það FH-ingar sem sigu fram úr og höfðu sigur að lokum. "Við vorum klaufar. Ég tók t.d. heimskulegt skot á mikilvægu augnabliki sem var bara kæruleysi og reynsluleysi í svona jöfnum leik." Haukar eru búnir að tapa tveimur af fyrstu þremur leikjum liðsins á tímabilinu, eitthvað sem deildarmeistararnir lögðu klárlega ekki upp með í upphafi móts. "Ömurlegt að vera með tvö stig eftir þrjá leiki. Við erum búnir að tapa tveimur með einu marki og vinna einn með einu. Við eigum svo mikið inni og maður er alveg ótrúlega svekktur með þetta," sagði Árni að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira
Það var hart barist í Hafnarfjarðarslagnum í kvöld en FH vann að lokum sanngjarnan sigur. Það hefur oft verið mætt betur á leik þessara liða en þeir sem þó mættu létu hraustlega í sér heyra. Fínasta stemning í kofanum þegar leikurinn hófst. FH-ingar voru sterkari strax frá upphafi. Gáfu tóninn með gríðarlega sterkum varnarleik og Haukarnir komust ekki á blað í leiknum fyrr en eftir fimm mínútur. Varnarleikur Hauka var einnig ágætur en það var ekki eftir að þeir höfðu tekið leikhlé sem þeir komust aftur inn í leikinn og náðu að jafna, 6-6. Þá tóku FH-ingar leikhlé og rétt eins og hjá Haukunum þá skilaði það sínu. Þeir tóku frumkvæðið í leiknum á ný og leiddu með þrem mörkum í leikhléi, 13-10. FH byrjaði síðari hálfleikinn vel og náði mest fjögurra marka forskoti, 15-11. Þá kom mikill kippur hjá Haukum. Þeir keyrðu upp hraðann og komust yfir í fyrsta skipti, 17-18, þegar rúmur stundarfjórðungur var til leiksloka. Það fór að hitna í kolunum á síðustu tíu mínútum leiksins. Þó fyrr hefði verið líka. Það er enginn Hafnarfjarðarslagur nema það sé smá hiti. Annað eru hrein og klár vörusvik. FH leiddi með tveim mörkum, 22-20, þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum. Þá forystu neituðu FH-ingar að gefa eftir. Hornamaðurinn Benedikt Reynir fór hamförum fyrir FH á lokakaflanum og hreinlega kláraði leikinn fyrir þá. Félagar hans opnuðu vel fyrir hann og Benni brást ekki. Haukar jöfnuðu reyndar leikinn í eitt mark á lokamínútunni en Ásbjörn skoraði skömmu síðar og sá til þess að montrétturinn er FH-inga. Í bili að minnsta kosti. Benedikt og Ásbjörn öflugastir í liði FH og tóku af skarið er á þurfti að halda. Ísak frábær í vörninni ásamt fleirum og liðið komst upp með slaka markvörslu. Einar Ólafur átti flotta innkomu í markið hjá Haukum en fín frammistaða hans dugði ekki til.Ásbjörn: Benni frábær í lokin "Leikirnir eru oft svona á milli FH og Hauka og mikið er það sætt þegar það fellur okkar megin," sagði Ásbjörn Friðriksson, leikmaður FH, eftir eins marks sigur FH-inga á erkifjendum sínum í Haukum. "Þetta var mjög svipaður leikur og á móti Fram. Mér fannst þetta samt jafnvel heilsteyptara en á móti Fram. Við vorum þremur mörkum yfir í hálfleik en við náðum ekki upp sama varnarleik fyrstu 10 mínúturnar í síðari hálfleik og við vorum að spila í fyrri. Þá skora þeir sjö mörk á fyrstu tíu og þetta er fljótt að fara." Ásbjörn hrósaði félaga sínum í horninu, Benedikt Reyni, sérstaklega. "Benni (Benedikt Reynir Kristinsson) var frábær í lokin og við spiluðum skynsamlega síðustu 10-15 mínúturnar. Og það voru allir að spila vel, ekki bara þeir sem skora. Menn voru að draga menn til sín, losa boltann og við spiluðum þetta sem heild. Það skóp sigurinn," sagði Ásbjörn. FH er enn taplaust í deildinni en FH fær ÍR í heimsókn í næstu umferð. "Nú er það bara næsti leikur. Við förum í hann með eitthvað plan til að ná í tvö stig og það er bara vonandi að það gangi upp," sagði sigurreifur Ásbjörn að lokum.Árni: Ég tók heimskulegt skot Árni Steinn Steinþórsson var að vonum hundsvekktur með eins marks tap Hauka gegn FH. "Við mætum í raun ekki til leiks fyrr en í seinni hálfleik. Í fyrri hálfleik erum við staðir og látum þá þrýsta okkur lengst út á völl. En seinni hálfleikur var í sjálfu sér fínn og þetta hefði getað dottið hvoru megin sem var. En við getum miklu betur." Haukar komi öflugir til leiks í síðasti hálfleik en að lokum voru það FH-ingar sem sigu fram úr og höfðu sigur að lokum. "Við vorum klaufar. Ég tók t.d. heimskulegt skot á mikilvægu augnabliki sem var bara kæruleysi og reynsluleysi í svona jöfnum leik." Haukar eru búnir að tapa tveimur af fyrstu þremur leikjum liðsins á tímabilinu, eitthvað sem deildarmeistararnir lögðu klárlega ekki upp með í upphafi móts. "Ömurlegt að vera með tvö stig eftir þrjá leiki. Við erum búnir að tapa tveimur með einu marki og vinna einn með einu. Við eigum svo mikið inni og maður er alveg ótrúlega svekktur með þetta," sagði Árni að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira