Öflugasti blæjubíll heims Finnur Thorlacius skrifar 26. september 2014 09:52 Ferrari 458 Speciale A. Ferrari mun kynna öflugasta blæjubíl sem fjöldaframleiddur hefur verið á bílasýningunni í París í næstu viku. Bíllinn heitir Ferrari 458 Speciale A og stendur A fyrir Aperta á ítölsku sem þýðir opinn. Hann þjáist sannarlega ekki af aflleysi því hestöflin eru 597 og koma frá 4,5 lítra V8 vél og tog hennar er 540 Nm. Hann er ekki nema sléttar 3 sekúndur í hundrað kílómeta hraða og 9,5 sekúndur í 200. Ferrari segir að bjæjuútfærsla bílsins sé 50 kílóum þyngri en venjulegur Ferrari 458 og að það taki aðeins 14 sekúndur að opna eða loka blæjunni. Í yfirbyggingu bílsins eru koltrefjar mikið notaðar til að létta bílinn. Meiningin er að framleiða 499 númeruð eintök af þessum aflmikla blæjubíl og verður Ferrari vafalaust ekki í vandræðum með að finna kaupendur sem fyrr. Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent
Ferrari mun kynna öflugasta blæjubíl sem fjöldaframleiddur hefur verið á bílasýningunni í París í næstu viku. Bíllinn heitir Ferrari 458 Speciale A og stendur A fyrir Aperta á ítölsku sem þýðir opinn. Hann þjáist sannarlega ekki af aflleysi því hestöflin eru 597 og koma frá 4,5 lítra V8 vél og tog hennar er 540 Nm. Hann er ekki nema sléttar 3 sekúndur í hundrað kílómeta hraða og 9,5 sekúndur í 200. Ferrari segir að bjæjuútfærsla bílsins sé 50 kílóum þyngri en venjulegur Ferrari 458 og að það taki aðeins 14 sekúndur að opna eða loka blæjunni. Í yfirbyggingu bílsins eru koltrefjar mikið notaðar til að létta bílinn. Meiningin er að framleiða 499 númeruð eintök af þessum aflmikla blæjubíl og verður Ferrari vafalaust ekki í vandræðum með að finna kaupendur sem fyrr.
Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent