Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV | Meistararnir enn án sigurs Dagur Sveinn Dagbjartsson skrifar 27. september 2014 00:01 Jóhann Gunnar Einarsson, leikmaður Aftureldingar. vísir/valli Afturelding og ÍBV buðu upp á jafnan og spennandi leik þegar liðin mættust í Mosfellsbæ í dag. Fyrir leikinn voru Íslandsmeistarar ÍBV án sigurs eftir tvo fyrstu leikina en nýliðar Aftureldingar með tvo sigra úr tveimur leikjum. Leikurinn var jafn frá fyrstu mínútu. Afturelding var þó skrefi framar fram í miðjan fyrri hálfleik en Eyjamenn voru aldrei langt undan. ÍBV sótti í sig veðrið eftir því sem leið á og leiddi í hálfleik, 12-11. Sama baráttan hélt áfram í síðari hálfleik. Heimamenn náðu yfirhöndinni um miðjan hálfleikinn og komust tveimur mörkum yfir. Varnarleikur Aftureldingar var öflugur. Fyrir aftur vörnina stóð Davíð Svansson vaktina og með öflugri vörn fór markvarsla Davíðs í gang. Eyjamenn lögðu þó ekki árar í bát og sóttu hart að heimamönnum. Eyjamenn misstu Agnar Smára Jónsson út af vegna meiðsla í fyrri hálfleik og það hjálpaði gestunum akkúrat ekkert. Vörn ÍBV var góð en Eyjamenn voru þó oft á tíðum klaufar í sóknaraðgerðum sínum. Köstuðu boltunum klaufalega frá sér og það nýtti Afturelding sér. Heimamenn náðu mest þriggja marka forystu þegar tæpar tíu mínútur voru eftir af leiknum en þá tóku Eyjamenn leikhlé. Gunnar Magnússon, þjálfari ÍBV, hefur látið vel valin orð falla því gestirnir bitu frá sé á lokakafla leiksins. Síðustu mínúturnar voru æsispennandi. ÍBV náði að minnka forskot heimamanna í eitt mark þegar um þrjár mínútur lifðu leiks. En svo fór að Afturelding vann tveggja marka sigur, 24-22. Íslandsmeistarar ÍBV eru því enn án sigurs eftir þrjá leiki á sama tíma og nýliðar Aftureldingar eru með fullt hús stiga. Elvar Ásgeirsson átti góðan leik í liði Aftureldingar, skoraði mikilvæg mörk á lokakaflanum og eins var Davíð í markinu öflugur í síðari hálfleik. Vörn ÍBV lék oft á tíðum vel í leiknum en það var fyrst og fremst sóknarleikur liðsins fyrri hluta síðari hálfleiks sem felldi liðið í þessum leik.Davíð: Förum langt á hjartanuDavíð Svansson, markvörður Aftureldingar, sagði að þessi byrjun liðsins væri framar þeir björtustu vonum. "Við vorum bjartsýnir fyrir mót, erum með breiðan hóp og tilfinningin í hópnum var þannig að við ættum eftir að gera góða hluti. En þetta er bara rugl. Það gekk brösulega í byrjun, þeir eru með frábæra vörn Eyjamenn. En þvílíkur karakter. Þetta sýnir bara að við förum langt á hjartanu," sagði Davíð. Davíð viðurkenndi að það hafi farið um hann þegar Eyjamenn minnkuðu munin niður í eitt mark undir lok leiks. "Maður hugsaði með sér að nú erum við búnir með tvo sigra, ætlum við að fara að ná þeim þriðja? Auðvitað fór um mann. Þetta er skemmtilegt. Það gengur allt upp. Þetta er frábært," sagði himinlifandi Davíð í leikslok. Agnar: Að sjálfsögðu eru þetta vonbrigði, við erum ÍslandsmeistararAgnari Smári, leikmaður ÍBV, fór meiddur af velli í fyrri hálfleik og það munaði um minna fyrir Eyjamenn. Agnar var hundsvekktur þegar blaðamaður náði af honum tali og átti fáar skýringar á slakri byrjun ÍBV. "Að sjálfsögðu eru þetta vonbrigði, við erum Íslandsmeistarar. En leikurinn í dag var mjög jafn. Ég þurfti að fara af velli í fyrri hálfleik. Við vorum vel stefndir fyrir leik og vorum klárir en ég veit ekki hvað klikkaði." Agnar var á því að þetta hafi verið besti leikur ÍBV af þeim þremur sem liðið hefur spilað í deildinni til þessa. "Vörnin hefur alltaf verið góð þó við höfum verið að tapa. Markvarslan var mjög góð, Kolbeinn var frábær í markinu. Ég veit eiginlega ekki hvað ég get sagt. Þetta er bara hrikalega svekkjandi." Um meiðslin hafði hann þetta að segja; "Gunnar (Þórsson) vinur minn og fyrrum félagi úr Val rífur í mig og það smellur eitthvað í ökklanum og eitthvað sem leiðir úr ökkla og upp í hné. Veit ekki hvað það er. Enginn snúningur. Ég sé til á morgun hvernig þetta verður, hvort ég fari í myndatöku." Olís-deild karla Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Sjá meira
Afturelding og ÍBV buðu upp á jafnan og spennandi leik þegar liðin mættust í Mosfellsbæ í dag. Fyrir leikinn voru Íslandsmeistarar ÍBV án sigurs eftir tvo fyrstu leikina en nýliðar Aftureldingar með tvo sigra úr tveimur leikjum. Leikurinn var jafn frá fyrstu mínútu. Afturelding var þó skrefi framar fram í miðjan fyrri hálfleik en Eyjamenn voru aldrei langt undan. ÍBV sótti í sig veðrið eftir því sem leið á og leiddi í hálfleik, 12-11. Sama baráttan hélt áfram í síðari hálfleik. Heimamenn náðu yfirhöndinni um miðjan hálfleikinn og komust tveimur mörkum yfir. Varnarleikur Aftureldingar var öflugur. Fyrir aftur vörnina stóð Davíð Svansson vaktina og með öflugri vörn fór markvarsla Davíðs í gang. Eyjamenn lögðu þó ekki árar í bát og sóttu hart að heimamönnum. Eyjamenn misstu Agnar Smára Jónsson út af vegna meiðsla í fyrri hálfleik og það hjálpaði gestunum akkúrat ekkert. Vörn ÍBV var góð en Eyjamenn voru þó oft á tíðum klaufar í sóknaraðgerðum sínum. Köstuðu boltunum klaufalega frá sér og það nýtti Afturelding sér. Heimamenn náðu mest þriggja marka forystu þegar tæpar tíu mínútur voru eftir af leiknum en þá tóku Eyjamenn leikhlé. Gunnar Magnússon, þjálfari ÍBV, hefur látið vel valin orð falla því gestirnir bitu frá sé á lokakafla leiksins. Síðustu mínúturnar voru æsispennandi. ÍBV náði að minnka forskot heimamanna í eitt mark þegar um þrjár mínútur lifðu leiks. En svo fór að Afturelding vann tveggja marka sigur, 24-22. Íslandsmeistarar ÍBV eru því enn án sigurs eftir þrjá leiki á sama tíma og nýliðar Aftureldingar eru með fullt hús stiga. Elvar Ásgeirsson átti góðan leik í liði Aftureldingar, skoraði mikilvæg mörk á lokakaflanum og eins var Davíð í markinu öflugur í síðari hálfleik. Vörn ÍBV lék oft á tíðum vel í leiknum en það var fyrst og fremst sóknarleikur liðsins fyrri hluta síðari hálfleiks sem felldi liðið í þessum leik.Davíð: Förum langt á hjartanuDavíð Svansson, markvörður Aftureldingar, sagði að þessi byrjun liðsins væri framar þeir björtustu vonum. "Við vorum bjartsýnir fyrir mót, erum með breiðan hóp og tilfinningin í hópnum var þannig að við ættum eftir að gera góða hluti. En þetta er bara rugl. Það gekk brösulega í byrjun, þeir eru með frábæra vörn Eyjamenn. En þvílíkur karakter. Þetta sýnir bara að við förum langt á hjartanu," sagði Davíð. Davíð viðurkenndi að það hafi farið um hann þegar Eyjamenn minnkuðu munin niður í eitt mark undir lok leiks. "Maður hugsaði með sér að nú erum við búnir með tvo sigra, ætlum við að fara að ná þeim þriðja? Auðvitað fór um mann. Þetta er skemmtilegt. Það gengur allt upp. Þetta er frábært," sagði himinlifandi Davíð í leikslok. Agnar: Að sjálfsögðu eru þetta vonbrigði, við erum ÍslandsmeistararAgnari Smári, leikmaður ÍBV, fór meiddur af velli í fyrri hálfleik og það munaði um minna fyrir Eyjamenn. Agnar var hundsvekktur þegar blaðamaður náði af honum tali og átti fáar skýringar á slakri byrjun ÍBV. "Að sjálfsögðu eru þetta vonbrigði, við erum Íslandsmeistarar. En leikurinn í dag var mjög jafn. Ég þurfti að fara af velli í fyrri hálfleik. Við vorum vel stefndir fyrir leik og vorum klárir en ég veit ekki hvað klikkaði." Agnar var á því að þetta hafi verið besti leikur ÍBV af þeim þremur sem liðið hefur spilað í deildinni til þessa. "Vörnin hefur alltaf verið góð þó við höfum verið að tapa. Markvarslan var mjög góð, Kolbeinn var frábær í markinu. Ég veit eiginlega ekki hvað ég get sagt. Þetta er bara hrikalega svekkjandi." Um meiðslin hafði hann þetta að segja; "Gunnar (Þórsson) vinur minn og fyrrum félagi úr Val rífur í mig og það smellur eitthvað í ökklanum og eitthvað sem leiðir úr ökkla og upp í hné. Veit ekki hvað það er. Enginn snúningur. Ég sé til á morgun hvernig þetta verður, hvort ég fari í myndatöku."
Olís-deild karla Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Sjá meira