Handbolti

Kiel tapaði í Zagreb | PSG vann í Makedóníu

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Aron í leik með Kiel
Aron í leik með Kiel vísir/getty
Kiel lék fyrsta leik sinn í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í handbolta í Zagreb í Króatíu í dag þar sem lærisveinar Alfreðs Gíslasonar töpuðu 27-25.

Kiel var fimm mörkum yfir í hálfleik 15-10 en leikur liðsins hrundi í seinni hálfleik þar sem ekkert gekk í varnarleiknum, markvarslan var engin og sóknarleikurinn gekk illa.

Aron Pálmarsson skoraði 4 mörk fyrir Kiel.

Stórlið PSG gerði mjög góða ferð til Makedóníu þar sem franska liðið lagði Metalurg 27-22.  Staðan í hálfleik var jöfn 1-1.

Franska stórliðið var of sterkt á lokasprettinum og seig framúr er leið á.

Róbert Gunnarsson skoraði eitt mark fyrir PSG en Mikkel Hansen var markahæstur með 6 mörk. Luc Abalo skoraði 5. Hjá Metalurg skoraði Filip Mirkulovski 5 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×