Jeppasýning fór úr böndunum Finnur Thorlacius skrifar 29. september 2014 10:06 Þrír létust og fjölmargir slösuðust er ökumaður risajeppa missti stjórn á bíl sínum á bílasýningu sem haldin var í Haaksbergen í Hollandi um helgina. Bíllinn ók inn í hóp áhorfenda sem ekki tókst að forða sér frá stjórnlausum bílnum. Ekki er ljóst hvað olli stjórnleysi hans. Eins og í meðfylgjandi myndskeiði sést ekur ofurjeppinn fyrst yfir tylft bíla á sínum stóru dekkjum, en tekur svo krappa beygju í átt að áhorfendaskaranum og ökumanni hans tekst ekki að stöðva bílinn í tæka tíð. Einn hinna látnu var barn en tugir annarra lágu að auki eftir, mismikið slasaðir. Ástæða er til að vara við myndskeiðinu, en þar sést þetta hörmulega óhapp. Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent
Þrír létust og fjölmargir slösuðust er ökumaður risajeppa missti stjórn á bíl sínum á bílasýningu sem haldin var í Haaksbergen í Hollandi um helgina. Bíllinn ók inn í hóp áhorfenda sem ekki tókst að forða sér frá stjórnlausum bílnum. Ekki er ljóst hvað olli stjórnleysi hans. Eins og í meðfylgjandi myndskeiði sést ekur ofurjeppinn fyrst yfir tylft bíla á sínum stóru dekkjum, en tekur svo krappa beygju í átt að áhorfendaskaranum og ökumanni hans tekst ekki að stöðva bílinn í tæka tíð. Einn hinna látnu var barn en tugir annarra lágu að auki eftir, mismikið slasaðir. Ástæða er til að vara við myndskeiðinu, en þar sést þetta hörmulega óhapp.
Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent