Volkswagen Passat tvinnbíll Finnur Thorlacius skrifar 29. september 2014 16:53 Volkswagen Passat GTE. Þeim fer hratt fjölgandi Volkswagen bílunum með tvinnaflrás og nú hefur Passat bæst í þann flota. Volkswagen ætlar að kynna þennan nýjasta Hybrid bíl sinn á bílasýningunni í París sem hefst nú í vikunni. Bíllinn er með 154 hestafla 1,4 lítra bensínmótor með forþjöppu og 114 hestafla rafmótorum en saman orkar þessi aflrás að mestu 215 hestöflum og er með 295 pund/feta tog. Þetta afl skilar bílnum í hundrað kílómetra hraða á innan við 8 sekúndum. Honum má aka allt að 136 km hraða á rafmagninu einu saman og hann kemst fyrstu 50 kílómetrana aðeins á rafmagni. Í bílnum er 50 lítra bensíntankur og bíllinn á hæglega að komast 1.000 kílómetra á tankfylli. Því mætti aka honum milli London og Parísar og til baka á einum tanki. Þessi nýi Passat fær stafina GTE og mun bjóðast bæði sem langbakur og hefðbundinn „sedan“-bíll. Hann fer í sölu um miðbik næsta árs. Nú er bara spurningin hvaða bílgerð Volkswagen verður næst til að fá tvinnaflrás.Mercedes Benz hefur gert heyrinkunnugt að allar bílgerðir þeirra muni bjóðast með tvinnaflrás í síðasta lagi árið 2020 og ef til vill verður Volkswagen enginn afturbátur Mercedes Benz í þeim efnum. Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent
Þeim fer hratt fjölgandi Volkswagen bílunum með tvinnaflrás og nú hefur Passat bæst í þann flota. Volkswagen ætlar að kynna þennan nýjasta Hybrid bíl sinn á bílasýningunni í París sem hefst nú í vikunni. Bíllinn er með 154 hestafla 1,4 lítra bensínmótor með forþjöppu og 114 hestafla rafmótorum en saman orkar þessi aflrás að mestu 215 hestöflum og er með 295 pund/feta tog. Þetta afl skilar bílnum í hundrað kílómetra hraða á innan við 8 sekúndum. Honum má aka allt að 136 km hraða á rafmagninu einu saman og hann kemst fyrstu 50 kílómetrana aðeins á rafmagni. Í bílnum er 50 lítra bensíntankur og bíllinn á hæglega að komast 1.000 kílómetra á tankfylli. Því mætti aka honum milli London og Parísar og til baka á einum tanki. Þessi nýi Passat fær stafina GTE og mun bjóðast bæði sem langbakur og hefðbundinn „sedan“-bíll. Hann fer í sölu um miðbik næsta árs. Nú er bara spurningin hvaða bílgerð Volkswagen verður næst til að fá tvinnaflrás.Mercedes Benz hefur gert heyrinkunnugt að allar bílgerðir þeirra muni bjóðast með tvinnaflrás í síðasta lagi árið 2020 og ef til vill verður Volkswagen enginn afturbátur Mercedes Benz í þeim efnum.
Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent