Gera óvenjulegt myndband fyrir Kúbus Tinni Sveinsson skrifar 29. september 2014 18:15 Katrína Mogensen, söngkona Mammút, er í listrænum stellingum í nýju myndbandi fyrir kammerhópinn Kúbus sem er hér frumsýnt á Vísi. Í myndbandinu sjást hún og Sunneva Ása Weisshappel, sem leikstýrði því ásamt Katrínu, í undarlegum aðstæðum og vægast sagt í óvenjulegum búningum, sem þær útbjuggu einnig. Anní Ólafsdóttir sá um kvikmyndatöku og aðstoðarleikstjórn. Lagið sem hljómar undir heitir Síðasti dansinn og er eftir Karl O. Runólfsson. Kúbus hópurinn er þessa dagana að standa fyrir hópsöfnun á Karolina Fund þar sem fólk er hvatt til að styðja við plötuna Gekk ég aleinn, útgáfu þeirra á lögum Karls í nýjum útsetningum Hjartar Ingva Jóhannssonar. Jón Svavar Jósefsson barítón og Hildigunnur Einarsdóttir mezzosópran flytja lögin með hópnum. Söfnunin gengur með ágætum og er hópurinn kominn með nær 90% áheita sem til þarf þegar 6 dagar eru eftir af söfnuninni. Í fréttatilkynningu frá Kúbus kemur fram að hópurinn fékk Hjört Ingva, sem er píanóleikari, tónskáld og meðlimur í hljómsveitinni Hjaltalín, til að útsetja lögin fyrir útgáfuna: „Mörg laganna eru þekkt og dáð en hópurinn lagðist yfir allt höfundarverk Karls og gróf einnig upp óþekkta og gleymda gimsteina. Sönglög Karls Ottós öðlast nýtt líf í nýjum útsetningum Hjartar Ingva sem draga fram sérstætt og djarft tónmál tónskáldsins og einstaka tilfinningu hans fyrir kontrapunkti. Ljóðin, sem tilheyra nokkrum öndvegisskáldum Íslendinga, eru ýmist myrk, kímin eða viðkvæmnisleg og mynda í meðförum hópsins eina óslitna heild frá upphafi til enda. Karl Ottós Runólfsson, fæddur í Reykjavík árið 1900, var einn af frumkvöðlum íslenskrar tónlistarsögu. Hann nam prentiðn og vann sem prentari til 25 ára aldurs en þá venti hann sínu kvæði í kross og fór í tónlistarnám. Hann starfaði við tónlist allar götur síðan sem hljóðfæraleikari, kennari, hljómsveitarstjóri og mjög afkastamikið tónskáld. Hann er líklega þekktastur fyrir sönglög sín, mörg hver afar ástsæl eins og Í fjarlægð og Nirfillinn.“ Tónlist Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Katrína Mogensen, söngkona Mammút, er í listrænum stellingum í nýju myndbandi fyrir kammerhópinn Kúbus sem er hér frumsýnt á Vísi. Í myndbandinu sjást hún og Sunneva Ása Weisshappel, sem leikstýrði því ásamt Katrínu, í undarlegum aðstæðum og vægast sagt í óvenjulegum búningum, sem þær útbjuggu einnig. Anní Ólafsdóttir sá um kvikmyndatöku og aðstoðarleikstjórn. Lagið sem hljómar undir heitir Síðasti dansinn og er eftir Karl O. Runólfsson. Kúbus hópurinn er þessa dagana að standa fyrir hópsöfnun á Karolina Fund þar sem fólk er hvatt til að styðja við plötuna Gekk ég aleinn, útgáfu þeirra á lögum Karls í nýjum útsetningum Hjartar Ingva Jóhannssonar. Jón Svavar Jósefsson barítón og Hildigunnur Einarsdóttir mezzosópran flytja lögin með hópnum. Söfnunin gengur með ágætum og er hópurinn kominn með nær 90% áheita sem til þarf þegar 6 dagar eru eftir af söfnuninni. Í fréttatilkynningu frá Kúbus kemur fram að hópurinn fékk Hjört Ingva, sem er píanóleikari, tónskáld og meðlimur í hljómsveitinni Hjaltalín, til að útsetja lögin fyrir útgáfuna: „Mörg laganna eru þekkt og dáð en hópurinn lagðist yfir allt höfundarverk Karls og gróf einnig upp óþekkta og gleymda gimsteina. Sönglög Karls Ottós öðlast nýtt líf í nýjum útsetningum Hjartar Ingva sem draga fram sérstætt og djarft tónmál tónskáldsins og einstaka tilfinningu hans fyrir kontrapunkti. Ljóðin, sem tilheyra nokkrum öndvegisskáldum Íslendinga, eru ýmist myrk, kímin eða viðkvæmnisleg og mynda í meðförum hópsins eina óslitna heild frá upphafi til enda. Karl Ottós Runólfsson, fæddur í Reykjavík árið 1900, var einn af frumkvöðlum íslenskrar tónlistarsögu. Hann nam prentiðn og vann sem prentari til 25 ára aldurs en þá venti hann sínu kvæði í kross og fór í tónlistarnám. Hann starfaði við tónlist allar götur síðan sem hljóðfæraleikari, kennari, hljómsveitarstjóri og mjög afkastamikið tónskáld. Hann er líklega þekktastur fyrir sönglög sín, mörg hver afar ástsæl eins og Í fjarlægð og Nirfillinn.“
Tónlist Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira