Myndband: Dóp, nornaseiður og satanískar orgíur á Íslandi Þórður Ingi Jónsson skrifar 11. september 2014 14:30 Electric Wizard eru undir miklum áhrifum af gömlum hryllingsmyndum. Breska þungamálmsveitin Electric Wizard hefur nú gefið út nýtt myndband fyrir lagið Sadiowitch og er það að hluta til tekið upp á Íslandi. Electric Wizard spila það sem kallast „doom metal“, hægur, drunandi og níðþungur málmur en sveitin Black Sabbath lagði grunninn að stefnunni. Electric Wizard eru undir miklum áhrifum af gömlum hryllingsmyndum, dulspeki, dópi og bókmenntaverkum H.P. Lovecraft.Myndbandið er skotið uppi á Íslandi, Belgíu og Póllandi. Myndefnið er dökkt og dulrænt en þar má sjá satanískar orgíur og trúarathafnir ásamt nornum sjóðandi saman nornaseið. Listamaðurinn Páll Banine aðstoðaði við gerð myndbandsins en því var leikstýrt af belgísku leikstýrunni Shazzula Vultura. „Þegar hún kom til landsins þá vantaði hana hauskúpu úr manneskju,“ segir Palli og hlær. „Það var helvíti feit pöntun en ég náði að útvega afsteypu af alvöru hauskúpu.“ Myndbandið var meðal annars tekið upp á Raufarhöfn, Hveravöllum og í Dimmuborgum. Það hefur verið fjarlægt af YouTube en hægt er að sjá það hér á þýsku Noisey heimasíðunni. Tónlist Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Breska þungamálmsveitin Electric Wizard hefur nú gefið út nýtt myndband fyrir lagið Sadiowitch og er það að hluta til tekið upp á Íslandi. Electric Wizard spila það sem kallast „doom metal“, hægur, drunandi og níðþungur málmur en sveitin Black Sabbath lagði grunninn að stefnunni. Electric Wizard eru undir miklum áhrifum af gömlum hryllingsmyndum, dulspeki, dópi og bókmenntaverkum H.P. Lovecraft.Myndbandið er skotið uppi á Íslandi, Belgíu og Póllandi. Myndefnið er dökkt og dulrænt en þar má sjá satanískar orgíur og trúarathafnir ásamt nornum sjóðandi saman nornaseið. Listamaðurinn Páll Banine aðstoðaði við gerð myndbandsins en því var leikstýrt af belgísku leikstýrunni Shazzula Vultura. „Þegar hún kom til landsins þá vantaði hana hauskúpu úr manneskju,“ segir Palli og hlær. „Það var helvíti feit pöntun en ég náði að útvega afsteypu af alvöru hauskúpu.“ Myndbandið var meðal annars tekið upp á Raufarhöfn, Hveravöllum og í Dimmuborgum. Það hefur verið fjarlægt af YouTube en hægt er að sjá það hér á þýsku Noisey heimasíðunni.
Tónlist Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira