Tvöfaldur sigur hjá Horschel - Fær 1,3 milljarð í verðlaunafé Jón Júlíus Karlsson skrifar 14. september 2014 22:39 Billy Horschel hefur verið frábær á síðustu vikum. Vísir/Getty Images Bandaríkjamaðurinn Billy Horschel er 1,3 milljörðum króna ríkari eftir sigur sinn á Tour Championship mótinu sem lauk í kvöld á PGA-mótaröðinni. Með sigrinum í kvöld þá tryggði Horschel sér einnig sigur í FedEx-bikarnum og fékk fyrir það um tíu milljónir dala. Horschel lék samtals á 11 höggum undir pari og varð þremur höggum betri en Jim Furyk og Rory McIlroy frá N-Írlandi sem deildu öðru sætinu. McIlroy var jafn Horschel fyrir lokahringinn en fann ekki taktinn í dag. Furyk var sá kylfingur sem sótti helst að Horschel en gaf eftir á lokaholunum. Fáir áttu von á því að Horschel myndi bera sigur úr býtum í keppninni um FedEx-bikarinn en Horschel hafði ekki átt gott tímabil þegar úrslitakeppnin hófst. Segja má að Horschel hafi toppað á hárréttum tíma en hann sigraði einnig í BMW Championship mótinu sem fram fór fyrir viku. Að auki varð Horschel í öðru sæti í Deutsche Bank mótinu sem var annað mótið af fjórum í FedEx-úrslitakeppninni. Frábær frammistaða hjá hinum 27 ára gamla Horschel sem á von á sínu fyrsta barni eftir nokkra daga. Chris Kirk, Jason Day og Justin Rose deildu fjórða sætinu á samtals sjö höggum undir pari. Golf Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Billy Horschel er 1,3 milljörðum króna ríkari eftir sigur sinn á Tour Championship mótinu sem lauk í kvöld á PGA-mótaröðinni. Með sigrinum í kvöld þá tryggði Horschel sér einnig sigur í FedEx-bikarnum og fékk fyrir það um tíu milljónir dala. Horschel lék samtals á 11 höggum undir pari og varð þremur höggum betri en Jim Furyk og Rory McIlroy frá N-Írlandi sem deildu öðru sætinu. McIlroy var jafn Horschel fyrir lokahringinn en fann ekki taktinn í dag. Furyk var sá kylfingur sem sótti helst að Horschel en gaf eftir á lokaholunum. Fáir áttu von á því að Horschel myndi bera sigur úr býtum í keppninni um FedEx-bikarinn en Horschel hafði ekki átt gott tímabil þegar úrslitakeppnin hófst. Segja má að Horschel hafi toppað á hárréttum tíma en hann sigraði einnig í BMW Championship mótinu sem fram fór fyrir viku. Að auki varð Horschel í öðru sæti í Deutsche Bank mótinu sem var annað mótið af fjórum í FedEx-úrslitakeppninni. Frábær frammistaða hjá hinum 27 ára gamla Horschel sem á von á sínu fyrsta barni eftir nokkra daga. Chris Kirk, Jason Day og Justin Rose deildu fjórða sætinu á samtals sjö höggum undir pari.
Golf Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira