Tvöfaldur sigur hjá Horschel - Fær 1,3 milljarð í verðlaunafé Jón Júlíus Karlsson skrifar 14. september 2014 22:39 Billy Horschel hefur verið frábær á síðustu vikum. Vísir/Getty Images Bandaríkjamaðurinn Billy Horschel er 1,3 milljörðum króna ríkari eftir sigur sinn á Tour Championship mótinu sem lauk í kvöld á PGA-mótaröðinni. Með sigrinum í kvöld þá tryggði Horschel sér einnig sigur í FedEx-bikarnum og fékk fyrir það um tíu milljónir dala. Horschel lék samtals á 11 höggum undir pari og varð þremur höggum betri en Jim Furyk og Rory McIlroy frá N-Írlandi sem deildu öðru sætinu. McIlroy var jafn Horschel fyrir lokahringinn en fann ekki taktinn í dag. Furyk var sá kylfingur sem sótti helst að Horschel en gaf eftir á lokaholunum. Fáir áttu von á því að Horschel myndi bera sigur úr býtum í keppninni um FedEx-bikarinn en Horschel hafði ekki átt gott tímabil þegar úrslitakeppnin hófst. Segja má að Horschel hafi toppað á hárréttum tíma en hann sigraði einnig í BMW Championship mótinu sem fram fór fyrir viku. Að auki varð Horschel í öðru sæti í Deutsche Bank mótinu sem var annað mótið af fjórum í FedEx-úrslitakeppninni. Frábær frammistaða hjá hinum 27 ára gamla Horschel sem á von á sínu fyrsta barni eftir nokkra daga. Chris Kirk, Jason Day og Justin Rose deildu fjórða sætinu á samtals sjö höggum undir pari. Golf Mest lesið Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Billy Horschel er 1,3 milljörðum króna ríkari eftir sigur sinn á Tour Championship mótinu sem lauk í kvöld á PGA-mótaröðinni. Með sigrinum í kvöld þá tryggði Horschel sér einnig sigur í FedEx-bikarnum og fékk fyrir það um tíu milljónir dala. Horschel lék samtals á 11 höggum undir pari og varð þremur höggum betri en Jim Furyk og Rory McIlroy frá N-Írlandi sem deildu öðru sætinu. McIlroy var jafn Horschel fyrir lokahringinn en fann ekki taktinn í dag. Furyk var sá kylfingur sem sótti helst að Horschel en gaf eftir á lokaholunum. Fáir áttu von á því að Horschel myndi bera sigur úr býtum í keppninni um FedEx-bikarinn en Horschel hafði ekki átt gott tímabil þegar úrslitakeppnin hófst. Segja má að Horschel hafi toppað á hárréttum tíma en hann sigraði einnig í BMW Championship mótinu sem fram fór fyrir viku. Að auki varð Horschel í öðru sæti í Deutsche Bank mótinu sem var annað mótið af fjórum í FedEx-úrslitakeppninni. Frábær frammistaða hjá hinum 27 ára gamla Horschel sem á von á sínu fyrsta barni eftir nokkra daga. Chris Kirk, Jason Day og Justin Rose deildu fjórða sætinu á samtals sjö höggum undir pari.
Golf Mest lesið Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti