Tvöfaldur sigur hjá Horschel - Fær 1,3 milljarð í verðlaunafé Jón Júlíus Karlsson skrifar 14. september 2014 22:39 Billy Horschel hefur verið frábær á síðustu vikum. Vísir/Getty Images Bandaríkjamaðurinn Billy Horschel er 1,3 milljörðum króna ríkari eftir sigur sinn á Tour Championship mótinu sem lauk í kvöld á PGA-mótaröðinni. Með sigrinum í kvöld þá tryggði Horschel sér einnig sigur í FedEx-bikarnum og fékk fyrir það um tíu milljónir dala. Horschel lék samtals á 11 höggum undir pari og varð þremur höggum betri en Jim Furyk og Rory McIlroy frá N-Írlandi sem deildu öðru sætinu. McIlroy var jafn Horschel fyrir lokahringinn en fann ekki taktinn í dag. Furyk var sá kylfingur sem sótti helst að Horschel en gaf eftir á lokaholunum. Fáir áttu von á því að Horschel myndi bera sigur úr býtum í keppninni um FedEx-bikarinn en Horschel hafði ekki átt gott tímabil þegar úrslitakeppnin hófst. Segja má að Horschel hafi toppað á hárréttum tíma en hann sigraði einnig í BMW Championship mótinu sem fram fór fyrir viku. Að auki varð Horschel í öðru sæti í Deutsche Bank mótinu sem var annað mótið af fjórum í FedEx-úrslitakeppninni. Frábær frammistaða hjá hinum 27 ára gamla Horschel sem á von á sínu fyrsta barni eftir nokkra daga. Chris Kirk, Jason Day og Justin Rose deildu fjórða sætinu á samtals sjö höggum undir pari. Golf Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Billy Horschel er 1,3 milljörðum króna ríkari eftir sigur sinn á Tour Championship mótinu sem lauk í kvöld á PGA-mótaröðinni. Með sigrinum í kvöld þá tryggði Horschel sér einnig sigur í FedEx-bikarnum og fékk fyrir það um tíu milljónir dala. Horschel lék samtals á 11 höggum undir pari og varð þremur höggum betri en Jim Furyk og Rory McIlroy frá N-Írlandi sem deildu öðru sætinu. McIlroy var jafn Horschel fyrir lokahringinn en fann ekki taktinn í dag. Furyk var sá kylfingur sem sótti helst að Horschel en gaf eftir á lokaholunum. Fáir áttu von á því að Horschel myndi bera sigur úr býtum í keppninni um FedEx-bikarinn en Horschel hafði ekki átt gott tímabil þegar úrslitakeppnin hófst. Segja má að Horschel hafi toppað á hárréttum tíma en hann sigraði einnig í BMW Championship mótinu sem fram fór fyrir viku. Að auki varð Horschel í öðru sæti í Deutsche Bank mótinu sem var annað mótið af fjórum í FedEx-úrslitakeppninni. Frábær frammistaða hjá hinum 27 ára gamla Horschel sem á von á sínu fyrsta barni eftir nokkra daga. Chris Kirk, Jason Day og Justin Rose deildu fjórða sætinu á samtals sjö höggum undir pari.
Golf Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira