Mercedes Benz tvöfaldar framleiðsluna á CLA-Class Finnur Thorlacius skrifar 16. september 2014 15:06 Mercedes Benz CLA-Class rennur út eins og heitar lummur. Svo vel hefur gengið að selja CLA-Class bíl Mercedes Benz að fyrirtækið hefur þurft að tvöfalda framleiðslu hans. Mercedes Benz CLA-Class var kynntur kaupendum snemma í fyrra og eftirspurnin eftir honum hefur verið það góð að forstjóri Mercedes Benz segir að hægt hefði verið að selja tvöfalt fleiri bíla ef þeir hefðu haft undan. Bíllinn er framleiddur í Ungverjalandi og í maí var þriðju vaktinni bætt við svo unnið er allan sólarhringinn við framleiðslu hans og allt sem í valdi Mercedes Benz er gert til að auka framleiðsluna. Víða í Bandaríkjunum er aðeins 10 daga birgðir til af bílnum en heilbrigt þykir að eiga 60 daga birgðir af bílum svo svara megi eftirspurn. Sala CLA-Class bílsins endurspeglar gott gengi Mercedes Benz þessa dagana og söluaukning fyrirtækisins er meiri en hjá bæði BMW og Audi á árinu og dregur Mercedes Benz nú á sölutölur hinna lúxusbílaframleiðendanna þýsku, sem bæði selja reyndar fleiri bíla á ári en Mercedes Benz. Mest lesið Engin röð á Læknavaktinni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent
Svo vel hefur gengið að selja CLA-Class bíl Mercedes Benz að fyrirtækið hefur þurft að tvöfalda framleiðslu hans. Mercedes Benz CLA-Class var kynntur kaupendum snemma í fyrra og eftirspurnin eftir honum hefur verið það góð að forstjóri Mercedes Benz segir að hægt hefði verið að selja tvöfalt fleiri bíla ef þeir hefðu haft undan. Bíllinn er framleiddur í Ungverjalandi og í maí var þriðju vaktinni bætt við svo unnið er allan sólarhringinn við framleiðslu hans og allt sem í valdi Mercedes Benz er gert til að auka framleiðsluna. Víða í Bandaríkjunum er aðeins 10 daga birgðir til af bílnum en heilbrigt þykir að eiga 60 daga birgðir af bílum svo svara megi eftirspurn. Sala CLA-Class bílsins endurspeglar gott gengi Mercedes Benz þessa dagana og söluaukning fyrirtækisins er meiri en hjá bæði BMW og Audi á árinu og dregur Mercedes Benz nú á sölutölur hinna lúxusbílaframleiðendanna þýsku, sem bæði selja reyndar fleiri bíla á ári en Mercedes Benz.
Mest lesið Engin röð á Læknavaktinni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent