Hólabrekkuskóli til fyrirmyndar Finnur Thorlacius skrifar 17. september 2014 14:14 Gangbraut í nágrenni Hólabrekkuskóla. Félag íslenskra bifreiðaeigenda mun veita Hólabrekkuskóla í Breiðholti viðurkenningu félagsins fyrir vel skilgreindar og vel merktar gönguleiðir fyrir skólabörnin í næsta nágrenni skólans. Afhendingin verður við stutta athöfn í sal Hólabrekkuskóla á morgun. Afhendingin er einskonar lokapunktur fyrsta áfanga gangbrautaverkefnis FÍB sl. vetur og á þessu hausti. Gangbrautaverkefni FÍB snýst um það að kanna gönguleiðir skólabarna um land allt, hversu góðar og öruggar þær eru og hvar er þörf á úrbótum og þá hvers konar úrbótum. Verkefninu er hins vegar hvergi lokið. Það mun halda áfram og FÍB hyggst kanna ástand þessara mála árlega og þrýsta á um úrbætur þar sem þeirra er brýnust þörf en veita viðurkenningu fyrir það sem vel er úr garði gert. Mikill fjöldi foreldra, aðstandenda og velunnara barna um allt land hefur tekið þátt í verkefninu með félaginu og sendi inn myndir af gönguleiðum skólabarna við skóla og við umferðargötur og yfir þær. Sérfræðingar félagsins, þeirra á meðal tæknistjóri Euro RAP öryggisrýni íslenskra vega, umboðsmenn félagsins og starfsmenn skoðuðu fjölmarga þessara staða og fóru yfir þau miklu gögn sem bárust. Síðan var haft samband við viðkomandi skóla og umferðaryfirvöld til að benda þeim á það sem telja mátti gott og annað sem betur mætti fara. Nú í haust hefur komið í ljós að átakið hefur leitt til fjölmargra endurbóta víða sem stuðla að bættu öryggi barnanna á leið þeirra í og úr skóla.Skólabörn á leið yfir gangbraut í nágrenni skólans. Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður
Félag íslenskra bifreiðaeigenda mun veita Hólabrekkuskóla í Breiðholti viðurkenningu félagsins fyrir vel skilgreindar og vel merktar gönguleiðir fyrir skólabörnin í næsta nágrenni skólans. Afhendingin verður við stutta athöfn í sal Hólabrekkuskóla á morgun. Afhendingin er einskonar lokapunktur fyrsta áfanga gangbrautaverkefnis FÍB sl. vetur og á þessu hausti. Gangbrautaverkefni FÍB snýst um það að kanna gönguleiðir skólabarna um land allt, hversu góðar og öruggar þær eru og hvar er þörf á úrbótum og þá hvers konar úrbótum. Verkefninu er hins vegar hvergi lokið. Það mun halda áfram og FÍB hyggst kanna ástand þessara mála árlega og þrýsta á um úrbætur þar sem þeirra er brýnust þörf en veita viðurkenningu fyrir það sem vel er úr garði gert. Mikill fjöldi foreldra, aðstandenda og velunnara barna um allt land hefur tekið þátt í verkefninu með félaginu og sendi inn myndir af gönguleiðum skólabarna við skóla og við umferðargötur og yfir þær. Sérfræðingar félagsins, þeirra á meðal tæknistjóri Euro RAP öryggisrýni íslenskra vega, umboðsmenn félagsins og starfsmenn skoðuðu fjölmarga þessara staða og fóru yfir þau miklu gögn sem bárust. Síðan var haft samband við viðkomandi skóla og umferðaryfirvöld til að benda þeim á það sem telja mátti gott og annað sem betur mætti fara. Nú í haust hefur komið í ljós að átakið hefur leitt til fjölmargra endurbóta víða sem stuðla að bættu öryggi barnanna á leið þeirra í og úr skóla.Skólabörn á leið yfir gangbraut í nágrenni skólans.
Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður