Sala rafmagsbíla og jepplinga eykst mest í Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 18. september 2014 11:35 Mesta aukning varð í sölu rafmagnsbíla, eins og þessa BMW i3 bíls. Sala bíla í Evrópu hefur aukist um 6% það sem af er ári en miklar breytingar hafa orðið á því hvaða gerðir bíla Evrópumenn velja sér. Sem dæmi jókst sala rafmagnsbíla um 91% á fyrri helmingi ársins og sala jepplinga um 89%. Sala lúxusbíla gengur einnig vel og í flokkunum lúxusbílar með coupe-lagi og mjög dýrir lúxusbílar hefur orðið 34% aukning í sölu. Í flokki lúxusjeppa varð 15% aukning og í flokki lúxusjepplinga varð 9% aukning. Mesta minnkun hefur orðið í flokkunum ódýrari bílar með coupe-lagi (26%), blæjubílar (12%) og smærri fjölnotabílar (9%). Sjá má alla flokka bíla og hvernig þeim hefur farnast í samanburði við sölu síðasta árs hér að neðan. Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent
Sala bíla í Evrópu hefur aukist um 6% það sem af er ári en miklar breytingar hafa orðið á því hvaða gerðir bíla Evrópumenn velja sér. Sem dæmi jókst sala rafmagnsbíla um 91% á fyrri helmingi ársins og sala jepplinga um 89%. Sala lúxusbíla gengur einnig vel og í flokkunum lúxusbílar með coupe-lagi og mjög dýrir lúxusbílar hefur orðið 34% aukning í sölu. Í flokki lúxusjeppa varð 15% aukning og í flokki lúxusjepplinga varð 9% aukning. Mesta minnkun hefur orðið í flokkunum ódýrari bílar með coupe-lagi (26%), blæjubílar (12%) og smærri fjölnotabílar (9%). Sjá má alla flokka bíla og hvernig þeim hefur farnast í samanburði við sölu síðasta árs hér að neðan.
Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent