Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Valur 23-23 | Dramatík í Austurberginu Guðmundur Marinó Ingvarsson í Austurbergi skrifar 18. september 2014 15:46 Vísir/Valli Valur og ÍR skildu jöfn 23-23 í hörku spennandi leik í fyrstu umferð Olísdeildar karla í handbolta í Austurberginu í Breiðholti í kvöld. Valur var 16-11 yfir í hálfleik. Það voru miklar sviptingar í leiknum og má rekja þær að miklu leyti til frábærrar markvörslu liðanna í sitt hvorum hálfleiknum. Í fyrri hálfleik var Stephen Nielsen á kostum í marki Vals en fyrri hálfleikurinn var mjög hraður og mikið um hraðaupphlaup og tapaða bolta sökum hraðans og að þetta er fyrsti leikur í Íslandsmóti. Það var mikið um glæsileg tilþrif og fyrir hálfleikurinn var afbragðs skemmtun. Í seinni hálfleik var það Arnór Freyr Stefánsson markvörður ÍR sem stal senunni. Frábær markvarsla hans hélt ÍR inni í leiknum en lengi vel átti ÍR í miklum vandræðum með að finna svör við varnarleik Vals. Leikurinn var mun hægari í seinni hálfleik, varnirnar betri og lítið um hröð upphlaup. Þrátt yfir að Valur næði að halda forystunni lengst af gafst ÍR aldrei upp og skoraði fjögur síðustu mörkin í leiknum en Arnór varði dauðafæri í síðustu sókn Vals áður en Björgvin Þór Hólmgeirsson jafnaði metin fyrir ÍR. Þetta er unnið stig hjá heimamönnum eins og leikurinn þróaðist en Valsmenn geta sjálfum sér kennt um að hafa ekki unnið leikinn því liðið fékk svo sannarlega færin til þess. Björgvin: Höfum vanalega hætt„Það er jákvætt að við höfum ekki hætt. Við höfum vanalega hætt fjórum mörkum undir og lítið eftir. Þetta var hrikalega sterkur punktur hjá okkur,“ sagði Björgvin Þór Hólmgeirsson stórskytta ÍR sem fór mikinn í kvöld. „Við klúðrum þremur vítum í fyrri hálfleik sem er ekki vanalegt hjá okkur. Við erum með tvær bestu vítaskytturnar á landinu. „Við gáfumst aldrei upp og ég þakka Arnóri markvörsluna í lokin þegar boltinn hrökk til Finns (Inga Stefánssonar). „Þessi punktur var eiginlega tapaður og þetta stig á eftir að hjálpa okkur heilmikið í vetur. Auðvitað vill maður tvö stigin en úr því sem komið var þá er maður ánægður með stigið,“ sagði Björgvin sem á von á jöfnum og spennandi vetri í Olísdeildinni. „Þetta verður jafnt í vetur. Valur er með breiðasta hópinn og er þess vegna spáð góðu gengu en það geta allir strítt öllum.“ Kári: Stutt í það verði stór bæting hjá okkur„Miðað við allt og allt og það sem er búið að gerast síðustu vikuna og slíkt þá vorum við bara mjög brattir og komumst í fimm mörk,“ sagði línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson sem gekk til liðs við Val í sumar. „Það dettur smá værukærð í leikinn hjá okkur og við skorum bara átta mörk í seinni hálfleik sem er mjög slappt. Á móti þá hélt vörnin vel og markmaðurinn var frábær hjá okkur. „Mér fannst við fara illa með færin í seinni hálfleik. Við klikkum örugglega á svona tíu dauðafærum og tveimur vítaköstum. Það er dýrt. En heilt yfir erum við að skapa okkur ágætis tækifæri en það er þessi herslumunur. „Þetta var fyrsti leikur og það er stutt í að það verði stór bæting hjá okkur,“ sagði Kári sem náði sér ekki á strik framan af leik en náði þó að skora tvö mörk seint í leiknum. „Við erum búnir að setja aðeins meira bensín í vörnina og það sést augljóslega. Við þurfum að fara að vinna betur í sóknarleiknum og það tekur alltaf tíma að finna taktinn þegar maður kemur í nýtt lið. „Þetta er alltaf tveggja manna tal með mig og útispilarana og ég er bjartsýnn á að það eigi eftir að ganga vel. „Það er alltaf sviptingar með nýjum þjálfurum og fyrirvarinn var stuttur. Við verðum bara að vera bjartir og getum ekki staldrað mjög lengi við þennan leik og verið fúlir yfir þessu. Ég hugsa frekar að punktur séu punktur frekar en að við höfum tapað honum,“ sagði Kári Kristján. Olís-deild karla Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Sjá meira
Valur og ÍR skildu jöfn 23-23 í hörku spennandi leik í fyrstu umferð Olísdeildar karla í handbolta í Austurberginu í Breiðholti í kvöld. Valur var 16-11 yfir í hálfleik. Það voru miklar sviptingar í leiknum og má rekja þær að miklu leyti til frábærrar markvörslu liðanna í sitt hvorum hálfleiknum. Í fyrri hálfleik var Stephen Nielsen á kostum í marki Vals en fyrri hálfleikurinn var mjög hraður og mikið um hraðaupphlaup og tapaða bolta sökum hraðans og að þetta er fyrsti leikur í Íslandsmóti. Það var mikið um glæsileg tilþrif og fyrir hálfleikurinn var afbragðs skemmtun. Í seinni hálfleik var það Arnór Freyr Stefánsson markvörður ÍR sem stal senunni. Frábær markvarsla hans hélt ÍR inni í leiknum en lengi vel átti ÍR í miklum vandræðum með að finna svör við varnarleik Vals. Leikurinn var mun hægari í seinni hálfleik, varnirnar betri og lítið um hröð upphlaup. Þrátt yfir að Valur næði að halda forystunni lengst af gafst ÍR aldrei upp og skoraði fjögur síðustu mörkin í leiknum en Arnór varði dauðafæri í síðustu sókn Vals áður en Björgvin Þór Hólmgeirsson jafnaði metin fyrir ÍR. Þetta er unnið stig hjá heimamönnum eins og leikurinn þróaðist en Valsmenn geta sjálfum sér kennt um að hafa ekki unnið leikinn því liðið fékk svo sannarlega færin til þess. Björgvin: Höfum vanalega hætt„Það er jákvætt að við höfum ekki hætt. Við höfum vanalega hætt fjórum mörkum undir og lítið eftir. Þetta var hrikalega sterkur punktur hjá okkur,“ sagði Björgvin Þór Hólmgeirsson stórskytta ÍR sem fór mikinn í kvöld. „Við klúðrum þremur vítum í fyrri hálfleik sem er ekki vanalegt hjá okkur. Við erum með tvær bestu vítaskytturnar á landinu. „Við gáfumst aldrei upp og ég þakka Arnóri markvörsluna í lokin þegar boltinn hrökk til Finns (Inga Stefánssonar). „Þessi punktur var eiginlega tapaður og þetta stig á eftir að hjálpa okkur heilmikið í vetur. Auðvitað vill maður tvö stigin en úr því sem komið var þá er maður ánægður með stigið,“ sagði Björgvin sem á von á jöfnum og spennandi vetri í Olísdeildinni. „Þetta verður jafnt í vetur. Valur er með breiðasta hópinn og er þess vegna spáð góðu gengu en það geta allir strítt öllum.“ Kári: Stutt í það verði stór bæting hjá okkur„Miðað við allt og allt og það sem er búið að gerast síðustu vikuna og slíkt þá vorum við bara mjög brattir og komumst í fimm mörk,“ sagði línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson sem gekk til liðs við Val í sumar. „Það dettur smá værukærð í leikinn hjá okkur og við skorum bara átta mörk í seinni hálfleik sem er mjög slappt. Á móti þá hélt vörnin vel og markmaðurinn var frábær hjá okkur. „Mér fannst við fara illa með færin í seinni hálfleik. Við klikkum örugglega á svona tíu dauðafærum og tveimur vítaköstum. Það er dýrt. En heilt yfir erum við að skapa okkur ágætis tækifæri en það er þessi herslumunur. „Þetta var fyrsti leikur og það er stutt í að það verði stór bæting hjá okkur,“ sagði Kári sem náði sér ekki á strik framan af leik en náði þó að skora tvö mörk seint í leiknum. „Við erum búnir að setja aðeins meira bensín í vörnina og það sést augljóslega. Við þurfum að fara að vinna betur í sóknarleiknum og það tekur alltaf tíma að finna taktinn þegar maður kemur í nýtt lið. „Þetta er alltaf tveggja manna tal með mig og útispilarana og ég er bjartsýnn á að það eigi eftir að ganga vel. „Það er alltaf sviptingar með nýjum þjálfurum og fyrirvarinn var stuttur. Við verðum bara að vera bjartir og getum ekki staldrað mjög lengi við þennan leik og verið fúlir yfir þessu. Ég hugsa frekar að punktur séu punktur frekar en að við höfum tapað honum,“ sagði Kári Kristján.
Olís-deild karla Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Sjá meira