Harleyinn hans Peter Fonda úr Easy Rider til sölu Finnur Thorlacius skrifar 19. september 2014 15:11 Hjólið góða úr Easy Rider myndinni. Fá mótorhjól eru frægari en þessi Harley Davidson úr kvikmyndinni Easy Rider frá árinu 1969. Það var Peter Fonda sem ók um á þessum fák, en aðrir þekktir leikarar í þessari mynd voru Dennis Hopper og Jack Nicholson. Hjólið fræga verður boðið upp í Kaliforníu á næstunni og búist er við því að 1,2 milljónir dollara fáist fyrir það, eða hátt í 150 milljónir króna. Útliti hjólsins er að mestu frá Peter Fonda sjálfum komið, hann vildi hafa þetta heljarlanga stýri, mála bensíntankinn í fánalitunum bandarísku og heilmikið króm. Smíðuð voru fjögur svona hjól fyrir myndina, en þremur þeirra var stolið og hefur ekkert spurst til þeirra síðan. Eftir að tökur á myndinni voru afstaðnar afhenti Peter Fonda þeim sem viðhaldið hafði því meðan á tökum stóð, Dan nokkrum Haggerty. Hann átti það heillengi og hélt því vel við en á endanum fékk það pláss á Motorcycle Museum í Iowa fylki. Það var svo Michael Eisenberg sem keypti hjólið og hefur nú ákveðið að selja það hæstbjóðanda. Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent
Fá mótorhjól eru frægari en þessi Harley Davidson úr kvikmyndinni Easy Rider frá árinu 1969. Það var Peter Fonda sem ók um á þessum fák, en aðrir þekktir leikarar í þessari mynd voru Dennis Hopper og Jack Nicholson. Hjólið fræga verður boðið upp í Kaliforníu á næstunni og búist er við því að 1,2 milljónir dollara fáist fyrir það, eða hátt í 150 milljónir króna. Útliti hjólsins er að mestu frá Peter Fonda sjálfum komið, hann vildi hafa þetta heljarlanga stýri, mála bensíntankinn í fánalitunum bandarísku og heilmikið króm. Smíðuð voru fjögur svona hjól fyrir myndina, en þremur þeirra var stolið og hefur ekkert spurst til þeirra síðan. Eftir að tökur á myndinni voru afstaðnar afhenti Peter Fonda þeim sem viðhaldið hafði því meðan á tökum stóð, Dan nokkrum Haggerty. Hann átti það heillengi og hélt því vel við en á endanum fékk það pláss á Motorcycle Museum í Iowa fylki. Það var svo Michael Eisenberg sem keypti hjólið og hefur nú ákveðið að selja það hæstbjóðanda.
Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent