15,6% aukning í bílasölu í ágúst Finnur Thorlacius skrifar 1. september 2014 09:51 Meðalaldur bílaflota landsmanna er nú um 12 ár. Sala á nýjum fólksbílum í ágúst jókst um 15,6% milli ára. Nýskráðir fólksbílar í ágúst voru 496 stk. á móti 429 í sama mánuði 2013 eða aukning um 67 bíla. Samtals hafa verið skráðir 7.616 fólksbílar á fyrstu átta mánuðum ársins og er það 29,2% aukning frá fyrra ári. Sala nýrra bíla hefur verið góð það sem af er ári sem og sala notaðra bíla. Aukning hefur verið í nýskráningum fólksbíla til einstaklinga og fyrirtækja allt árið en þegar komið er fram á þennan árstíma er búið að afgreiða stærstan hluta af þeim bílum sem fara til bílaleiga. Bílafloti landsmanna er orðin gamall eða að meðaltali 12 ára. Gamlir bílar eru töluvert óöruggari og eyðslufrekari en nýir bílar og því er það ánægjulegt að sjá að nýskráningum fjölgar, segir Özur Lárusson framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins. Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent
Sala á nýjum fólksbílum í ágúst jókst um 15,6% milli ára. Nýskráðir fólksbílar í ágúst voru 496 stk. á móti 429 í sama mánuði 2013 eða aukning um 67 bíla. Samtals hafa verið skráðir 7.616 fólksbílar á fyrstu átta mánuðum ársins og er það 29,2% aukning frá fyrra ári. Sala nýrra bíla hefur verið góð það sem af er ári sem og sala notaðra bíla. Aukning hefur verið í nýskráningum fólksbíla til einstaklinga og fyrirtækja allt árið en þegar komið er fram á þennan árstíma er búið að afgreiða stærstan hluta af þeim bílum sem fara til bílaleiga. Bílafloti landsmanna er orðin gamall eða að meðaltali 12 ára. Gamlir bílar eru töluvert óöruggari og eyðslufrekari en nýir bílar og því er það ánægjulegt að sjá að nýskráningum fjölgar, segir Özur Lárusson framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins.
Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent