Framkvæmdir við opnun Comma í Smáralindinni eru á fullum gangi. Verslunin opnar næstkomandi fimmtudag klukkan 18 og verður opið til 21 í kvöldopnun Smáralindar eins og öll fimmtudagskvöld.
Þessa dagana eru sérfræðingar frá Comma í Þýskalandi að vinna með rekstraraðilum Comma á Íslandi í standsetningu verslunarinnar. Undanfarna daga hafa verið menn hér á landi til að setja upp allar innréttingarnar sem koma frá Þýskalandi og í gærkvöldi komu til landsins sérfræðingar í útstillingum og framsetningu verslunarinnar. Þeir verða hér á landi fram yfir opnun hennar.
Lífið kíkti í heimsókn í Comma og tók meðfylgjandi myndir. Eins og sjá má verður verslunin afar vegleg og glæsileg.
Til að skoða Comma fatnaðinn sem fáanlegur verður í versluninni er bent á Facebook-síðu Comma á Íslandi. Þar er einnig hægt að taka þátt í skemmtilegum Facebook-leik í tilefni opnunarinnar á fimmtudaginn.
Allt að verða klárt fyrir opnun Comma á fimmtudaginn
