Tesla reisir risarafhlöðuverksmiðju í Nevada Finnur Thorlacius skrifar 8. september 2014 10:33 Teikning af risarafhlöðuverksmiðju Tesla í Nevada sem veita mun 6.500 manns störf. Rafbílaframleiðandinn Tesla greindi fyrir nokkru frá áformum sínum að reisa risarafhlöðuverksmiðju sem kosta mun 5 milljarða dollara að reisa. Nokkur ríki Bandaríkjanna kepptu um að fá þessa verksmiðju reista í sínu ríki og tók Tesla þá ákvörðun í síðustu viku að reisa verksmiðjuna í Nevada. Tesla fær 1,2 milljarða dollara fyrirgreiðslu frá Nevada til næstu 20 ára í formi skattaafslátta. Tesla reisir þessa verksmiðju í samstarfi við Panasonic sem útvega mun lithium-ion sellurnar í rafhlöðurnar. Tilkoma þessarar risaverksmiðju gerir Tesla kleift að lækka mjög kostnað við framleiðslu þessara rafhlaða og gera bíla Tesla samkeppnishæfari við bíla sem eru með hefðbundnar brunavélar. Framleiðsla á nýjum bíl Tesla, Model 3, veltur mjög á þessari verksmiðju en sá bíll á að verða talsvert ódýrari en núverandi Model S bíll og væntanlegum Model X, fjórhjóladrifnum bíl frá rafbílaframleiðandanum sem kemur á markað seinna á þessu ári. Risarafhlöðuverksmiðjan í Nevada mun á endanum skapa störf fyrir 6.500 manns. Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent
Rafbílaframleiðandinn Tesla greindi fyrir nokkru frá áformum sínum að reisa risarafhlöðuverksmiðju sem kosta mun 5 milljarða dollara að reisa. Nokkur ríki Bandaríkjanna kepptu um að fá þessa verksmiðju reista í sínu ríki og tók Tesla þá ákvörðun í síðustu viku að reisa verksmiðjuna í Nevada. Tesla fær 1,2 milljarða dollara fyrirgreiðslu frá Nevada til næstu 20 ára í formi skattaafslátta. Tesla reisir þessa verksmiðju í samstarfi við Panasonic sem útvega mun lithium-ion sellurnar í rafhlöðurnar. Tilkoma þessarar risaverksmiðju gerir Tesla kleift að lækka mjög kostnað við framleiðslu þessara rafhlaða og gera bíla Tesla samkeppnishæfari við bíla sem eru með hefðbundnar brunavélar. Framleiðsla á nýjum bíl Tesla, Model 3, veltur mjög á þessari verksmiðju en sá bíll á að verða talsvert ódýrari en núverandi Model S bíll og væntanlegum Model X, fjórhjóladrifnum bíl frá rafbílaframleiðandanum sem kemur á markað seinna á þessu ári. Risarafhlöðuverksmiðjan í Nevada mun á endanum skapa störf fyrir 6.500 manns.
Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent