Lítill áhugi á tengimöguleikum í bílum Finnur Thorlacius skrifar 9. september 2014 10:09 Lítill áhugi er á þeirri nýjustu tækni sem nú býðst í bílum, að minnsta kosti í Bandaríkjunum. Bílaframleiðendur leggja mikla áherslu á að bílar þeirra séu búnir allra nýjustu tengimöguleikum og tækni hvað varðar afspilun tónlistar og nettengingar við umheiminn. Þess vegna er eðlilegt að áætla að kaupendur leggðu mikið uppúr slíku við kaup á nýjum bílum og hefðu mikinn áhuga á þessari tækni. Ný könnun sem gerð var meðal kaupenda nýrra bíla í Bandaríkjunum bendir hinsvegar til þess að svo sé alls ekki. Aðspurð um mikilvægi nettengingu bíla og búnað í þeim sem stjórna má með raddskipunum höfðu 15% aðspurðra aldrei heyrt af þannig búnaði. Ein 44% aðspurðra hafði heyrt að slíkum búnaði en hafði ekki notast við hann og 41% hafði heyrt af þannig búnaði eða hafði reynslu af notkun hans. Samkvæmt þessu hafa kaupendur því gert litla kröfu til bílaframleiðenda að þeir búi nýja bíla sína með þessari tækni og það stendur ekki til að nota hann ef hann er til staðar. Því ættu bílaframleiðendur að hugsa sig um af hverju þeir hækka verð bíla sinna með dýrum búnaði sem enginn hefur beðið um og fáir ætla að nota. Það kom ennfremur fram í könnuninn að fólk er hrætt við að nota nettengingu í bílum af ótta við að þá sé hægt að fylgjast með því. Sívaxandi fréttir af möguleikum hakkara til að komast inn í tölvubúnað bíla gegnum nettengingu þeirra hræðir fólk og gerir það andhverft við notkun hans og tilvist. Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent
Bílaframleiðendur leggja mikla áherslu á að bílar þeirra séu búnir allra nýjustu tengimöguleikum og tækni hvað varðar afspilun tónlistar og nettengingar við umheiminn. Þess vegna er eðlilegt að áætla að kaupendur leggðu mikið uppúr slíku við kaup á nýjum bílum og hefðu mikinn áhuga á þessari tækni. Ný könnun sem gerð var meðal kaupenda nýrra bíla í Bandaríkjunum bendir hinsvegar til þess að svo sé alls ekki. Aðspurð um mikilvægi nettengingu bíla og búnað í þeim sem stjórna má með raddskipunum höfðu 15% aðspurðra aldrei heyrt af þannig búnaði. Ein 44% aðspurðra hafði heyrt að slíkum búnaði en hafði ekki notast við hann og 41% hafði heyrt af þannig búnaði eða hafði reynslu af notkun hans. Samkvæmt þessu hafa kaupendur því gert litla kröfu til bílaframleiðenda að þeir búi nýja bíla sína með þessari tækni og það stendur ekki til að nota hann ef hann er til staðar. Því ættu bílaframleiðendur að hugsa sig um af hverju þeir hækka verð bíla sinna með dýrum búnaði sem enginn hefur beðið um og fáir ætla að nota. Það kom ennfremur fram í könnuninn að fólk er hrætt við að nota nettengingu í bílum af ótta við að þá sé hægt að fylgjast með því. Sívaxandi fréttir af möguleikum hakkara til að komast inn í tölvubúnað bíla gegnum nettengingu þeirra hræðir fólk og gerir það andhverft við notkun hans og tilvist.
Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent