Robert Plant vill vinna með Jack White Þórður Ingi Jónsson skrifar 9. september 2014 20:00 Getty Tónlistarmaðurinn og Íslandsvinurinn Jack White hefur unnið með fjöldanum öllum af frægum rokkurum í gegnum tíðina svo sem Wanda Jackson, Neil Young og Jerry Lee Lewis. Nú hefur rokkrisaeðlan og annar Íslandsvinur Robert Plant úr Led Zeppelin lýst yfir áhuga sínum á því að vinna með White. Plant vinnur nú að nýrri plötu og samkvæmt tónlistarmiðlinum Consequence of Sound sagði Plant á Fésbókinni sinni: „Ég elska ævintýrasemina hans Jack White og hvernig hann leikur sér með mismunandi tónlistarstefnur. Ég væri mjög til í að vinna breiðskífu með honum.“ Plant er á leiðinni til Nashville í næstu viku en þar er upptökuver Whites einmitt staðsett. White verður því miður á tónleikaferðalagi þá en báðir rokkararnir munu halda eigin tónleika í Leeds í Bretlandi 17. nóvember. Hugsanlega verður eitthvað úr samstarfinu upp úr því en lag með þeim tveim myndi vafalaust gleðja marga rokkaðdáendur heimsins. Tónlist Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Tónlistarmaðurinn og Íslandsvinurinn Jack White hefur unnið með fjöldanum öllum af frægum rokkurum í gegnum tíðina svo sem Wanda Jackson, Neil Young og Jerry Lee Lewis. Nú hefur rokkrisaeðlan og annar Íslandsvinur Robert Plant úr Led Zeppelin lýst yfir áhuga sínum á því að vinna með White. Plant vinnur nú að nýrri plötu og samkvæmt tónlistarmiðlinum Consequence of Sound sagði Plant á Fésbókinni sinni: „Ég elska ævintýrasemina hans Jack White og hvernig hann leikur sér með mismunandi tónlistarstefnur. Ég væri mjög til í að vinna breiðskífu með honum.“ Plant er á leiðinni til Nashville í næstu viku en þar er upptökuver Whites einmitt staðsett. White verður því miður á tónleikaferðalagi þá en báðir rokkararnir munu halda eigin tónleika í Leeds í Bretlandi 17. nóvember. Hugsanlega verður eitthvað úr samstarfinu upp úr því en lag með þeim tveim myndi vafalaust gleðja marga rokkaðdáendur heimsins.
Tónlist Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira