Sættir takast hjá ungum rappkóngum Þórður Ingi Jónsson skrifar 21. ágúst 2014 23:00 Spaceghostpurrp (t.v.) og A$AP Rocky árið 2011, þegar allir voru vinir í skóginum. Ekki liggur fyrir hvenær gulltennur verða stórt tískufyrirbæri hér á landi. Rappaðdáendur heimsins glöddust vafalaust í dag þegar tónlistarmaðurinn Spaceghostpurrp frá Miami átti samræður á Twitter við A$AP Yams, umboðsmann og hægri hönd rappstjörnunnar A$AP Rocky frá New York. A$AP Rocky og Spaceghostpurrp unnu mikið saman á sínum tíma en síðan slettist upp á vinskapinn hjá þeim köppum árið 2012. Eftir það var mikill rígur á milli rapphópa þeirra beggja, Raider Klan og A$AP Mob. Af Twitter-síðu Spaceghostpurrp má hins vegar álykta að deilunni sé lokið. „Var að rabba við A$AP Yams í símann. Klan og A$AP eru komnir aftur, skilurðu... ÁST OG FRIÐUR,“ segir Purrp á síðunni sinni, sérvitur að vana. Ágreiningurinn var oft grimmur á köflum og færðist stundum harka í leikinn. Samkvæmt A$AP Rocky voru þeir tveir hins vegar mjög nánir áður en það slitnaði upp úr milli þeirra. „Hann átti heima hjá mér á sínum tíma. Mamma mín sá um hann. Áður en ég var með plötusamning deildum við saman mat og læti,“ sagði Rocky í viðtali við hipp-hopp tímaritið Complex árið 2011. Spaceghostpurrp og A$AP Rocky hafa vakið mikla athygli seinustu ár í tónlistarheiminum. Spaceghost er taktsmiður og rappari sem býr til afar myrka og sveimkennt rapp með töktum sem eru oft mjög „lo-fi“ og kakófónískir. A$AP Rocky er helst þekktur fyrir að blanda saman sígildu New York rappi við hægt, afslappað rapp sem á uppruna sinn í Suðurríkjunum og er þekkt sem „chopped‘n‘screwed“ rapp. Hér fyrir neðan má heyra lag sem kapparnir gerðu saman þegar allt lék í lyndi árið 2012. Tónlist Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Rappaðdáendur heimsins glöddust vafalaust í dag þegar tónlistarmaðurinn Spaceghostpurrp frá Miami átti samræður á Twitter við A$AP Yams, umboðsmann og hægri hönd rappstjörnunnar A$AP Rocky frá New York. A$AP Rocky og Spaceghostpurrp unnu mikið saman á sínum tíma en síðan slettist upp á vinskapinn hjá þeim köppum árið 2012. Eftir það var mikill rígur á milli rapphópa þeirra beggja, Raider Klan og A$AP Mob. Af Twitter-síðu Spaceghostpurrp má hins vegar álykta að deilunni sé lokið. „Var að rabba við A$AP Yams í símann. Klan og A$AP eru komnir aftur, skilurðu... ÁST OG FRIÐUR,“ segir Purrp á síðunni sinni, sérvitur að vana. Ágreiningurinn var oft grimmur á köflum og færðist stundum harka í leikinn. Samkvæmt A$AP Rocky voru þeir tveir hins vegar mjög nánir áður en það slitnaði upp úr milli þeirra. „Hann átti heima hjá mér á sínum tíma. Mamma mín sá um hann. Áður en ég var með plötusamning deildum við saman mat og læti,“ sagði Rocky í viðtali við hipp-hopp tímaritið Complex árið 2011. Spaceghostpurrp og A$AP Rocky hafa vakið mikla athygli seinustu ár í tónlistarheiminum. Spaceghost er taktsmiður og rappari sem býr til afar myrka og sveimkennt rapp með töktum sem eru oft mjög „lo-fi“ og kakófónískir. A$AP Rocky er helst þekktur fyrir að blanda saman sígildu New York rappi við hægt, afslappað rapp sem á uppruna sinn í Suðurríkjunum og er þekkt sem „chopped‘n‘screwed“ rapp. Hér fyrir neðan má heyra lag sem kapparnir gerðu saman þegar allt lék í lyndi árið 2012.
Tónlist Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“