Fimmtán ára skellti einni þeirri bestu í New York Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. ágúst 2014 12:00 CiCi Bellis skrifaði nafn sitt í sögubækurnar. vísir/getty CiCi Bellis, sem er fimmtán ára gömul og í 1.208. sæti á heimslistanum, gerði sér lítið fyrir og vann Dominiku Cibulkovu (12. sæti heimslistans) í fyrstu umferð opna bandaríska meistaramótsins í tennis í gærkvöldi; 6-1 4-6 og 6-4. Þetta eru ein ótrúlegustu úrslit sem sést hafa í tennis í langan tíma, en Bellis fékk keppnisrétt á mótinu með því að vinna bandaríska meistaramótið í stúlknaflokki. Hún er sú yngsta sem vinnur leik á opna bandaríska síðan Anna Kournikova komst í fjórðu umferð mótsins árið 1996, en hún var þá 59 dögum yngri en Bellis. Bellis er yngsti keppandinn á risamóti í tennis í níu ár, en hún hefur aldrei spilað á WTA-mótaröðinni. Þá hefur hún aðeins spilað tólf leiki á ITF-mótaröðinni sem er lægra skrifuð. CiCi Bellis heitir fullu nafni Catherine Cartan Bellis og er fædd 8. apríl 1999. Hún er frá San Francisco og hélt upp á KimClijsters í æsku. Bellis æfði einnig knattspyrnu sem barn, en valdi tennis fram yfir boltann þegar hún var tíu ára gömul. „Mér líður frábærlega - ég er alveg orðlaus,“ sagði Bellis hæstánægð eftir sigurinn. „Ég fór inn í leikinn hugsandi hversu góð reynsla þetta yrði, en mér datt aldrei í hug að ég myndi vinna.“vísir/gettyvísir/gettyvísir/getty Tennis Tengdar fréttir Ævintýralegt högg Federers fékk Jordan til að hlæja | Myndband Svisslendingurinn bauð enn eina ferðina upp á svakalegt högg á milli fóta sér sem skilaði stigi. 27. ágúst 2014 10:00 Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Fleiri fréttir Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana Sjá meira
CiCi Bellis, sem er fimmtán ára gömul og í 1.208. sæti á heimslistanum, gerði sér lítið fyrir og vann Dominiku Cibulkovu (12. sæti heimslistans) í fyrstu umferð opna bandaríska meistaramótsins í tennis í gærkvöldi; 6-1 4-6 og 6-4. Þetta eru ein ótrúlegustu úrslit sem sést hafa í tennis í langan tíma, en Bellis fékk keppnisrétt á mótinu með því að vinna bandaríska meistaramótið í stúlknaflokki. Hún er sú yngsta sem vinnur leik á opna bandaríska síðan Anna Kournikova komst í fjórðu umferð mótsins árið 1996, en hún var þá 59 dögum yngri en Bellis. Bellis er yngsti keppandinn á risamóti í tennis í níu ár, en hún hefur aldrei spilað á WTA-mótaröðinni. Þá hefur hún aðeins spilað tólf leiki á ITF-mótaröðinni sem er lægra skrifuð. CiCi Bellis heitir fullu nafni Catherine Cartan Bellis og er fædd 8. apríl 1999. Hún er frá San Francisco og hélt upp á KimClijsters í æsku. Bellis æfði einnig knattspyrnu sem barn, en valdi tennis fram yfir boltann þegar hún var tíu ára gömul. „Mér líður frábærlega - ég er alveg orðlaus,“ sagði Bellis hæstánægð eftir sigurinn. „Ég fór inn í leikinn hugsandi hversu góð reynsla þetta yrði, en mér datt aldrei í hug að ég myndi vinna.“vísir/gettyvísir/gettyvísir/getty
Tennis Tengdar fréttir Ævintýralegt högg Federers fékk Jordan til að hlæja | Myndband Svisslendingurinn bauð enn eina ferðina upp á svakalegt högg á milli fóta sér sem skilaði stigi. 27. ágúst 2014 10:00 Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Fleiri fréttir Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana Sjá meira
Ævintýralegt högg Federers fékk Jordan til að hlæja | Myndband Svisslendingurinn bauð enn eina ferðina upp á svakalegt högg á milli fóta sér sem skilaði stigi. 27. ágúst 2014 10:00