12 ára vann Volvo með holu í höggi Finnur Thorlacius skrifar 27. ágúst 2014 14:07 Varla gat hin 12 ára gamla Natasha Oon fundið heppilegri tímasetningu á sína fyrstu holu í höggi. Hún var stödd ásamt foreldrum sínum á Ladies Amateur Open Championship í Malasíu og sló golfboltann á einni holunni með 8-járni. Boltinn fór beinustu leið í holuna, sem að sjálfsögðu var par 3. Það sem hún vissi ekki, eða öllu heldur sá ekki, var skilti eitt sem stóð við brautina. Á því stóð að ef einhver keppenda færi holu í höggi á brautinni yrði sá hinn sami einum Volvo XC60 T5 jepplingi ríkari. Hún þarf því að bíða í nokkur ár eftir að njóta vinningsins, en þó, hún getur setið í og látið foreldrana aka. Henni á víst að hafa orðið að orði til móður sinnar þegar henni var afhentur bíllinn; „þetta er bíllinn sem þú munt aka mér á í skólann.“ Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent
Varla gat hin 12 ára gamla Natasha Oon fundið heppilegri tímasetningu á sína fyrstu holu í höggi. Hún var stödd ásamt foreldrum sínum á Ladies Amateur Open Championship í Malasíu og sló golfboltann á einni holunni með 8-járni. Boltinn fór beinustu leið í holuna, sem að sjálfsögðu var par 3. Það sem hún vissi ekki, eða öllu heldur sá ekki, var skilti eitt sem stóð við brautina. Á því stóð að ef einhver keppenda færi holu í höggi á brautinni yrði sá hinn sami einum Volvo XC60 T5 jepplingi ríkari. Hún þarf því að bíða í nokkur ár eftir að njóta vinningsins, en þó, hún getur setið í og látið foreldrana aka. Henni á víst að hafa orðið að orði til móður sinnar þegar henni var afhentur bíllinn; „þetta er bíllinn sem þú munt aka mér á í skólann.“
Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent