Tuttuguföld gliðnun lands við Vatnajökul Svavar Hávarðsson skrifar 28. ágúst 2014 10:00 Nú er talið að berggangurinn sé á minna dýpi en talið hefur verið - jörð hefur sigið yfir ganginum í Holuhrauni og sigkatlar sjást í sporði Dyngjujökuls. Fréttablaðið/GVA Mælingar á umbrotasvæðinu í norðanverðum Vatnajökli sýna færslu á yfirborði sem nemur um 40 sentímetrum. Það er rúmlega tuttuguföld gliðnun á Íslandi að meðaltali á ári. Gliðnunin hefur tvöfaldast á aðeins fimm dögum. Landmælingar (GPS) sýna að færsla lands á milli mælistöðva sem staðsettar eru á Dyngjuhálsi annars vegar, og lóninu Gengissigi í Kverkfjöllum, hins vegar, er orðin rúmlega 40 sentímetrar síðan jarðhræringarnar undir Vatnajökli hófust 16. ágúst, að mati Þóru Árnadóttur, jarðeðlisfræðings hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Þóra telur þetta vera mestu færslur sem sést hafa á Norðurgosbeltinu síðan í Kröflueldum. „Færslan á yfirborði nær ganginum er ennþá meiri og við eigum von á að endurmælingar á GPS-neti á svæðinu gefi mun stærri hreyfingar,“ segir Þóra. Viðlíka atburðir hafa aðeins orðið á Havaí og í Eþíópíu, að hennar sögn. Til marks um átökin í náttúrunni segir Þóra að allar GPS-mælistöðvar á svæðinu sýni orðið hreyfingar vegna kvikuinnskotsins, og nefnir í því ljósi að fleiri mælar mættu vera á svæðinu. „Við erum farin að horfa á mun stærra svæði en í upphafi. Við sjáum færslu á mælistöð í Kiðagili, sem er rúmlega 40 kílómetra frá norðurenda berggangsins. Við sjáum gríðarmiklar hreyfingar á Dyngjuhálsi, sem er 20 kílómetra þar frá, og á Háumýrum, þar sem fjarlægðin nálgast 60 kílómetra fyrir vestsuðvestan ganginn,“ segir Þóra. Berggangurinn, sem kominn er um ellefu kílómetra norður fyrir sporð Dyngjujökuls, hefur valdið verulegum spennubreytingum á stóru svæði, m.a. til norðurs, sem gæti skýrt skjálftavirkni í Öskju í fyrrinótt. Þar mældist skjálfti sem var 4,5 stig, sá stærsti síðan 1992, að því er næst verður komist. Bárðarbunga Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Sjá meira
Mælingar á umbrotasvæðinu í norðanverðum Vatnajökli sýna færslu á yfirborði sem nemur um 40 sentímetrum. Það er rúmlega tuttuguföld gliðnun á Íslandi að meðaltali á ári. Gliðnunin hefur tvöfaldast á aðeins fimm dögum. Landmælingar (GPS) sýna að færsla lands á milli mælistöðva sem staðsettar eru á Dyngjuhálsi annars vegar, og lóninu Gengissigi í Kverkfjöllum, hins vegar, er orðin rúmlega 40 sentímetrar síðan jarðhræringarnar undir Vatnajökli hófust 16. ágúst, að mati Þóru Árnadóttur, jarðeðlisfræðings hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Þóra telur þetta vera mestu færslur sem sést hafa á Norðurgosbeltinu síðan í Kröflueldum. „Færslan á yfirborði nær ganginum er ennþá meiri og við eigum von á að endurmælingar á GPS-neti á svæðinu gefi mun stærri hreyfingar,“ segir Þóra. Viðlíka atburðir hafa aðeins orðið á Havaí og í Eþíópíu, að hennar sögn. Til marks um átökin í náttúrunni segir Þóra að allar GPS-mælistöðvar á svæðinu sýni orðið hreyfingar vegna kvikuinnskotsins, og nefnir í því ljósi að fleiri mælar mættu vera á svæðinu. „Við erum farin að horfa á mun stærra svæði en í upphafi. Við sjáum færslu á mælistöð í Kiðagili, sem er rúmlega 40 kílómetra frá norðurenda berggangsins. Við sjáum gríðarmiklar hreyfingar á Dyngjuhálsi, sem er 20 kílómetra þar frá, og á Háumýrum, þar sem fjarlægðin nálgast 60 kílómetra fyrir vestsuðvestan ganginn,“ segir Þóra. Berggangurinn, sem kominn er um ellefu kílómetra norður fyrir sporð Dyngjujökuls, hefur valdið verulegum spennubreytingum á stóru svæði, m.a. til norðurs, sem gæti skýrt skjálftavirkni í Öskju í fyrrinótt. Þar mældist skjálfti sem var 4,5 stig, sá stærsti síðan 1992, að því er næst verður komist.
Bárðarbunga Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Sjá meira
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent