Tuttuguföld gliðnun lands við Vatnajökul Svavar Hávarðsson skrifar 28. ágúst 2014 10:00 Nú er talið að berggangurinn sé á minna dýpi en talið hefur verið - jörð hefur sigið yfir ganginum í Holuhrauni og sigkatlar sjást í sporði Dyngjujökuls. Fréttablaðið/GVA Mælingar á umbrotasvæðinu í norðanverðum Vatnajökli sýna færslu á yfirborði sem nemur um 40 sentímetrum. Það er rúmlega tuttuguföld gliðnun á Íslandi að meðaltali á ári. Gliðnunin hefur tvöfaldast á aðeins fimm dögum. Landmælingar (GPS) sýna að færsla lands á milli mælistöðva sem staðsettar eru á Dyngjuhálsi annars vegar, og lóninu Gengissigi í Kverkfjöllum, hins vegar, er orðin rúmlega 40 sentímetrar síðan jarðhræringarnar undir Vatnajökli hófust 16. ágúst, að mati Þóru Árnadóttur, jarðeðlisfræðings hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Þóra telur þetta vera mestu færslur sem sést hafa á Norðurgosbeltinu síðan í Kröflueldum. „Færslan á yfirborði nær ganginum er ennþá meiri og við eigum von á að endurmælingar á GPS-neti á svæðinu gefi mun stærri hreyfingar,“ segir Þóra. Viðlíka atburðir hafa aðeins orðið á Havaí og í Eþíópíu, að hennar sögn. Til marks um átökin í náttúrunni segir Þóra að allar GPS-mælistöðvar á svæðinu sýni orðið hreyfingar vegna kvikuinnskotsins, og nefnir í því ljósi að fleiri mælar mættu vera á svæðinu. „Við erum farin að horfa á mun stærra svæði en í upphafi. Við sjáum færslu á mælistöð í Kiðagili, sem er rúmlega 40 kílómetra frá norðurenda berggangsins. Við sjáum gríðarmiklar hreyfingar á Dyngjuhálsi, sem er 20 kílómetra þar frá, og á Háumýrum, þar sem fjarlægðin nálgast 60 kílómetra fyrir vestsuðvestan ganginn,“ segir Þóra. Berggangurinn, sem kominn er um ellefu kílómetra norður fyrir sporð Dyngjujökuls, hefur valdið verulegum spennubreytingum á stóru svæði, m.a. til norðurs, sem gæti skýrt skjálftavirkni í Öskju í fyrrinótt. Þar mældist skjálfti sem var 4,5 stig, sá stærsti síðan 1992, að því er næst verður komist. Bárðarbunga Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Sjá meira
Mælingar á umbrotasvæðinu í norðanverðum Vatnajökli sýna færslu á yfirborði sem nemur um 40 sentímetrum. Það er rúmlega tuttuguföld gliðnun á Íslandi að meðaltali á ári. Gliðnunin hefur tvöfaldast á aðeins fimm dögum. Landmælingar (GPS) sýna að færsla lands á milli mælistöðva sem staðsettar eru á Dyngjuhálsi annars vegar, og lóninu Gengissigi í Kverkfjöllum, hins vegar, er orðin rúmlega 40 sentímetrar síðan jarðhræringarnar undir Vatnajökli hófust 16. ágúst, að mati Þóru Árnadóttur, jarðeðlisfræðings hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Þóra telur þetta vera mestu færslur sem sést hafa á Norðurgosbeltinu síðan í Kröflueldum. „Færslan á yfirborði nær ganginum er ennþá meiri og við eigum von á að endurmælingar á GPS-neti á svæðinu gefi mun stærri hreyfingar,“ segir Þóra. Viðlíka atburðir hafa aðeins orðið á Havaí og í Eþíópíu, að hennar sögn. Til marks um átökin í náttúrunni segir Þóra að allar GPS-mælistöðvar á svæðinu sýni orðið hreyfingar vegna kvikuinnskotsins, og nefnir í því ljósi að fleiri mælar mættu vera á svæðinu. „Við erum farin að horfa á mun stærra svæði en í upphafi. Við sjáum færslu á mælistöð í Kiðagili, sem er rúmlega 40 kílómetra frá norðurenda berggangsins. Við sjáum gríðarmiklar hreyfingar á Dyngjuhálsi, sem er 20 kílómetra þar frá, og á Háumýrum, þar sem fjarlægðin nálgast 60 kílómetra fyrir vestsuðvestan ganginn,“ segir Þóra. Berggangurinn, sem kominn er um ellefu kílómetra norður fyrir sporð Dyngjujökuls, hefur valdið verulegum spennubreytingum á stóru svæði, m.a. til norðurs, sem gæti skýrt skjálftavirkni í Öskju í fyrrinótt. Þar mældist skjálfti sem var 4,5 stig, sá stærsti síðan 1992, að því er næst verður komist.
Bárðarbunga Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Sjá meira